Gerðu hryllingskitlu í Haukadal Freyr Bjarnason skrifar 23. janúar 2013 07:00 Kynningarkitla, eða „teaser", úr íslensku ráðgátu- og hryllingsmyndinni Ruins hefur verið frumsýnd á síðunni Ruinsthemovie.com. Kitlan var tekin upp fyrr í janúar í Haukadal í Dalasýslu. Tuttugu manna hópur tók þátt í tökunum og hafði leikstjórinn Vilius Petrikas umsjón með þeim. „Útkoman er frábær. Það getur vel verið að við notum þennan „teaser" í myndinni sjálfri," segir Vilius. Söfnun vegna myndarinnar var í gangi á netinu eins og Fréttablaðið greindi frá í fyrra en hún gekk frekar illa. „Við fengum styrk frá Evrópu unga fólksins og ákváðum að nota peninginn til að búa okkur til smá klippu svo við getum sýnt fram á að við getum gert myndina." Veðrið í Haukadalnum var prýðisgott og Vilius segir mikla lukku fylgja þessu verkefni. „Við kíktum á tökustaðinn viku fyrir tökur og veðrið var frábært. Við vorum stressuð yfir að missa af góða veðrinu en þegar við mættum var veðrið fullkomið. Daginn eftir að við kláruðum kom snjókoma og þá var allt á kafi." Magnús Ólafsson, Rúnar Freyr Gíslason, Vanessa Andrea Terrazas og Katla Rut Pétursdóttir fara með hlutverk í myndinni. Tökur hefjast í lok vors ef nægur peningur fæst í þær en fjárhagsáætlunin hljóðar upp á 32 milljónir. Stefnt er á frumsýningu Ruins í lok þessa árs eða á næsta ári. Menning Mest lesið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Heitustu trendin í haust Lífið Hildur Yeoman lofuð í hástert á Style Bubble Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Lífið „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Lífið Fleiri fréttir Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
Kynningarkitla, eða „teaser", úr íslensku ráðgátu- og hryllingsmyndinni Ruins hefur verið frumsýnd á síðunni Ruinsthemovie.com. Kitlan var tekin upp fyrr í janúar í Haukadal í Dalasýslu. Tuttugu manna hópur tók þátt í tökunum og hafði leikstjórinn Vilius Petrikas umsjón með þeim. „Útkoman er frábær. Það getur vel verið að við notum þennan „teaser" í myndinni sjálfri," segir Vilius. Söfnun vegna myndarinnar var í gangi á netinu eins og Fréttablaðið greindi frá í fyrra en hún gekk frekar illa. „Við fengum styrk frá Evrópu unga fólksins og ákváðum að nota peninginn til að búa okkur til smá klippu svo við getum sýnt fram á að við getum gert myndina." Veðrið í Haukadalnum var prýðisgott og Vilius segir mikla lukku fylgja þessu verkefni. „Við kíktum á tökustaðinn viku fyrir tökur og veðrið var frábært. Við vorum stressuð yfir að missa af góða veðrinu en þegar við mættum var veðrið fullkomið. Daginn eftir að við kláruðum kom snjókoma og þá var allt á kafi." Magnús Ólafsson, Rúnar Freyr Gíslason, Vanessa Andrea Terrazas og Katla Rut Pétursdóttir fara með hlutverk í myndinni. Tökur hefjast í lok vors ef nægur peningur fæst í þær en fjárhagsáætlunin hljóðar upp á 32 milljónir. Stefnt er á frumsýningu Ruins í lok þessa árs eða á næsta ári.
Menning Mest lesið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Heitustu trendin í haust Lífið Hildur Yeoman lofuð í hástert á Style Bubble Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Lífið „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Lífið Fleiri fréttir Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning