Ætlar að selja fimm hundruð bækur Freyr Bjarnason skrifar 26. mars 2013 12:00 Guðmundur Breiðfjörð. "Bókin er búin að fá mjög fín viðbrögð og þeir eru mjög ánægðir með mig í Krabbameinsfélaginu," segir Guðmundur Breiðfjörð. Hann gaf fyrir skömmu út sína aðra ljóðabók, Perla, og rennur allur ágóðinn til Krabbameinsfélagsins en faðir hans lést úr sjúkdóminum. "Ég ætla að reyna að selja fimm hundruð eintök og ætlaði að gera það fyrir lok Mottumars en það gæti teygst aðeins á því. En það skiptir máli að þetta rati á endanum á réttan stað," segir Guðmundur, sem er markaðsstjóri kvikmynda hjá Senu. "Við erum alltaf í afþreyinunni í vinnunni en það er aðeins meiri næring í þessu, meira kjöt á beinunum," bætir hann við um ljóðaáhuga sinn. Bókin, sem kom út á 45 ára afmælisdegi hans 20. mars, er tileinkuð níu ára dóttur hans Maríu Perlu. Fyrsta ljóðabók Guðmundar, Köllun, kom út 1998. Það sem hvatti hann til að gefa hana út var sigur í ljóðasamkeppni í Los Angeles sem hann tók þátt í þegar hann var í námi. Þá orti hann ljóð um dauða Díönu prinsessu, sem snerti hjörtu dómnefndarinnar. "Þetta voru ljóð um hin og þessi málefni sem voru send inn en þeim þótti þetta ljóð túlka þennan atburð svo vel." Allur ágóði Köllunar rann til uppbyggingar kapellu líknardeildar í Kópavogi. Þeir sem vilja tryggja sér eintak af Perlu geta sent Guðmundi póst á netfangið Breidfjord@sena.is. Hann er með pósa frá Krabbameinsfélaginu og getur mælt sér mót við þá sem vilja borga 1.000 krónur fyrir ljóðin og styrkja í leiðinni gott málefni. Menning Mest lesið Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Echoes of the End: Íslensk frumraun undir góðum áhrifum stríðsguðsins Leikjavísir Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Lífið Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum Lífið „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Stöðugt á ferð og flugi með sterkari skrokk Lífið samstarf Fyrsta tónlistarfólkið á almyrkvahátíðinni kynnt til leiks Lífið Fleiri fréttir Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
"Bókin er búin að fá mjög fín viðbrögð og þeir eru mjög ánægðir með mig í Krabbameinsfélaginu," segir Guðmundur Breiðfjörð. Hann gaf fyrir skömmu út sína aðra ljóðabók, Perla, og rennur allur ágóðinn til Krabbameinsfélagsins en faðir hans lést úr sjúkdóminum. "Ég ætla að reyna að selja fimm hundruð eintök og ætlaði að gera það fyrir lok Mottumars en það gæti teygst aðeins á því. En það skiptir máli að þetta rati á endanum á réttan stað," segir Guðmundur, sem er markaðsstjóri kvikmynda hjá Senu. "Við erum alltaf í afþreyinunni í vinnunni en það er aðeins meiri næring í þessu, meira kjöt á beinunum," bætir hann við um ljóðaáhuga sinn. Bókin, sem kom út á 45 ára afmælisdegi hans 20. mars, er tileinkuð níu ára dóttur hans Maríu Perlu. Fyrsta ljóðabók Guðmundar, Köllun, kom út 1998. Það sem hvatti hann til að gefa hana út var sigur í ljóðasamkeppni í Los Angeles sem hann tók þátt í þegar hann var í námi. Þá orti hann ljóð um dauða Díönu prinsessu, sem snerti hjörtu dómnefndarinnar. "Þetta voru ljóð um hin og þessi málefni sem voru send inn en þeim þótti þetta ljóð túlka þennan atburð svo vel." Allur ágóði Köllunar rann til uppbyggingar kapellu líknardeildar í Kópavogi. Þeir sem vilja tryggja sér eintak af Perlu geta sent Guðmundi póst á netfangið Breidfjord@sena.is. Hann er með pósa frá Krabbameinsfélaginu og getur mælt sér mót við þá sem vilja borga 1.000 krónur fyrir ljóðin og styrkja í leiðinni gott málefni.
Menning Mest lesið Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Echoes of the End: Íslensk frumraun undir góðum áhrifum stríðsguðsins Leikjavísir Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Lífið Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum Lífið „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Stöðugt á ferð og flugi með sterkari skrokk Lífið samstarf Fyrsta tónlistarfólkið á almyrkvahátíðinni kynnt til leiks Lífið Fleiri fréttir Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira