Gamanleikur með broddi Álfrún Pálsdóttir skrifar 11. janúar 2013 13:30 Þetta er í sjötta sinn sem Rúnar Guðbrandsson leikstýrir leikhópnum, sem hann segir kraftmikinn og öflugan. "Þetta er í sjötta sinn sem ég leikstýri þessu leikfélagi, sem er bæði öflugt og kraftmikið í starfsemi sinni,“ segir leikstjórinn Rúnar Guðbrandsson um Leikdeild UMF Skallagríms í Borgarnesi, sem frumsýnir leikritið Nanna systir í félagsheimilinu á Mýrum í kvöld. Leikritið er eftir Einar Kárason og Kjartan Ragnarsson og var fyrst sett upp af Leikfélagi Akureyrar árið 1996. Það er kallað óbeislað raunsæisverk en Rúnar kallar það gamanleik með broddi. "Verkið sló í gegn árið 1996 og var einnig sýnt í Þjóðleikhúsinu sama ár. Þetta er skemmtilegt verk sem ég tel eiga erindi við samfélagið í dag,“ segir Rúnar, en í verkinu koma upp málefni sem eru í umræðunni núna á borð við barnaníðinga, kvótamál, eignahlut í litlum plássum og presta. "Þó að þetta sé gamanverk er þarna alvarlegur undirtónn. Verkið gerist í litlu plássi úti á landi og á sér stað á æfingu leikfélagsins þar í bæ þar sem ákveðið uppgjör milli bæjarbúa á sér stað.“ Leikdeild UMF Skallagríms í Borgarnesi er öflugt leikfélag sem var stofnað árið 1916. Það er myndað af sjálfboðaliðum úr Borgarnesi og sveitinni í kring. Rúnar er sjálfur búsettur á höfuðborgarsvæðinu en lætur sig lítið muna um að keyra á milli á æfingar. "Það er mikill áhugi fyrir leikfélaginu hérna og aðsóknin á sýningarnar er mikil. Ég hef heillast af kraftinum í þessum öfluga hóp en síðustu ár höfum við einbeitt okkur að fjölbreyttu efnisvali í verkum og meðal annars sett upp Skugga-Svein og Gullna hliðið. Í félaginu er öflugur kjarni og svo hefur hlaðist utan á hann,“ segir Rúnar, en í kringum tuttugu manns koma að hverri sýningu. Verkið er frumsýnt í kvöld og vonast Rúnar til að sem flestir leggi leið sína í litla leikhúsið á Mýrunum til að berja þessa uppsetningu augum. Sýningar á verkinu standa til 19. janúar. Hér má sjá brot af leikdeild UMF Skallagríms við æfingar á verkinu Nanna systir eftir Einar Kárason og Kjartan Ragnarsson sem er frumsýnt í kvöld.... Menning Mest lesið „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Bíó og sjónvarp „Ég er pínu meyr í dag“ Lífið Talsmaður Hvíta hússins segir að Carpenter hljóti að vera heimsk Lífið Stjórnmálamenn stigu trylltan dans í kjaftfullum Austurbæ Lífið Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Tónlist Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Lífið Ísraelar fá að vera með í Eurovision Tónlist Forritararnir borðuðu sveppina til að ná að vera aðeins lengur en hinir Lífið Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár Lífið „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Lífið Fleiri fréttir Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Sjá meira
"Þetta er í sjötta sinn sem ég leikstýri þessu leikfélagi, sem er bæði öflugt og kraftmikið í starfsemi sinni,“ segir leikstjórinn Rúnar Guðbrandsson um Leikdeild UMF Skallagríms í Borgarnesi, sem frumsýnir leikritið Nanna systir í félagsheimilinu á Mýrum í kvöld. Leikritið er eftir Einar Kárason og Kjartan Ragnarsson og var fyrst sett upp af Leikfélagi Akureyrar árið 1996. Það er kallað óbeislað raunsæisverk en Rúnar kallar það gamanleik með broddi. "Verkið sló í gegn árið 1996 og var einnig sýnt í Þjóðleikhúsinu sama ár. Þetta er skemmtilegt verk sem ég tel eiga erindi við samfélagið í dag,“ segir Rúnar, en í verkinu koma upp málefni sem eru í umræðunni núna á borð við barnaníðinga, kvótamál, eignahlut í litlum plássum og presta. "Þó að þetta sé gamanverk er þarna alvarlegur undirtónn. Verkið gerist í litlu plássi úti á landi og á sér stað á æfingu leikfélagsins þar í bæ þar sem ákveðið uppgjör milli bæjarbúa á sér stað.“ Leikdeild UMF Skallagríms í Borgarnesi er öflugt leikfélag sem var stofnað árið 1916. Það er myndað af sjálfboðaliðum úr Borgarnesi og sveitinni í kring. Rúnar er sjálfur búsettur á höfuðborgarsvæðinu en lætur sig lítið muna um að keyra á milli á æfingar. "Það er mikill áhugi fyrir leikfélaginu hérna og aðsóknin á sýningarnar er mikil. Ég hef heillast af kraftinum í þessum öfluga hóp en síðustu ár höfum við einbeitt okkur að fjölbreyttu efnisvali í verkum og meðal annars sett upp Skugga-Svein og Gullna hliðið. Í félaginu er öflugur kjarni og svo hefur hlaðist utan á hann,“ segir Rúnar, en í kringum tuttugu manns koma að hverri sýningu. Verkið er frumsýnt í kvöld og vonast Rúnar til að sem flestir leggi leið sína í litla leikhúsið á Mýrunum til að berja þessa uppsetningu augum. Sýningar á verkinu standa til 19. janúar. Hér má sjá brot af leikdeild UMF Skallagríms við æfingar á verkinu Nanna systir eftir Einar Kárason og Kjartan Ragnarsson sem er frumsýnt í kvöld....
Menning Mest lesið „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Bíó og sjónvarp „Ég er pínu meyr í dag“ Lífið Talsmaður Hvíta hússins segir að Carpenter hljóti að vera heimsk Lífið Stjórnmálamenn stigu trylltan dans í kjaftfullum Austurbæ Lífið Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Tónlist Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Lífið Ísraelar fá að vera með í Eurovision Tónlist Forritararnir borðuðu sveppina til að ná að vera aðeins lengur en hinir Lífið Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár Lífið „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Lífið Fleiri fréttir Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Sjá meira