Lára Rúnars spilar á tónleikakvöldi á Hressó í kvöld á nýrri tónleikaröð í boði Jacon Steiner og Burn.
Þetta er aðeins annað kvöldið í röðinni sem stendur fyrir tónleikum á Hressó fyrsta föstudag hvers mánaðar.
Lára hefur verið á fullu að undanförnu og gaf til að mynda út sína fjórðu breiðskífu, Moment, í haust.
Með Láru á tónleikunum leika þeir Arnar Þór Gíslason á trommur, Guðni Finnsson á bassa, Birkir Rafn Gíslason á gítar og Þorbjörn Sigurðsson á hljómborð.
Auk hennar mun hljómsveitin Morning After Youth leika lög af væntanlegri plötu sinni. Sveitin hafnaði í öðru sæti í Battle of the bands nýverið og vinnur nú að sinni fyrstu breiðskífu.
Tónlist