Lífið

Gríðarleg stemning í Ísland Got Talent - Fólk á öllum aldri og jafnvel dýr

Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar
Alls hafa 1000 manns skráð sig í áheyrnaprufur fyrir Ísland Got Talent sem sýnt verður á Stöð 2. Prufurnar byrjuðu í dag og lýkur á morgun. Þær fara fram í Fjölbrautarskólanum í Breiðholti.

Það var margt um manninn þar í dag enda er til mikils að vinna. Sá sem sigrar fær 10 milljónir að launum.

„Það er búið að vera fullur salur frá því í morgun,“ sagði Auðunn Blöndal skemmtikraftur. „Það er gríðarleg stemning og fullt af efnilegu fólki búið að spreyta sig. Það er skemmtilegt að þetta virðist vera fólk á öllum aldri og líka hundar og fleiri dýr.“

Í tilkynningu frá Stöð 2 segir að leitað sé að hæfileikaríku fólki á öllum aldri til þess að syngja, dansa, sýna töfrabrögð eða gera það sem heilla mun þjóðina. Besta atriðið hlýtur 10 milljónir króna í verðlaunafé.

Áhugasamir geta enn skráð sig til keppni og nægir að mæta upp í Fjölbrautaskólann og skrá sig á staðnum.

Nánari upplýsingar má finna inn á vefsíðunni stod2.is/talent.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×