Erlent

Þjóðin klofin í afstöðu sinni

Stuðningsmenn lögleiðingar hjónabands samkynhneigðra hafa verið áberandi á götum Parísar síðustu daga.fRÉTTABLAÐIÐ/ap
Stuðningsmenn lögleiðingar hjónabands samkynhneigðra hafa verið áberandi á götum Parísar síðustu daga.fRÉTTABLAÐIÐ/ap
Ríkisstjórn François Hollande, forseta Frakklands, hefur kynnt umdeilt frumvarp þess efnis að hjónaband samkynhneigðra verði gert löglegt í landinu.

Franska þjóðin er klofin í afstöðu sinni til frumvarpsins, ekki síst kaþólski meirihlutinn í landinu. Bæði stuðningsmenn og andstæðingar frumvarpsins hafa haldið fjöldafundi á götum Parísar á síðustu dögum. Hafa hundruð þúsunda Parísarbúa sótt fundina til að sýna vilja sinn í verki.

Umræður um frumvarpið í franska þinginu eiga að taka tvær vikur en stjórn og stjórnarandstaða eiga í viðræðum um framgang frumvarpsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×