Ekki týpískur blús frá Helga Freyr Bjarnason skrifar 14. mars 2013 06:00 Fjórða plata Helga Júlíusar hefur að geyma auðmelta tónlist Fréttablaðið/Valli "Þetta er auðmelt tónlist og ekki týpískur blús. Það er fullt af melódískum og fallegum lögum á plötunni," segir lagahöfundurinn og hjartalæknirinn Helgi Júlíus Óskarsson. Hann hefur sent frá sér sína fjórðu sólóplötu, Í blús. Hún fylgir eftir reggíplötunni Kominn heim sem hafði að geyma hin vinsælu lög Stöndum saman og Þú ert mín, sem Valdimar Guðmundsson söng. Valdimar syngur einnig á nýju plötunni, hið rólega Æviskeið. "Hann syngur það eins og engill," segir Helgi Júlíus. Aðrir söngvarar á plötunni eru Sigríður Thorlacius, KK, Magni Ásgeirsson, Svavar Knútur og hinn efnilegi Elvar Örn. Textarnir eru bæði eftir Helga og konu hans, Bjarngerði Björnsdóttur, sem átti marga texta á annarri plötu hans, Haustlauf. Vinur hans, læknirinn Sigurður Albertsson, á einnig texta á plötunni. Í blús var öll tekin upp lifandi, fyrir utan sönginn. Upptökustjóri var Ómar Guðjónsson. Dóttir Helga, Unnur Ýr, hannaði umslagið eins og hún hefur gert fyrir allar plötur föður síns. Spurður hvort eitthvert laganna sé líklegt til vinsælda eins og lögin af Kominn heim segist Helgi Júlíus halda það. "Það eru fjögur til fimm lög sem hafa allt til að bera til að slá í gegn en það þýðir ekki að þau geri það." Rás 2 hefur ákveðið að setja fyrst í spilun lagið Draumavon sem Sigríður syngur. "Hún er algjör undramanneskja. Maður er bara dolfallinn þegar maður heyrir hana syngja," segir Helgi Júlíus, sem er þegar byrjaður að undirbúa næstu plötu sem verður í þjóðlagastíl. Tónlist Mest lesið Afhjúpaði óléttuna á epískan hátt enn og aftur Tíska og hönnun Klækir, prettir og kardínálaklíkur í páfakjöri Gagnrýni Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Lífið Þau allra nettustu á Met Gala Tíska og hönnun Blautir búkar og pylsupartí Menning Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Lífið Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Tónlist Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Bíó og sjónvarp Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Lífið Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Lífið Fleiri fréttir Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
"Þetta er auðmelt tónlist og ekki týpískur blús. Það er fullt af melódískum og fallegum lögum á plötunni," segir lagahöfundurinn og hjartalæknirinn Helgi Júlíus Óskarsson. Hann hefur sent frá sér sína fjórðu sólóplötu, Í blús. Hún fylgir eftir reggíplötunni Kominn heim sem hafði að geyma hin vinsælu lög Stöndum saman og Þú ert mín, sem Valdimar Guðmundsson söng. Valdimar syngur einnig á nýju plötunni, hið rólega Æviskeið. "Hann syngur það eins og engill," segir Helgi Júlíus. Aðrir söngvarar á plötunni eru Sigríður Thorlacius, KK, Magni Ásgeirsson, Svavar Knútur og hinn efnilegi Elvar Örn. Textarnir eru bæði eftir Helga og konu hans, Bjarngerði Björnsdóttur, sem átti marga texta á annarri plötu hans, Haustlauf. Vinur hans, læknirinn Sigurður Albertsson, á einnig texta á plötunni. Í blús var öll tekin upp lifandi, fyrir utan sönginn. Upptökustjóri var Ómar Guðjónsson. Dóttir Helga, Unnur Ýr, hannaði umslagið eins og hún hefur gert fyrir allar plötur föður síns. Spurður hvort eitthvert laganna sé líklegt til vinsælda eins og lögin af Kominn heim segist Helgi Júlíus halda það. "Það eru fjögur til fimm lög sem hafa allt til að bera til að slá í gegn en það þýðir ekki að þau geri það." Rás 2 hefur ákveðið að setja fyrst í spilun lagið Draumavon sem Sigríður syngur. "Hún er algjör undramanneskja. Maður er bara dolfallinn þegar maður heyrir hana syngja," segir Helgi Júlíus, sem er þegar byrjaður að undirbúa næstu plötu sem verður í þjóðlagastíl.
Tónlist Mest lesið Afhjúpaði óléttuna á epískan hátt enn og aftur Tíska og hönnun Klækir, prettir og kardínálaklíkur í páfakjöri Gagnrýni Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Lífið Þau allra nettustu á Met Gala Tíska og hönnun Blautir búkar og pylsupartí Menning Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Lífið Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Tónlist Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Bíó og sjónvarp Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Lífið Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Lífið Fleiri fréttir Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Bíó og sjónvarp
Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Bíó og sjónvarp