Taka flóttamönnunum opnum örmum Brjánn Jónasson skrifar 12. október 2013 10:00 Sýrlensk stúlka með móður sinni í læknisskoðun hjá Rauða krossinum. Fréttablaðið/Vilhelm Hvernig myndi Ísland taka á móti 80 þúsund flóttamönnum? Gætum við sem þjóð sinnt 200 nýjum flóttamönnum frá nágrannaríki á hverjum einasta degi? Þessi fjöldi er hlutfallslega sambærilegur við þann gríðarlega straum sýrlenskra flóttamanna sem hefur streymt yfir landamærin til Líbanon frá því borgarastyrjöldin í Sýrlandi hófst. Fyrir ríki með um fjórar milljónir íbúa er það risavaxinn biti fyrir Líbanon að taka á móti rúmlega einni milljón flóttamanna. Það er nær óvinnandi verk að taka þannig á móti þeim tveimur þúsundum sem bætast við daglega að sómi sé að. Þrátt fyrir erfiðleikana eru Sýrlendingarnir boðnir velkomnir til landsins og Líbanar taka á sig ýmiskonar skerðingar þeirra vegna, segir Þórir Guðmundsson, sviðsstjóri alþjóðasviðs Rauða kross Íslands.Sýrlensk kona betlar á götu í Beirút með barnið sitt í fanginu. Hún er ekki sú eina því fjölmargar konur og börn betla til að hafa í sig og á.Fréttablaðið/vilhelm„Líbanar taka á móti öllum þessum flóttamönnum með opnum örmum,“ segir Þórir. Hann heimsótti Líbanon nýverið ásamt Vilhelm Gunnarssyni, ljósmyndara Fréttablaðsins, til að kynnast því að eigin raun hvernig hjálparstarf Rauða krossins gengur fyrir sig. Flóttamennirnir setja gríðarlegt álag á innviði Líbanon. Skólar sem áður voru einsetnir eru nú tvísetnir, og sumir jafnvel þrísettir. Raforkuframleiðslan, sem var tæp fyrir, annar engan vegin eftirspurninni. Álagið á heilbrigðiskerfið er einnig gríðarlegt. „Þrátt fyrir allt þetta taka Líbanar vel á móti öllum þessum flóttamönnum. Það er í raun alveg stórkostlegt,“ segir Þórir.Rauði krossinn rekur þrjár færanlegar læknisstöðvar í Líbanon. Þessi móðir kom með nýfætt barn sitt og litlu dóttur sína í læknisskoðun þegar læknirinn kom í heimsókn. Fjölskyldan flúði ófriðinn í Sýrlandi, og býr nú í skólastofu í litlum bæ í Norður-Líbanon ásamt fleiri fjölskyldum.Fréttablaðið/vilhelmRauði krossinn rekur þrjár færanlegar sjúkrastöðvar sem fara á milli þorpa til að veita læknisaðstoð, auk þess sem boðið er upp á ýmiskonar fræðslu og fyrirbyggjandi aðgerðir. Stöðvarnar eru kostaðar af norska og íslenska Rauða krossinum. „Heilbrigðiskerfið í Líbanon er einkarekið, og það kostar mjög mikið að fara á spítala. Sýrlenskir flóttamenn hafa upp til hópa ekki efni á slíku, svo þessi læknisaðstoð sem Rauði krossinn er að veita, sem Íslendingar hafa lagt fé til, verður oft til þess að fólk fái læknisaðstoð sem það hefði ella ekki fengið,“ segir Þórir.Togstreita vegna flóttamanna Opinberar tölur í Líbanon segja að það séu 760 þúsund sýrlenskir flóttamenn skráðir í landinu, en flestir eru sammála um að þeir séu mun fleiri. Sumir vilja tvöfalda þá tölu, en líklegast er að flóttamennirnir séu að lágmarki rúm milljón. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem flóttamenn streyma yfir landamæri Sýrlands og Líbanon, en síðast þegar það gerðist lá straumurinn í hina áttina. Mikill fjöldi líbanskra flóttamanna fengu hæli í Sýrlandi á meðan fimmtán ára borgarastyrjöld í Líbanon geisaði. Mörgum Líbönum finnst því mikilvægt að launa greiðann.Heilbrigðisþjónustan í Líbanon er einkarekin og því mjög dýrt að leita til læknis. Margir sækja því í læknisþjónustu á vegum Rauða krossins, eins og faðir þessarar stúlku sem varð aðeins um í læknisskoðuninni. Þó læknisþjónustan sé vel sótt voru ekki miklar raðir þennan daginn, rúmlega tíu foreldrar biðu með börnin sín eftir því að hitta lækninn.Fréttablaðið/vilhelmÞrátt fyrir að Líbanar taki óhikað við flóttamönnum frá Sýrlandi ber sífelt meira á togstreitu milli Sýrlendinga og heimamanna í Líbanon. Sumir flóttamannanna hafa einhverja peninga milli handanna og stofna matsölustaði eða önnur lítil fyrirtæki sem keppa við þau sem fyrir voru. Aðrir taka vinnu sem býðst, þó launin séu langt undir því sem Líbanar myndu sætta sig við. „Ég varð ekki var við þetta, en við vitum að það kemur upp ýmiskonar núningur,“ segir Þórir. Hann segir fólk gera það sem það geti til að bjarga sér. Margar sýrlenskra fjölskyldur lifa af tekjum barna sem eru send í vinnur út á akur. Einu tekjur fjölskyldu sem hann hitti koma frá dreng sem erfiðar rúma sextán tíma á sólarhring í marvöruverslun.Foreldrar sem koma með börnin sín í læknisskoðun fá einnig fræðslu um hreinlæti, sjúkdóma og annað sem þau þurfa að vita. Rauði krossinn býður einnig upp á ýmiskonar sálrænan stuðning, einkum fyrir konur og börn. Þá eru myndaðir hópar þar sem spjallað er um það sem fólkinu liggur á hjarta.Fréttablaðið/vilhelmÓttast átök í Líbanon Pólitískt ástand í Líbanon hefur verið óstöðugt undanfarið, og óttast margir að átökin í Sýrlandi geti orðið til þess að upp úr sjóði í landinu. Það yrði enn hræðilegra en ella í ljósi þess mikla fjölda sýrlenskra flóttamanna sem hafa flúið átökin til Líbanon. „Það væri hrikalegt ef átökin færðust yfir til Líbanon,“ segir Þórir. „Það er mikil spenna í landinu eftir borgarastyrjöldina, en flestir Líbanar virðast staðráðnir í að láta það ekki gerast. Ég sé ekki að spennan sé að ná þeim hæðum að það sé mikil hætta á átökum.“Börn flóttamanna þurfa menntun eins og önnur börn. Í þessum skóla í Shatila-flóttamannabúðunum í Beirút mæta palestínsk börn í skólann fyrir hádegi, og þessir Sýrlensku krakkar fá sína menntun eftir hádegi.Fréttablaðið/vilhelmLíbanon í hnotskurn Mannfjöldi: Um 4,1 milljónir áætlað. Síðasta manntal var gert 1932 og hefur ekki verið endurtekið af pólitískum ástæðum.Höfuðborg: Beirút.Flatarmál: 10.452 ferkílómetrar.Landamæri: Líbanon á landamæri að Sýrlandi og Ísrael.Stjórnkerfi: Líbanon er lýðræðisríki, en æðstu embættum er skipt milli trúarhópa samkvæmt skiptingu sem ákveðin var eftir að landið fékk sjálfstæði árið 1943. Skiptingin byggir á síðasta manntali sem gert var í landinu, árið 1932, þegar kristnir voru í meirihluta í landinu. Samkvæmt henni er skal forsetinn alltaf vera kristinnar trúar, forsætisráðherrann súnní-múslimi og forseti þingsins shía-múslimi. Trúarbrögð: Um 60 prósent landsmanna eru islamstrúar, og skiptast í shía, súnní, drúsa og fleiri hópa. Um 39 prósent eru kristnir, og skiptast í ýmsa kristna trúarhópa. Eitt prósent eru annarrar trúar.Fjölmargir Palestínumenn flúðu Ísrael á fimmta áratugnum. Talsverður fjöldi þeirra flúði til Líbanon, þar sem þeir og afkomendur þeirra hafa átt nöturlega ævi. Aðrir, eins og þessi palestínska fjölskylda, flúðu til Sýrlands. Nú hafa þau þurft að flýja land öðru sinni, og eru orðnir flóttamenn í Líbanon. Drengurinn er með sprengjubrot grafið í fætinum, en fjölskyldan hefur ekki efni á því að láta finna það og fjarlægja.Sagan: Líbanon á sér langa sögu, frá því löngu fyrir þá tíð þegar Fönikíumenn sigldu þaðan um allt Miðjarðarhaf á fyrsta árþúsundinu fyrir Krist. Landið varð frönsk nýlenda, en öðlaðist sjálfstæði eftir að Þjóðverjar hernámu Frakkland í seinni heimsstyrjöldinni. Borgarastyrjöld ríkti í landinu á árunum 1975 til 1990. Landið varð vígvöllur þar sem Sýrland og Ísrael studdu leynt og ljóst ólíka hópa í borgarastyrjöldinni. Ísrael tók hluta landsins og hélt honum til ársins 2000, en sýrlenskir hermenn voru í Líbanon allt til ársins 2005.Pólitískt ástand: Forsætisráðherra Líbanon, Najib Mikati, sagði af sér í mars 2013 eftir að honum mistókst að halda ríkisstjórn sinni saman. Í kjölfarið var kosningum sem halda átti í júní frestað, og er nú áformað að kjósa í nóvember á næsta ári. Sérfræðingar telja ástandið í Líbanon afar óstöðugt, og óttast að átökin í Sýrlandi geti náð til Líbanon áður en langt um líður. Vígamenn frá Líbanon eru sagðir berjast beggja vegna víglínunnar í Sýrlandi.Flóttamenn í Líbanon búa sjaldnast í stórum skipulögðum flóttamannabúðu. Oft slær lítill hópur fólks upp tjöldum í litlum þyrpingum við bæi og borgir.Safna fé á ÍslandiRauði kross Íslands safnar nú fé til að bregðast við þeirri gríðarlegu neyði sem ríkir í Sýrlandi, og þeim mikla fjölda fólks sem er á flótta bæði innan Sýrlands og í nágrannaríkjum eins og Líbanon. Þeir sem vilja leggja söfnuninni lið geta hringt eða sent sms í söfnunarsíma. Númerin eru 904-1500, 904-2500 og 904-5500. Með því bætist við upphæð sem nemur síðustu fjórum tölunum í símanúmerinu við næsta símreikning. Einnig er hægt að leggja beint inn á reikning 0342-26-12, kennitala 530269-2649. Mest lesið Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Móðan gæti orðið langvinn Innlent Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Innlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Innlent Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Innlent Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Erlent Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Innlent Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Innlent Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Sjá meira
Hvernig myndi Ísland taka á móti 80 þúsund flóttamönnum? Gætum við sem þjóð sinnt 200 nýjum flóttamönnum frá nágrannaríki á hverjum einasta degi? Þessi fjöldi er hlutfallslega sambærilegur við þann gríðarlega straum sýrlenskra flóttamanna sem hefur streymt yfir landamærin til Líbanon frá því borgarastyrjöldin í Sýrlandi hófst. Fyrir ríki með um fjórar milljónir íbúa er það risavaxinn biti fyrir Líbanon að taka á móti rúmlega einni milljón flóttamanna. Það er nær óvinnandi verk að taka þannig á móti þeim tveimur þúsundum sem bætast við daglega að sómi sé að. Þrátt fyrir erfiðleikana eru Sýrlendingarnir boðnir velkomnir til landsins og Líbanar taka á sig ýmiskonar skerðingar þeirra vegna, segir Þórir Guðmundsson, sviðsstjóri alþjóðasviðs Rauða kross Íslands.Sýrlensk kona betlar á götu í Beirút með barnið sitt í fanginu. Hún er ekki sú eina því fjölmargar konur og börn betla til að hafa í sig og á.Fréttablaðið/vilhelm„Líbanar taka á móti öllum þessum flóttamönnum með opnum örmum,“ segir Þórir. Hann heimsótti Líbanon nýverið ásamt Vilhelm Gunnarssyni, ljósmyndara Fréttablaðsins, til að kynnast því að eigin raun hvernig hjálparstarf Rauða krossins gengur fyrir sig. Flóttamennirnir setja gríðarlegt álag á innviði Líbanon. Skólar sem áður voru einsetnir eru nú tvísetnir, og sumir jafnvel þrísettir. Raforkuframleiðslan, sem var tæp fyrir, annar engan vegin eftirspurninni. Álagið á heilbrigðiskerfið er einnig gríðarlegt. „Þrátt fyrir allt þetta taka Líbanar vel á móti öllum þessum flóttamönnum. Það er í raun alveg stórkostlegt,“ segir Þórir.Rauði krossinn rekur þrjár færanlegar læknisstöðvar í Líbanon. Þessi móðir kom með nýfætt barn sitt og litlu dóttur sína í læknisskoðun þegar læknirinn kom í heimsókn. Fjölskyldan flúði ófriðinn í Sýrlandi, og býr nú í skólastofu í litlum bæ í Norður-Líbanon ásamt fleiri fjölskyldum.Fréttablaðið/vilhelmRauði krossinn rekur þrjár færanlegar sjúkrastöðvar sem fara á milli þorpa til að veita læknisaðstoð, auk þess sem boðið er upp á ýmiskonar fræðslu og fyrirbyggjandi aðgerðir. Stöðvarnar eru kostaðar af norska og íslenska Rauða krossinum. „Heilbrigðiskerfið í Líbanon er einkarekið, og það kostar mjög mikið að fara á spítala. Sýrlenskir flóttamenn hafa upp til hópa ekki efni á slíku, svo þessi læknisaðstoð sem Rauði krossinn er að veita, sem Íslendingar hafa lagt fé til, verður oft til þess að fólk fái læknisaðstoð sem það hefði ella ekki fengið,“ segir Þórir.Togstreita vegna flóttamanna Opinberar tölur í Líbanon segja að það séu 760 þúsund sýrlenskir flóttamenn skráðir í landinu, en flestir eru sammála um að þeir séu mun fleiri. Sumir vilja tvöfalda þá tölu, en líklegast er að flóttamennirnir séu að lágmarki rúm milljón. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem flóttamenn streyma yfir landamæri Sýrlands og Líbanon, en síðast þegar það gerðist lá straumurinn í hina áttina. Mikill fjöldi líbanskra flóttamanna fengu hæli í Sýrlandi á meðan fimmtán ára borgarastyrjöld í Líbanon geisaði. Mörgum Líbönum finnst því mikilvægt að launa greiðann.Heilbrigðisþjónustan í Líbanon er einkarekin og því mjög dýrt að leita til læknis. Margir sækja því í læknisþjónustu á vegum Rauða krossins, eins og faðir þessarar stúlku sem varð aðeins um í læknisskoðuninni. Þó læknisþjónustan sé vel sótt voru ekki miklar raðir þennan daginn, rúmlega tíu foreldrar biðu með börnin sín eftir því að hitta lækninn.Fréttablaðið/vilhelmÞrátt fyrir að Líbanar taki óhikað við flóttamönnum frá Sýrlandi ber sífelt meira á togstreitu milli Sýrlendinga og heimamanna í Líbanon. Sumir flóttamannanna hafa einhverja peninga milli handanna og stofna matsölustaði eða önnur lítil fyrirtæki sem keppa við þau sem fyrir voru. Aðrir taka vinnu sem býðst, þó launin séu langt undir því sem Líbanar myndu sætta sig við. „Ég varð ekki var við þetta, en við vitum að það kemur upp ýmiskonar núningur,“ segir Þórir. Hann segir fólk gera það sem það geti til að bjarga sér. Margar sýrlenskra fjölskyldur lifa af tekjum barna sem eru send í vinnur út á akur. Einu tekjur fjölskyldu sem hann hitti koma frá dreng sem erfiðar rúma sextán tíma á sólarhring í marvöruverslun.Foreldrar sem koma með börnin sín í læknisskoðun fá einnig fræðslu um hreinlæti, sjúkdóma og annað sem þau þurfa að vita. Rauði krossinn býður einnig upp á ýmiskonar sálrænan stuðning, einkum fyrir konur og börn. Þá eru myndaðir hópar þar sem spjallað er um það sem fólkinu liggur á hjarta.Fréttablaðið/vilhelmÓttast átök í Líbanon Pólitískt ástand í Líbanon hefur verið óstöðugt undanfarið, og óttast margir að átökin í Sýrlandi geti orðið til þess að upp úr sjóði í landinu. Það yrði enn hræðilegra en ella í ljósi þess mikla fjölda sýrlenskra flóttamanna sem hafa flúið átökin til Líbanon. „Það væri hrikalegt ef átökin færðust yfir til Líbanon,“ segir Þórir. „Það er mikil spenna í landinu eftir borgarastyrjöldina, en flestir Líbanar virðast staðráðnir í að láta það ekki gerast. Ég sé ekki að spennan sé að ná þeim hæðum að það sé mikil hætta á átökum.“Börn flóttamanna þurfa menntun eins og önnur börn. Í þessum skóla í Shatila-flóttamannabúðunum í Beirút mæta palestínsk börn í skólann fyrir hádegi, og þessir Sýrlensku krakkar fá sína menntun eftir hádegi.Fréttablaðið/vilhelmLíbanon í hnotskurn Mannfjöldi: Um 4,1 milljónir áætlað. Síðasta manntal var gert 1932 og hefur ekki verið endurtekið af pólitískum ástæðum.Höfuðborg: Beirút.Flatarmál: 10.452 ferkílómetrar.Landamæri: Líbanon á landamæri að Sýrlandi og Ísrael.Stjórnkerfi: Líbanon er lýðræðisríki, en æðstu embættum er skipt milli trúarhópa samkvæmt skiptingu sem ákveðin var eftir að landið fékk sjálfstæði árið 1943. Skiptingin byggir á síðasta manntali sem gert var í landinu, árið 1932, þegar kristnir voru í meirihluta í landinu. Samkvæmt henni er skal forsetinn alltaf vera kristinnar trúar, forsætisráðherrann súnní-múslimi og forseti þingsins shía-múslimi. Trúarbrögð: Um 60 prósent landsmanna eru islamstrúar, og skiptast í shía, súnní, drúsa og fleiri hópa. Um 39 prósent eru kristnir, og skiptast í ýmsa kristna trúarhópa. Eitt prósent eru annarrar trúar.Fjölmargir Palestínumenn flúðu Ísrael á fimmta áratugnum. Talsverður fjöldi þeirra flúði til Líbanon, þar sem þeir og afkomendur þeirra hafa átt nöturlega ævi. Aðrir, eins og þessi palestínska fjölskylda, flúðu til Sýrlands. Nú hafa þau þurft að flýja land öðru sinni, og eru orðnir flóttamenn í Líbanon. Drengurinn er með sprengjubrot grafið í fætinum, en fjölskyldan hefur ekki efni á því að láta finna það og fjarlægja.Sagan: Líbanon á sér langa sögu, frá því löngu fyrir þá tíð þegar Fönikíumenn sigldu þaðan um allt Miðjarðarhaf á fyrsta árþúsundinu fyrir Krist. Landið varð frönsk nýlenda, en öðlaðist sjálfstæði eftir að Þjóðverjar hernámu Frakkland í seinni heimsstyrjöldinni. Borgarastyrjöld ríkti í landinu á árunum 1975 til 1990. Landið varð vígvöllur þar sem Sýrland og Ísrael studdu leynt og ljóst ólíka hópa í borgarastyrjöldinni. Ísrael tók hluta landsins og hélt honum til ársins 2000, en sýrlenskir hermenn voru í Líbanon allt til ársins 2005.Pólitískt ástand: Forsætisráðherra Líbanon, Najib Mikati, sagði af sér í mars 2013 eftir að honum mistókst að halda ríkisstjórn sinni saman. Í kjölfarið var kosningum sem halda átti í júní frestað, og er nú áformað að kjósa í nóvember á næsta ári. Sérfræðingar telja ástandið í Líbanon afar óstöðugt, og óttast að átökin í Sýrlandi geti náð til Líbanon áður en langt um líður. Vígamenn frá Líbanon eru sagðir berjast beggja vegna víglínunnar í Sýrlandi.Flóttamenn í Líbanon búa sjaldnast í stórum skipulögðum flóttamannabúðu. Oft slær lítill hópur fólks upp tjöldum í litlum þyrpingum við bæi og borgir.Safna fé á ÍslandiRauði kross Íslands safnar nú fé til að bregðast við þeirri gríðarlegu neyði sem ríkir í Sýrlandi, og þeim mikla fjölda fólks sem er á flótta bæði innan Sýrlands og í nágrannaríkjum eins og Líbanon. Þeir sem vilja leggja söfnuninni lið geta hringt eða sent sms í söfnunarsíma. Númerin eru 904-1500, 904-2500 og 904-5500. Með því bætist við upphæð sem nemur síðustu fjórum tölunum í símanúmerinu við næsta símreikning. Einnig er hægt að leggja beint inn á reikning 0342-26-12, kennitala 530269-2649.
Mest lesið Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Móðan gæti orðið langvinn Innlent Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Innlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Innlent Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Innlent Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Erlent Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Innlent Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Innlent Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Sjá meira