Lífið

Árni tilnefndur til Brit

Árni Hjörvar Árnason.
Árni Hjörvar Árnason.
Bassaleikarinn Árni Hjörvar Árnason og félagar hans í bresku rokksveitinni The Vaccines hafa verið tilnefndir til Brit-verðlaunanna sem verða afhent í London 20. febrúar. Þeir eru tilnefndir sem besta breska tónleikasveitin og eru þar í flokki með ekki ómerkari böndum en The Rolling Stones, Coldplay, Muse og Mumford and Sons. The Vaccines hefur einu sinni áður verið tilnefnd til Brit-verðlaunanna, eða á síðasta ári í flokknum besti breski nýliðinn. Þá bar Ed Sheeran sigur út býtum.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.