Tekist á um vitnalista í máli Gunnars Þ. Andersen 12. febrúar 2013 10:05 Gunnar Þ. Andersen. Tekist verður á um vitnalista í máli Gunnars Þ. Andersen, fyrrverandi forstjóri Fjármálaeftirlitsins í dag en munnlegur málflutningur fer fram í málinu í Héraðsdómi Reykjavíkur. Gunnar, ásamt starfsmanni Landsbankans, eru ákærðir fyrir brot á bankaleynd og brot í opinberu starfi. Gunnar á að hafa lekið upplýsingum um félag tengt þingmanni Sjálfstæðisflokksins, Guðlaugi Þór Þórðarsyni, til DV, sem fjallaði svo um upplýsingarnar sem þeir fengu í hendur. Gunnar hefur reyndar einnig kært þingmanninn, auk Ágústu Johnson eiginkonu hans, og Sigurjón Þ. Árnason, fyrrverandi bankastjóra Landsbankans, til embættis sérstaks saksóknara, eins og greint var frá í DV í nóvember á síðasta ári. Nú vill hann einnig að þau þrjú beri vitni í málinu og það snýst málflutningurinn samkvæmt frétt Viðskiptablaðsins. Meðal þess sem Gunnar sakar þau um eru mútur, umboðssvik og aðild að málum sem tengjast eignarhaldsfélaginu Bogamanninum. Rannsókn er ekki hafin í þessu máli samkvæmt heimildum Vísis. Þetta er í þriðja skiptið sem munnlegur málflutningur fer fram í máli Gunnars. Hann krafðist þess að saksóknarinn, Helgi Magnús Gunnarsson, viki, þar sem hann sótti eitt sinn um starf forstjóra FME. Því var hafnað. Héraðsdómur Reykjavíkur hafnaði svo kröfu Gunnars í nóvember síðastliðnum um að lagt yrði fyrir saksóknara að afla upplýsinga um gögn og viðskipti Landsbanka Íslands við eignarhaldsfélagið Bogamanninn. Skömmu síðar kærði Gunnar málið til Sérstaks saksóknara og birtist þá frétt DV um málið, örfáum dögum fyrir prófkjör Sjálfstæðismanna í Reykjavík, þar sem Guðlaugur bauð sig fram. Upphaf átaka á milli Guðlaugs Þórs og Gunnars má rekja til umfjöllunar Kastljóss fyrir um ári síðan. Gunnar fullyrti skömmu eftir að stjórn FME kærði hann til lögreglu að Guðlaugur Þór hefði lekið upplýsingum um sig í Kastljósið. Munnlegum málflutningi lýkur um hádegið. Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Innlent Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Erlent Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Innlent Fleiri fréttir Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Sjá meira
Tekist verður á um vitnalista í máli Gunnars Þ. Andersen, fyrrverandi forstjóri Fjármálaeftirlitsins í dag en munnlegur málflutningur fer fram í málinu í Héraðsdómi Reykjavíkur. Gunnar, ásamt starfsmanni Landsbankans, eru ákærðir fyrir brot á bankaleynd og brot í opinberu starfi. Gunnar á að hafa lekið upplýsingum um félag tengt þingmanni Sjálfstæðisflokksins, Guðlaugi Þór Þórðarsyni, til DV, sem fjallaði svo um upplýsingarnar sem þeir fengu í hendur. Gunnar hefur reyndar einnig kært þingmanninn, auk Ágústu Johnson eiginkonu hans, og Sigurjón Þ. Árnason, fyrrverandi bankastjóra Landsbankans, til embættis sérstaks saksóknara, eins og greint var frá í DV í nóvember á síðasta ári. Nú vill hann einnig að þau þrjú beri vitni í málinu og það snýst málflutningurinn samkvæmt frétt Viðskiptablaðsins. Meðal þess sem Gunnar sakar þau um eru mútur, umboðssvik og aðild að málum sem tengjast eignarhaldsfélaginu Bogamanninum. Rannsókn er ekki hafin í þessu máli samkvæmt heimildum Vísis. Þetta er í þriðja skiptið sem munnlegur málflutningur fer fram í máli Gunnars. Hann krafðist þess að saksóknarinn, Helgi Magnús Gunnarsson, viki, þar sem hann sótti eitt sinn um starf forstjóra FME. Því var hafnað. Héraðsdómur Reykjavíkur hafnaði svo kröfu Gunnars í nóvember síðastliðnum um að lagt yrði fyrir saksóknara að afla upplýsinga um gögn og viðskipti Landsbanka Íslands við eignarhaldsfélagið Bogamanninn. Skömmu síðar kærði Gunnar málið til Sérstaks saksóknara og birtist þá frétt DV um málið, örfáum dögum fyrir prófkjör Sjálfstæðismanna í Reykjavík, þar sem Guðlaugur bauð sig fram. Upphaf átaka á milli Guðlaugs Þórs og Gunnars má rekja til umfjöllunar Kastljóss fyrir um ári síðan. Gunnar fullyrti skömmu eftir að stjórn FME kærði hann til lögreglu að Guðlaugur Þór hefði lekið upplýsingum um sig í Kastljósið. Munnlegum málflutningi lýkur um hádegið.
Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Innlent Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Erlent Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Innlent Fleiri fréttir Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Sjá meira
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent