Viðstödd sýningar í Mexíkó Freyr Bjarnason skrifar 6. mars 2013 06:00 Ísold Uggadóttir verður viðstödd sýningu myndar sinnar Útrás Reykjavík í Mexíkó. Mynd/Valli Norrænu löndin eru heiðursgestir á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Guadalajara í Mexíkó sem hófst síðastliðinn föstudag og stendur yfir fram á laugardag. Á hátíðinni eru 64 norrænar kvikmyndir sýndar, þar af sex íslenskar: Brim, Djúpið, Eldfjall, Reykjavík Rotterdam, Svartur á leik og stuttmyndin Útrás Reykjavík í leikstjórn Ísoldar Uggadóttur. Baltasar Kormákur og Ísold verða viðstödd sýningar á sínum myndum, ásamt forstöðumanni Kvikmyndamiðstöðvar Íslands. Mynd Ísoldar verður sýnd í kvöld og annað kvöld. „Það er vissulega mikill heiður að sýna á þessari virtustu kvikmyndahátíð rómönsku Ameríku. Markmiðið með hátíðinni er auðvitað að vekja athygli á skandinavískum myndum, sem annars myndu líklega aldrei koma fyrir sjónir áhorfenda í Mexíkó og Suður-Ameríku. Hver veit nema einhver vilji kaupa Útrás Reykjavík. Það yrði ekki verra," segir Ísold um þátttöku stuttmyndar sinnar í hátíðinni. Næst heldur myndin til Washington DC þar sem hún verður sýnd á menningarhátíðinni Nordic Cool um næstu helgi. Samanlagt hefur myndin verið sýnd á um 30 hátíðum. „Annars tel ég að þessu kvikmyndahátíðaflakki fari senn að ljúka, enda orðin bráðum tvö ár síðan Útrás Reykjavík var fyrst frumsýnd. Fókusinn er því allur kominn á næsta verkefni sem ég er að undirbúa," segir hún. Menning Mest lesið Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Lífið Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Lífið Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Lífið Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Lífið Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Lífið „Núna þori ég miklu meira“ Tíska og hönnun Upplifa hótel lúxus í tjaldútilegunni Lífið samstarf Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Lífið Marteinn Högni nýr framkvæmdastjóri Húrra Tíska og hönnun „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Tónlist Fleiri fréttir Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
Norrænu löndin eru heiðursgestir á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Guadalajara í Mexíkó sem hófst síðastliðinn föstudag og stendur yfir fram á laugardag. Á hátíðinni eru 64 norrænar kvikmyndir sýndar, þar af sex íslenskar: Brim, Djúpið, Eldfjall, Reykjavík Rotterdam, Svartur á leik og stuttmyndin Útrás Reykjavík í leikstjórn Ísoldar Uggadóttur. Baltasar Kormákur og Ísold verða viðstödd sýningar á sínum myndum, ásamt forstöðumanni Kvikmyndamiðstöðvar Íslands. Mynd Ísoldar verður sýnd í kvöld og annað kvöld. „Það er vissulega mikill heiður að sýna á þessari virtustu kvikmyndahátíð rómönsku Ameríku. Markmiðið með hátíðinni er auðvitað að vekja athygli á skandinavískum myndum, sem annars myndu líklega aldrei koma fyrir sjónir áhorfenda í Mexíkó og Suður-Ameríku. Hver veit nema einhver vilji kaupa Útrás Reykjavík. Það yrði ekki verra," segir Ísold um þátttöku stuttmyndar sinnar í hátíðinni. Næst heldur myndin til Washington DC þar sem hún verður sýnd á menningarhátíðinni Nordic Cool um næstu helgi. Samanlagt hefur myndin verið sýnd á um 30 hátíðum. „Annars tel ég að þessu kvikmyndahátíðaflakki fari senn að ljúka, enda orðin bráðum tvö ár síðan Útrás Reykjavík var fyrst frumsýnd. Fókusinn er því allur kominn á næsta verkefni sem ég er að undirbúa," segir hún.
Menning Mest lesið Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Lífið Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Lífið Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Lífið Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Lífið Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Lífið „Núna þori ég miklu meira“ Tíska og hönnun Upplifa hótel lúxus í tjaldútilegunni Lífið samstarf Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Lífið Marteinn Högni nýr framkvæmdastjóri Húrra Tíska og hönnun „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Tónlist Fleiri fréttir Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“