Rúmlega tvö hundruð brelluskot í Ófeigi 16. mars 2013 06:00 Jörundur R. ARnarson hafði yfirumsjón með brellunum í myndinni ófeigur gengur aftur. fréttablaðið/gva „Þetta er skemmtilegasta verkefni sem ég hef unnið á ferlinum,“ segir Jörundur R. Arnarson, sem hafði yfirumsjón með tæknibrellunum í kvikmyndinni Ófeigur gengur aftur sem verður frumsýnd 27. mars. Brellurnar skipa stóran sess í þessari gamansömu draugamynd og eru einar þær umfangmestu í íslenskri kvikmyndagerð til þessa. „Þetta eru rúmlega tvö hundruð skot, sem er töluvert mikið. Djúpið á hugsanlega enn þá metið en það munar ekki miklu á þessum tveimur myndum,“ segir Jörundur, sem hefur unnið við Hollywood-myndir á borð við Harry Potter, Tinker Tailor Soldier Spy, Clash of the Titans og Contraband. Í síðastnefndu myndinni voru brelluskotin um fjögur hundruð. Hann hefur einnig unnið við hinar íslensku Djúpið, Rokland og XL. „Þetta er búinn að vera ansi stór pakki á þremur mánuðum. Við byrjuðum í desember og þetta er búin að vera heilmikil törn,“ segir hann um vinnuna við myndina Ófeigur gengur aftur en Jónmundur Gíslason, samstarfsmaður hans hjá Reykjavík IO, vann brellurnar með honum. Eitt af því sem er óvenjulegt við gerð myndarinnar er að Jörundur var sjálfur á tökustað allan tímann og gátu leikstjórinn Ágúst Guðmundsson og tökumaðurinn Bergsteinn Björgúlfsson, Besti, því nýtt sér sérþekkingu hans. Ágúst hafði reyndar haft hann með í ráðum í langan tíma, eða frá því að einungis handritið var tilbúið. „Ég byrjaði að pæla í hvernig ætti að útfæra drauginn í tökunum. Ég lagði til ákveðið plan og það var farið eftir því og árangurinn er svolítið eftir því. Það náðist mjög flott mynd á frekar ótrúlegum tíma,“ segir hann en tökurnar stóðu yfir í rúma tuttugu daga. Aðspurður segir Jörundur að brellurnar hafi ekki verið mjög dýrar. Þar spilaði inn í að ekki þurfti að notast við svokallað „green screen“ og sparaði það tíu tökudaga. Hann bætir við að venjulega séu brellur í íslenskum myndum ósýnilegar, eins og að taka burtu víra eða bæta við sjó þar sem vantaði við gerð Djúpsins. „En hérna erum við að tala um að búa til smá fantasíu. Þetta er stærsta og mesta tilraunin til þess í íslenskri kvikmyndagerð hingað til og það er lygilegt hversu ódýrt við sluppum.“ freyr@frettabladid.is Menning Mest lesið „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Bíó og sjónvarp „Ég er pínu meyr í dag“ Lífið Talsmaður Hvíta hússins segir að Carpenter hljóti að vera heimsk Lífið Stjórnmálamenn stigu trylltan dans í kjaftfullum Austurbæ Lífið Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Lífið Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Tónlist Ísraelar fá að vera með í Eurovision Tónlist Forritararnir borðuðu sveppina til að ná að vera aðeins lengur en hinir Lífið Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár Lífið „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Lífið Fleiri fréttir Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Sjá meira
„Þetta er skemmtilegasta verkefni sem ég hef unnið á ferlinum,“ segir Jörundur R. Arnarson, sem hafði yfirumsjón með tæknibrellunum í kvikmyndinni Ófeigur gengur aftur sem verður frumsýnd 27. mars. Brellurnar skipa stóran sess í þessari gamansömu draugamynd og eru einar þær umfangmestu í íslenskri kvikmyndagerð til þessa. „Þetta eru rúmlega tvö hundruð skot, sem er töluvert mikið. Djúpið á hugsanlega enn þá metið en það munar ekki miklu á þessum tveimur myndum,“ segir Jörundur, sem hefur unnið við Hollywood-myndir á borð við Harry Potter, Tinker Tailor Soldier Spy, Clash of the Titans og Contraband. Í síðastnefndu myndinni voru brelluskotin um fjögur hundruð. Hann hefur einnig unnið við hinar íslensku Djúpið, Rokland og XL. „Þetta er búinn að vera ansi stór pakki á þremur mánuðum. Við byrjuðum í desember og þetta er búin að vera heilmikil törn,“ segir hann um vinnuna við myndina Ófeigur gengur aftur en Jónmundur Gíslason, samstarfsmaður hans hjá Reykjavík IO, vann brellurnar með honum. Eitt af því sem er óvenjulegt við gerð myndarinnar er að Jörundur var sjálfur á tökustað allan tímann og gátu leikstjórinn Ágúst Guðmundsson og tökumaðurinn Bergsteinn Björgúlfsson, Besti, því nýtt sér sérþekkingu hans. Ágúst hafði reyndar haft hann með í ráðum í langan tíma, eða frá því að einungis handritið var tilbúið. „Ég byrjaði að pæla í hvernig ætti að útfæra drauginn í tökunum. Ég lagði til ákveðið plan og það var farið eftir því og árangurinn er svolítið eftir því. Það náðist mjög flott mynd á frekar ótrúlegum tíma,“ segir hann en tökurnar stóðu yfir í rúma tuttugu daga. Aðspurður segir Jörundur að brellurnar hafi ekki verið mjög dýrar. Þar spilaði inn í að ekki þurfti að notast við svokallað „green screen“ og sparaði það tíu tökudaga. Hann bætir við að venjulega séu brellur í íslenskum myndum ósýnilegar, eins og að taka burtu víra eða bæta við sjó þar sem vantaði við gerð Djúpsins. „En hérna erum við að tala um að búa til smá fantasíu. Þetta er stærsta og mesta tilraunin til þess í íslenskri kvikmyndagerð hingað til og það er lygilegt hversu ódýrt við sluppum.“ freyr@frettabladid.is
Menning Mest lesið „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Bíó og sjónvarp „Ég er pínu meyr í dag“ Lífið Talsmaður Hvíta hússins segir að Carpenter hljóti að vera heimsk Lífið Stjórnmálamenn stigu trylltan dans í kjaftfullum Austurbæ Lífið Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Lífið Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Tónlist Ísraelar fá að vera með í Eurovision Tónlist Forritararnir borðuðu sveppina til að ná að vera aðeins lengur en hinir Lífið Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár Lífið „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Lífið Fleiri fréttir Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Sjá meira