Enski boltinn

Starf Mackay enn í hættu

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Malky Mackay fékk góðar móttökur hjá stuðningsmönnum Cardiff á Anfield
Malky Mackay fékk góðar móttökur hjá stuðningsmönnum Cardiff á Anfield Mynd/Gettyimages
Starf Malky Mackay,knattspyrnustjóra Cardiff er ekki enn öruggt. Stjórnarformaður Cardiff City talaði við fjölmiðla í dag um að ef deilurnar fari ekki að leysast munu þeir neyðast til þess að finna nýjan stjóra.

Deilur Mackay og eiganda félagsins, Vincent Tan hafa verið mikið í fjölmiðlum undanfarið. Tan gaf Mackay einfalda valkosti, segja upp eða vera rekinn og Mackay neitaði að stíga frá. Stuðningsmenn félagsins nýttu tækifærið og sýndu Mackay stuðning sinn í söngvum og borðum þegar Cardiff mætti Liverpool á Anfield síðasta laugardag.

Stjórnarformaður Cardiff vill hinsvegar finna einhverja lausn í málinu og reyna að setja málið á bak við sig.

„Vonandi getum við fundið einhverja lausn og haldið áfram, við munum reyna að gera hvað sem er til að finna réttu ákvörðunina. Ef það þýðir að ráða inn nýjan knattspyrnustjóra þá gerum við það en við vonumst til að geta lagað stöðuna líkt og hún er,“

Mackay var þakklátur fyrir stuðninginn sem hann fékk frá stuðningsmönnum liðsins en skorar á stuðningsmenn þess að láta þetta ekki á sig hafa og einbeita sér að styðja liðið.

„Aðdáendurnir eru lífæð klúbbsins. Þeir verða hérna áfram eftir að ég er farinn og þegar eigandinn er farinn verða þeir áfram að syngja á pöllunum. Vonandi styðja þeir við bakið á okkur líkt og þeir hafa alltaf gert, ég er þakklátur þeim fyrir stuðninginn sem þeir hafa veitt mér frá fyrsta degi,“ sagði Mackay. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×