Keppnismaður og gefst ekki upp 11. janúar 2013 10:30 Baltasar Kormákur ætlar ekki að svekkja sig á því að hafa ekki fengið Óskarstilnefningu. Nordicphotos/Getty Baltasar Kormákur segist ekki hafa orðið fyrir vonbrigðum með að kvikmynd hans Djúpið var ekki tilnefnd til Óskarsverðlaunanna. "Það er svo margt annað gott í gangi þannig að ég er ekkert að svekkja mig á þessu. En auðvitað er maður keppnismaður og hefði viljað komast lengra," segir leikstjórinn. "Það gengur bara betur næst." Myndirnar fimm sem fengu tilnefningu sem besta erlenda myndin eru Amour frá Austurríki, norska myndin Kon-Tiki, No frá Chile, danska myndin A Royal Affair og War Witch frá Kanada. Djúpið var í flokki níu mynda sem áttu möguleika á tilnefningunum. "Það kemur á óvart að The Intouchables [frá Frakklandi] var ekki tilnefnd þannig að þetta er ófyrirséð. Ég þekki ekki allar þessar myndir þannig að það erfitt fyrir mig að hafa skoðun á þessu," segir Baltasar. Tilkynnt var um tilnefningarnar klukkan fimm um morguninn í Los Angeles, þar sem leikstjórinn er búsettur. Hann segist ekki hafa vakað eftir tilnefningunum heldur fékk hann símtal þar sem honum var greint frá úrslitunum. Spurður hvort hann taki þetta ekki bara næst segir hann: "Jú, maður gefst ekki upp." Níu myndir fengu tilnefningar sem besta myndin, eða Amour, Argo, Beasts of the Southern Wild, Django Unchained, Les Miserables, Lincoln, Life Of Pi, Silver Linings Playbook og Zero Dark Thirty. Menning Mest lesið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Heitustu trendin í haust Lífið Hildur Yeoman lofuð í hástert á Style Bubble Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Lífið „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Lífið Fleiri fréttir Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
Baltasar Kormákur segist ekki hafa orðið fyrir vonbrigðum með að kvikmynd hans Djúpið var ekki tilnefnd til Óskarsverðlaunanna. "Það er svo margt annað gott í gangi þannig að ég er ekkert að svekkja mig á þessu. En auðvitað er maður keppnismaður og hefði viljað komast lengra," segir leikstjórinn. "Það gengur bara betur næst." Myndirnar fimm sem fengu tilnefningu sem besta erlenda myndin eru Amour frá Austurríki, norska myndin Kon-Tiki, No frá Chile, danska myndin A Royal Affair og War Witch frá Kanada. Djúpið var í flokki níu mynda sem áttu möguleika á tilnefningunum. "Það kemur á óvart að The Intouchables [frá Frakklandi] var ekki tilnefnd þannig að þetta er ófyrirséð. Ég þekki ekki allar þessar myndir þannig að það erfitt fyrir mig að hafa skoðun á þessu," segir Baltasar. Tilkynnt var um tilnefningarnar klukkan fimm um morguninn í Los Angeles, þar sem leikstjórinn er búsettur. Hann segist ekki hafa vakað eftir tilnefningunum heldur fékk hann símtal þar sem honum var greint frá úrslitunum. Spurður hvort hann taki þetta ekki bara næst segir hann: "Jú, maður gefst ekki upp." Níu myndir fengu tilnefningar sem besta myndin, eða Amour, Argo, Beasts of the Southern Wild, Django Unchained, Les Miserables, Lincoln, Life Of Pi, Silver Linings Playbook og Zero Dark Thirty.
Menning Mest lesið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Heitustu trendin í haust Lífið Hildur Yeoman lofuð í hástert á Style Bubble Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Lífið „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Lífið Fleiri fréttir Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning