Siðferðislega rangar sögur Álfrún Pálsdóttir skrifar 7. febrúar 2013 06:00 Þær Bergþóra Kristbergsdóttir og Júlíana Kristín Liborius Jónsdóttir eru báðar í Morfísliði Borgarholtsskóla og leikfélaginu. Mynd/Pjetur "Það er allt á fullu núna enda styttist óðum í frumsýningu," segir Bergþóra Kristbergsdóttir, formaður leikfélags Borgarholtsskóla sem frumsýnir leikritið Grimmd í Tjarnarbíó á morgun. Verkið Grimmd er unnið upp úr þremur frekar óþekktum sögum úr Grimms-ævintýrunum; Einitréð, Handalausa mærin og Váli vélaður. Leikstjóri er Jenný Lára Arnórsdóttir. Um 20 leikarar eru í sýningunni en 40-50 manns úr öllum deildum skólans koma að uppsetningunni. Sögurnar þrjár eiga það sameiginlegt að vera bæði óþægilegar og siðferðislegar rangar að sögn Bergþóru. "Við fórum að skoða þessi upprunalegu Grimms-ævintýri sem er miklu hryllilegri en þær útgáfur sem við þekkjum í dag," segir Bergþóra og fullyrðir að spennan sé að magnast í skólanum fyrir frumsýninguna. Leikfélagið hefur ekki verið virkt síðastliðin ár og segir Bergþóra að það hafi fyrst verið erfitt að ná í krakka til að taka þátt í sýningunni. Það má því segja að leikfélagið sé að rísa úr öskustónni. "Ég vona að núna séum við að leggja línuna fyrir komandi ár í skólanum og að leiklistin eigi eftir að blómstra hér eins og í öðrum skólum. Margir sem leika í sýningunni eru að stíga á svið í fyrsta sinn og hafa lagt mikið á sig til að læra listina við að leika frá grunni." Auk þess að vera formaður leikfélagsins er Bergþóra í Morfís-liði skólans, því fyrsta í langan tíma sem einungis er skipað stúlkum. Hún viðurkennir að það taki sinn toll að vera virkur í félagslífinu. "Þetta tekur oft mikinn tíma frá skólabókunum en ég reyni að brosa fallega til kennaranna í staðinn." Menning Mest lesið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Heitustu trendin í haust Lífið Hildur Yeoman lofuð í hástert á Style Bubble Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Lífið „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Lífið Fleiri fréttir Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
"Það er allt á fullu núna enda styttist óðum í frumsýningu," segir Bergþóra Kristbergsdóttir, formaður leikfélags Borgarholtsskóla sem frumsýnir leikritið Grimmd í Tjarnarbíó á morgun. Verkið Grimmd er unnið upp úr þremur frekar óþekktum sögum úr Grimms-ævintýrunum; Einitréð, Handalausa mærin og Váli vélaður. Leikstjóri er Jenný Lára Arnórsdóttir. Um 20 leikarar eru í sýningunni en 40-50 manns úr öllum deildum skólans koma að uppsetningunni. Sögurnar þrjár eiga það sameiginlegt að vera bæði óþægilegar og siðferðislegar rangar að sögn Bergþóru. "Við fórum að skoða þessi upprunalegu Grimms-ævintýri sem er miklu hryllilegri en þær útgáfur sem við þekkjum í dag," segir Bergþóra og fullyrðir að spennan sé að magnast í skólanum fyrir frumsýninguna. Leikfélagið hefur ekki verið virkt síðastliðin ár og segir Bergþóra að það hafi fyrst verið erfitt að ná í krakka til að taka þátt í sýningunni. Það má því segja að leikfélagið sé að rísa úr öskustónni. "Ég vona að núna séum við að leggja línuna fyrir komandi ár í skólanum og að leiklistin eigi eftir að blómstra hér eins og í öðrum skólum. Margir sem leika í sýningunni eru að stíga á svið í fyrsta sinn og hafa lagt mikið á sig til að læra listina við að leika frá grunni." Auk þess að vera formaður leikfélagsins er Bergþóra í Morfís-liði skólans, því fyrsta í langan tíma sem einungis er skipað stúlkum. Hún viðurkennir að það taki sinn toll að vera virkur í félagslífinu. "Þetta tekur oft mikinn tíma frá skólabókunum en ég reyni að brosa fallega til kennaranna í staðinn."
Menning Mest lesið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Heitustu trendin í haust Lífið Hildur Yeoman lofuð í hástert á Style Bubble Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Lífið „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Lífið Fleiri fréttir Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning