Enski boltinn

Fótbolti snýst um að skora mörk

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Manuel Pellegrini
Manuel Pellegrini Mynd/Gettyimages
Manuel Pellegrini, knattspyrnustjóri Manchester City býst við erfiðum leik gegn Liverpool á Etihad á morgun. Með sigri kemst Manchester City upp fyrir Liverpool í deildinni.

Bæði liðin eru búin að vera á góðu skriði undanfarið og hefur sóknarleikurinn verið í fyrirrúmi. Manchester City verður án Sergio Aguero annan leikinn í röð en hann meiddist í sigrinum á Arsenal og spilar ekki aftur fyrr en í lok janúar.

„Þetta verður mjög erfiður leikur, Liverpool er með mjög gott lið með Suarez fremstan í flokki. Við erum með mjög sterkt lið með góðum leikmönnum sem takast á við öll verkefni sama hvern vantar í leikmannahópinn,"

City hefur skorað 51 mark á tímabilinu en varnarleikur liðsins hefur gagnrýndur. Í síðasta leik liðsins misstu þeir niður tveggja marka forskot gegn Fulham áður en þeir tóku aftur við sér og nældu í stigin þrjú.

„Við munum reyna að bæta okkur en við breytum ekki hvernig við viljum spila leikina. Fótbolti snýst um að skora mörk og aðdáendur borga sig inn á leiki til að sjá mörk. Það skiptir okkur miklu máli og við viljum skemmta aðdáendum þegar við spilum,"

„Auðvitað er alltaf gott að vinna eins marka sigra og þú færð jafn mörg stig fyrir það en ef þú ert að spila vel, afhverju ekki að halda áfram? Ef liðið er að spila vel og búið að skora tvö mörk vill ég að liðið haldi áfram að sækja," sagði Pellegrini.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×