Fjórtán ára og rekur hjólaleigu Sara McMahon skrifar 6. júlí 2013 07:00 Eydís Sól Steinarrsdóttir, fjórtán ára, rekur hjólaleiguna Sunny Bikes við Klapparstíg. Fréttablaðið/valli „Þetta er mjög gaman, fólk er hresst og það er mikið stuð á svæðinu við Hjartagarðinn. Leigan hefur gengið rosalega vel og ég hef meira að segja þurft að leigja út hjólið mitt og hans pabba,“ segir Eydís Sól Steinarrsdóttir sem rekur hjólaleiguna Sunny Bikes við Klapparstíg 30. Eydís keypti tíu borgarhjól fyrir sumarið og leigir þau út til ferðamanna. „Hjólin voru flutt inn fyrir álverið í Straumsvík, en svo seld því vegna öryggisástæðna var bannað að nota þau í álverinu. Það gekk illa að selja þau því þetta eru einsgíra borgarhjól og ég fékk þau því öll á lægra verði,“ útskýrir Eydís. Hjólaleiguna rekur hún í sama húsnæði og hýsir bílaleiguna Kúkú Campers sem faðir hennar, Steinarr Lár, rekur. Eydís segist hafa fengið ýmis góð ráð frá föður sínum enda sé hann reynslunni ríkari. „Hann hefur sagt mér til og gefið mér ráð. Það er að mörgu að huga og ég sé um flestallt sjálf, líka bókhaldið og pappírsvinnuna. En þetta kemur mestallt með reynslunni,“ segir hún. Eydís lætur ekki nægja að reka hjólaleiguna, því hún hannaði einnig lógó fyrirtækisins sjálf. „Ég var vön að skrifa nafnið mitt, Eydís, og svo sól fyrir aftan og ákvað að nota það í lógóið,“ útskýrir hún. Eydís byrjar í 10. bekk í Garðaskóla í haust og kveðst hlakka mikið til. Í frítíma sínum iðkar hún bæði snjó- og brimbrettaíþróttina með föður sínum. „Ég held ég sé eina stelpan á mínum aldri sem fer á brimbretti, yfirleitt fer ég bara ein með pabba og vinum hans. Við fórum líka saman til Austurríkis á snjóbretti í vetur og það var rosalega gaman. Pabbi hefur orðið Íslandsmeistari á snjóbretti og ég stefni á að verða betri en hann,“ segir hún að lokum. Mest lesið „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Lífið Skemmtilegsti partur dagsins að klæða sig upp Tíska og hönnun Ein heitasta söngkona landsins á lausu Lífið Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Lífið Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Lífið Stjörnubarnið komið í heiminn Lífið Óþekkjanleg stjarna Bíó og sjónvarp Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Lífið Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Lífið Skotheld og skemmtileg hlauparáð Lífið Fleiri fréttir „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Skotheld og skemmtileg hlauparáð Devin Booker á Íslandi Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Ein heitasta söngkona landsins á lausu Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Gaf eistum kærastans gælunafn „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Cosby Show-stjarna látin Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Sjá meira
„Þetta er mjög gaman, fólk er hresst og það er mikið stuð á svæðinu við Hjartagarðinn. Leigan hefur gengið rosalega vel og ég hef meira að segja þurft að leigja út hjólið mitt og hans pabba,“ segir Eydís Sól Steinarrsdóttir sem rekur hjólaleiguna Sunny Bikes við Klapparstíg 30. Eydís keypti tíu borgarhjól fyrir sumarið og leigir þau út til ferðamanna. „Hjólin voru flutt inn fyrir álverið í Straumsvík, en svo seld því vegna öryggisástæðna var bannað að nota þau í álverinu. Það gekk illa að selja þau því þetta eru einsgíra borgarhjól og ég fékk þau því öll á lægra verði,“ útskýrir Eydís. Hjólaleiguna rekur hún í sama húsnæði og hýsir bílaleiguna Kúkú Campers sem faðir hennar, Steinarr Lár, rekur. Eydís segist hafa fengið ýmis góð ráð frá föður sínum enda sé hann reynslunni ríkari. „Hann hefur sagt mér til og gefið mér ráð. Það er að mörgu að huga og ég sé um flestallt sjálf, líka bókhaldið og pappírsvinnuna. En þetta kemur mestallt með reynslunni,“ segir hún. Eydís lætur ekki nægja að reka hjólaleiguna, því hún hannaði einnig lógó fyrirtækisins sjálf. „Ég var vön að skrifa nafnið mitt, Eydís, og svo sól fyrir aftan og ákvað að nota það í lógóið,“ útskýrir hún. Eydís byrjar í 10. bekk í Garðaskóla í haust og kveðst hlakka mikið til. Í frítíma sínum iðkar hún bæði snjó- og brimbrettaíþróttina með föður sínum. „Ég held ég sé eina stelpan á mínum aldri sem fer á brimbretti, yfirleitt fer ég bara ein með pabba og vinum hans. Við fórum líka saman til Austurríkis á snjóbretti í vetur og það var rosalega gaman. Pabbi hefur orðið Íslandsmeistari á snjóbretti og ég stefni á að verða betri en hann,“ segir hún að lokum.
Mest lesið „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Lífið Skemmtilegsti partur dagsins að klæða sig upp Tíska og hönnun Ein heitasta söngkona landsins á lausu Lífið Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Lífið Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Lífið Stjörnubarnið komið í heiminn Lífið Óþekkjanleg stjarna Bíó og sjónvarp Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Lífið Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Lífið Skotheld og skemmtileg hlauparáð Lífið Fleiri fréttir „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Skotheld og skemmtileg hlauparáð Devin Booker á Íslandi Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Ein heitasta söngkona landsins á lausu Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Gaf eistum kærastans gælunafn „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Cosby Show-stjarna látin Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Sjá meira
Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“