Lífið snýst eiginlega allt um tónlist Friðrika Benónýsdóttir skrifar 29. júní 2013 07:00 Tómas Young skipuleggur hina heimsþekktu tónlistarhátíð All Tomorrow's Parties hófst í Keflavík í gær. Fréttablaðið/VIlhelm „Þú ert að hringja í mig á annasamasta degi ársins,“ segir Tómas Young, skipuleggjandi tónlistarhátíðarinnar All Tomorrow"s Parties sem hófst á Ásbrú í gærkvöldi. „Það er allt á fullu og stjörnurnar að skila sér í hús. Tilda Swinton og Jim Jarmusch eru í Keflavík og líkar það vel og Nick Cave og félagar eru rétt ókomnir, þannig að það er nóg að gera hérna. En ég er með gott teymi í kringum mig sem sækir liðið og sendist með það og passar upp á að allt gangi vel.“Breska leikkonan Tilda Swinton er gestur hátíðarinnar.Nordicphotos/gettyAuk tónleikanna í kvöld verður kvikmyndadagskrá þar sem sýndar verða fjórar myndir sem Tilda Swinton og Jim Jarmusch völdu sérstaklega fyrir hátíðina. Einnig verður haldinn Popppunktur í Offíseraklúbbnum sem verður breytt í klúbb þar sem plötusnúðar þeyta skífum og klúbbastemningin verður í algleymingi. Tómas er starfsmaður Útón en er í nokkurra mánaða launalausu fríi til að helga sig hátíðinni, sem er honum hjartans mál. „Ég skrifaði mastersritgerðina mína um útflutning á íslenskri tónlist og BS-ritgerðin mín var um íslenska tónlist sem landkynningu. Var svo umboðsmaður Hjálma í eitt ár og hef verið opinber tengiliður Hróarskelduhátíðarinnar síðan ég var átján ára. Líf mitt hefur meira og minna allt snúist um tónlist síðan ég var átta, níu ára.“Og spilarðu sjálfur? „Já, ég lærði á trommur í fimm ár og spilaði í hljómsveit sem hét Rými fyrir mörgum árum. Mig hefur eiginlega aldrei langað að fást við neitt annað.“Og ætlarðu að hafa ATP árlegan viðburð héðan í frá? „Já, vonandi. Við sjáum til hvernig Íslendingar taka í þetta. Ef þetta heppnast vel stefni ég að því að halda hátíðina aftur á næsta ári.“ ATP í Keflavík Mest lesið Fann ástina í örlagaríkum kjól Tíska og hönnun Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Lífið Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Lífið Framlag Kenýu til Óskarsverðlaunanna til sýnis á Ísafirði Lífið Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Lífið „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Lífið Keith sagður kominn með nýja kærustu Lífið Það var bannað að hlæja á Kjarval Lífið Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Lífið Fleiri fréttir Djúpt snortinn yfir viðbrögðum samfélagsins Hneig niður í miðju lagi Joy Orbison treður upp í Austurbæjarbíói Samdi lag um ást sína á RIFF Söguleg rappveisla í Laugardalnum Laufey treður upp með Justin Bieber Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Sjá meira
„Þú ert að hringja í mig á annasamasta degi ársins,“ segir Tómas Young, skipuleggjandi tónlistarhátíðarinnar All Tomorrow"s Parties sem hófst á Ásbrú í gærkvöldi. „Það er allt á fullu og stjörnurnar að skila sér í hús. Tilda Swinton og Jim Jarmusch eru í Keflavík og líkar það vel og Nick Cave og félagar eru rétt ókomnir, þannig að það er nóg að gera hérna. En ég er með gott teymi í kringum mig sem sækir liðið og sendist með það og passar upp á að allt gangi vel.“Breska leikkonan Tilda Swinton er gestur hátíðarinnar.Nordicphotos/gettyAuk tónleikanna í kvöld verður kvikmyndadagskrá þar sem sýndar verða fjórar myndir sem Tilda Swinton og Jim Jarmusch völdu sérstaklega fyrir hátíðina. Einnig verður haldinn Popppunktur í Offíseraklúbbnum sem verður breytt í klúbb þar sem plötusnúðar þeyta skífum og klúbbastemningin verður í algleymingi. Tómas er starfsmaður Útón en er í nokkurra mánaða launalausu fríi til að helga sig hátíðinni, sem er honum hjartans mál. „Ég skrifaði mastersritgerðina mína um útflutning á íslenskri tónlist og BS-ritgerðin mín var um íslenska tónlist sem landkynningu. Var svo umboðsmaður Hjálma í eitt ár og hef verið opinber tengiliður Hróarskelduhátíðarinnar síðan ég var átján ára. Líf mitt hefur meira og minna allt snúist um tónlist síðan ég var átta, níu ára.“Og spilarðu sjálfur? „Já, ég lærði á trommur í fimm ár og spilaði í hljómsveit sem hét Rými fyrir mörgum árum. Mig hefur eiginlega aldrei langað að fást við neitt annað.“Og ætlarðu að hafa ATP árlegan viðburð héðan í frá? „Já, vonandi. Við sjáum til hvernig Íslendingar taka í þetta. Ef þetta heppnast vel stefni ég að því að halda hátíðina aftur á næsta ári.“
ATP í Keflavík Mest lesið Fann ástina í örlagaríkum kjól Tíska og hönnun Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Lífið Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Lífið Framlag Kenýu til Óskarsverðlaunanna til sýnis á Ísafirði Lífið Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Lífið „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Lífið Keith sagður kominn með nýja kærustu Lífið Það var bannað að hlæja á Kjarval Lífið Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Lífið Fleiri fréttir Djúpt snortinn yfir viðbrögðum samfélagsins Hneig niður í miðju lagi Joy Orbison treður upp í Austurbæjarbíói Samdi lag um ást sína á RIFF Söguleg rappveisla í Laugardalnum Laufey treður upp með Justin Bieber Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Sjá meira