„Þetta verða fimmtán tónleikar í heildina, ef við teljum þá tónleika með sem eftir eru og þá hafa um 42.000 manns komið á tónleikana,“ bætir Friðrik Ómar við.
Það er svo sannarlega ekki gefins að halda tónleika á Íslandi en samkvæmt heimildum Fréttablaðsins kostar rúmlega eina milljón króna að leigja Eldborgarsalinn í Hörpu, undir eina tónleika. Með tæknibúnaði og miðasölugjöldum getur upphæðin orðið tæpar þrjár milljónir króna.
Í Hofi á Akureyri kostar leiga á stærri salnum, Hamraborg, um 400 þúsund krónur, einnig getur bæst við kostnaður við leigu á búnaði og vinnu.
„Ég er í rauninni einn í þessu og mér finnst mjög gaman að standa í þessu. Það er einnig mjög ánægjulegt að hugmynd sem ég fæ geti veitt fjölda fólks vinnu en það koma um 30 til 40 manns koma að Freddie-sýningunni,“ bætir Friðrik Ómar við.
Friðrik Ómar stofnaði Rigg árið 2008 og hafa fjölmargir viðburðir verið skipulagðir af fyrirtækinu.
Næsta verkefni Rigg er Bee Gees-heiðurstónleikarnir sem haldnir verða í Háskólabíó hinn 12. október næstkomandi.