Tónleikar Jeffs Beck í Háskólabíói hófust klukkutíma á eftir áætlun. Hljómsveitin Mezzoforte sá um að hita upp salinn með nokkrum fínum lögum.
Skömmu síðar steig Beck, klæddur joggingbuxum, á svið ásamt fjórum hljóðfæraleikurum, þar á meðal háfættum fiðluleikara og Rhondu Smith, bassaleikara Prince.
Hljóðfæraleikararnir spiluðu frábærlega og skyggðu nánast á hinn 69 ára Beck, sem þó stóð fyrir sínu með alls kyns gítarfimleikum.
