Textinn tekinn úr uppáhaldskvikmyndinni 1. mars 2013 17:00 Grínistinn og útvarpsmaðurinn Daníel Geir Moritz hefur sent frá sér lagið Unnur. Myndbandið við það var unnið upp úr gamanmyndinni Sódóma Reykjavík. "Þetta er eldgömul hugmynd. Ég held ég hafi beðið Óskar Jónasson [leikstjóra Sódóma] um leyfi til að nota myndina í myndbandið fyrir tveimur árum. Ég er mjög ánægður með að þetta er loksins að koma út. Þetta er mynd sem ég horfði á endalaust sem unglingur. Á fjögurra til fimm ára fresti fæ ég Sódóma-æði og horfi á hana nokkrum sinnum í röð," segir Daníel. Hann vann lagið Unnur upp úr gömlu pönklagi eftir kunningja sinn, Ívar Gestsson, sem hann flutti í Verslóvælinu. Daníel ákvað að búa til partílag og fékk hljóðmeistarann og kórstjórann Ingvar Alfreðsson til að útsetja það og búa til þokukennt tölvupopp. "Textinn er unninn upp úr eftirminnilegasta atriði myndarinnar þar sem Brjánsi gerir grín að Ella, félaga sínum, um að hann sé of miklu holdi vaxinn til að geta sofið hjá kvenmanni." Þrír til viðbótar aðstoðuðu Daníel Geir við verkefnið, eða Daði Georgsson, Sturla Már Helgason og Sindri Gretarsson. "Ég stefni á að gera meira í tónlist því mér finnst þetta ferlega gaman. Það er gott að geta brotið uppistandið hjá sér upp með skemmtilegum lögum." - fb Tónlist Mest lesið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tíska og hönnun „Pabbi minn gaf okkur saman“ Lífið Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Lífið Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Lífið Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Menning Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? Lífið Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Lífið Fleiri fréttir Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Grínistinn og útvarpsmaðurinn Daníel Geir Moritz hefur sent frá sér lagið Unnur. Myndbandið við það var unnið upp úr gamanmyndinni Sódóma Reykjavík. "Þetta er eldgömul hugmynd. Ég held ég hafi beðið Óskar Jónasson [leikstjóra Sódóma] um leyfi til að nota myndina í myndbandið fyrir tveimur árum. Ég er mjög ánægður með að þetta er loksins að koma út. Þetta er mynd sem ég horfði á endalaust sem unglingur. Á fjögurra til fimm ára fresti fæ ég Sódóma-æði og horfi á hana nokkrum sinnum í röð," segir Daníel. Hann vann lagið Unnur upp úr gömlu pönklagi eftir kunningja sinn, Ívar Gestsson, sem hann flutti í Verslóvælinu. Daníel ákvað að búa til partílag og fékk hljóðmeistarann og kórstjórann Ingvar Alfreðsson til að útsetja það og búa til þokukennt tölvupopp. "Textinn er unninn upp úr eftirminnilegasta atriði myndarinnar þar sem Brjánsi gerir grín að Ella, félaga sínum, um að hann sé of miklu holdi vaxinn til að geta sofið hjá kvenmanni." Þrír til viðbótar aðstoðuðu Daníel Geir við verkefnið, eða Daði Georgsson, Sturla Már Helgason og Sindri Gretarsson. "Ég stefni á að gera meira í tónlist því mér finnst þetta ferlega gaman. Það er gott að geta brotið uppistandið hjá sér upp með skemmtilegum lögum." - fb
Tónlist Mest lesið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tíska og hönnun „Pabbi minn gaf okkur saman“ Lífið Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Lífið Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Lífið Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Menning Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? Lífið Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Lífið Fleiri fréttir Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“