Metallica halda tónleika á Suðurskautinu Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 26. október 2013 12:23 Metallica munu hafa spilað í öllum heimsálfum að tónleikunum loknum. mynd/getty Dansk-bandaríska rokksveitin Metallica mun halda tónleika við argentínsku Carlini-rannsóknarstöðina á Suðurskautslandinu í desember. Tónleikarnir eru haldnir í samvinnu við Coca Cola og verður aðdáendum sveitarinnar í Suður-Ameríku gefinn kostur á að vinna miða á tónleikana með ferðum fram og til baka. Þá verður tónleikunum útvarpað til tónleikagesta sem verða með heyrnartól á hausnum í stað þess að notast verði við magnara og hátalarastæður eins og venja er. Munu þessir sérstöku tónleikar gera Metallica að einu hljómsveitina sem spilað hefur í öllum heimsálfum, en aðeins hafa verið haldnir einir tónleikar á Suðurskautinu áður. Var það hljómsveit skipuð vísindamönnum sem sendi beint frá tónleikum sínum á Live Earth-tónleikunum árið 2007. Mest lesið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf BAUHAUS býður þér í glæsilega afmælisveislu! Lífið samstarf Fleiri fréttir Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
Dansk-bandaríska rokksveitin Metallica mun halda tónleika við argentínsku Carlini-rannsóknarstöðina á Suðurskautslandinu í desember. Tónleikarnir eru haldnir í samvinnu við Coca Cola og verður aðdáendum sveitarinnar í Suður-Ameríku gefinn kostur á að vinna miða á tónleikana með ferðum fram og til baka. Þá verður tónleikunum útvarpað til tónleikagesta sem verða með heyrnartól á hausnum í stað þess að notast verði við magnara og hátalarastæður eins og venja er. Munu þessir sérstöku tónleikar gera Metallica að einu hljómsveitina sem spilað hefur í öllum heimsálfum, en aðeins hafa verið haldnir einir tónleikar á Suðurskautinu áður. Var það hljómsveit skipuð vísindamönnum sem sendi beint frá tónleikum sínum á Live Earth-tónleikunum árið 2007.
Mest lesið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf BAUHAUS býður þér í glæsilega afmælisveislu! Lífið samstarf Fleiri fréttir Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira