Keppa í snjóskúlptúrakeppni í BNA Sara McMahon skrifar 10. janúar 2013 16:00 Hálfdan Pedersen og Sara Jónsdóttir Fréttablaðið/GVA Hálfdan Pedersen og Sara Jónsdóttir eru meðlimir í Snjóhöggvurum Íslands. Þrátt fyrir litla reynslu munu þau taka þátt í snjóskúlptúrakeppni í Colorado. „Síðla sumars á síðasta ári var ég að fljúga frá Ísafirði til Reykjavíkur og var að fletta í gegnum blaðið Ský þegar ég rek augun í litla klausu þar sem verið er að kynna keppnina. Í lok hennar voru áhugasamir hvattir til að sækja um með því að senda tölvupóst. Ég tók mynd af klausunni og nefndi við Söru hvort við ættum ekki að sækja um í gríni," segir Hálfdan Pedersen, leikmynda- og innanhússhönnuður, sem keppir í International Snow Sculpture Championship í Colorado í lok mánaðarins. Hann er hluti af fyrsta snjóhöggvaraliði landsins, Snjóhöggvarar Íslands, ásamt Söru Jónsdóttur framleiðanda, Jóhönnu Friðriku leikkonu, Stefáni Melsteð kokki og Helenu Jónsdóttur sálfræðingi. Eftir að hafa séð auglýsinguna sendi Hálfdan fyrirspurn á skipuleggjendur hátíðarinnar þar sem hann kynnti sig og hópinn og spurði hvaða hæfniskröfur þeir gerðu til keppenda. „Þeir skrifuðu til baka og sögðust endilega vilja fá íslenskt lið í keppnina. Við sendum síðan inn skriflega umsókn ásamt skissu af verki," segir Hálfdan. Sextán lið frá jafnmörgum löndum taka þátt í keppninni sem gengur út á að skapa listaverk úr snjóklumpi sem er rúmir þrír metrar að hæð og vegur tuttugu tonn. Sum liðanna búa yfir mikilli reynslu og segja Sara og Hálfdán að það bæði hvetji þau áfram og dragi úr þeim mátt. „Sum verkanna eru hrikalega falleg og flókin en svo eru önnur einfaldari. Við erum að stinga okkur í djúpu laugina með hausinn fyrst, en þetta verður rosalega gaman," segir Hálfdan. Sara bætir við: „Annaðhvort vinnum við, eða töpum með „stæl"." Hægt er að nálgast nánari upplýsingar um hópinn og keppnina hér. Menning Mest lesið Þarf alltaf „eitthvað til að kjamsa á“ daginn eftir skaup Lífið Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Menning Marvel-stjarna varð fyrir heilaskaða Bíó og sjónvarp Steinhissa á því að fyrsta barnið sé fyrsta barn ársins Lífið Búinn að sturta sig með fötu síðan í nóvember Lífið Fiðluleikari kærir Will Smith fyrir kynferðislega áreitni Lífið Tekur yfir borgina á nýársdag Menning Heyra ekkert í Harry og Meghan Lífið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Fleiri fréttir Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Tekur yfir borgina á nýársdag Græna gímaldið ljótast Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Glænýr bóksölulisti: Ólafur Jóhann skákar Arnaldi Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru „Við erum öll dauð hvort sem er“ Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Munur er á manviti og mannviti Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sjá meira
Hálfdan Pedersen og Sara Jónsdóttir eru meðlimir í Snjóhöggvurum Íslands. Þrátt fyrir litla reynslu munu þau taka þátt í snjóskúlptúrakeppni í Colorado. „Síðla sumars á síðasta ári var ég að fljúga frá Ísafirði til Reykjavíkur og var að fletta í gegnum blaðið Ský þegar ég rek augun í litla klausu þar sem verið er að kynna keppnina. Í lok hennar voru áhugasamir hvattir til að sækja um með því að senda tölvupóst. Ég tók mynd af klausunni og nefndi við Söru hvort við ættum ekki að sækja um í gríni," segir Hálfdan Pedersen, leikmynda- og innanhússhönnuður, sem keppir í International Snow Sculpture Championship í Colorado í lok mánaðarins. Hann er hluti af fyrsta snjóhöggvaraliði landsins, Snjóhöggvarar Íslands, ásamt Söru Jónsdóttur framleiðanda, Jóhönnu Friðriku leikkonu, Stefáni Melsteð kokki og Helenu Jónsdóttur sálfræðingi. Eftir að hafa séð auglýsinguna sendi Hálfdan fyrirspurn á skipuleggjendur hátíðarinnar þar sem hann kynnti sig og hópinn og spurði hvaða hæfniskröfur þeir gerðu til keppenda. „Þeir skrifuðu til baka og sögðust endilega vilja fá íslenskt lið í keppnina. Við sendum síðan inn skriflega umsókn ásamt skissu af verki," segir Hálfdan. Sextán lið frá jafnmörgum löndum taka þátt í keppninni sem gengur út á að skapa listaverk úr snjóklumpi sem er rúmir þrír metrar að hæð og vegur tuttugu tonn. Sum liðanna búa yfir mikilli reynslu og segja Sara og Hálfdán að það bæði hvetji þau áfram og dragi úr þeim mátt. „Sum verkanna eru hrikalega falleg og flókin en svo eru önnur einfaldari. Við erum að stinga okkur í djúpu laugina með hausinn fyrst, en þetta verður rosalega gaman," segir Hálfdan. Sara bætir við: „Annaðhvort vinnum við, eða töpum með „stæl"." Hægt er að nálgast nánari upplýsingar um hópinn og keppnina hér.
Menning Mest lesið Þarf alltaf „eitthvað til að kjamsa á“ daginn eftir skaup Lífið Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Menning Marvel-stjarna varð fyrir heilaskaða Bíó og sjónvarp Steinhissa á því að fyrsta barnið sé fyrsta barn ársins Lífið Búinn að sturta sig með fötu síðan í nóvember Lífið Fiðluleikari kærir Will Smith fyrir kynferðislega áreitni Lífið Tekur yfir borgina á nýársdag Menning Heyra ekkert í Harry og Meghan Lífið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Fleiri fréttir Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Tekur yfir borgina á nýársdag Græna gímaldið ljótast Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Glænýr bóksölulisti: Ólafur Jóhann skákar Arnaldi Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru „Við erum öll dauð hvort sem er“ Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Munur er á manviti og mannviti Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sjá meira