Tískuvikan í Kaupmannahöfn fór fram í síðustu viku og þar sýndi fjöldi hönnuða haust- og vetrarlínur sínar fyrir 2013. Vivienne Westwood var á meðal hönnuða tískuvikunnar og sýndi þar Anglomania-línu sína. Sé tekið mið af línum norrænu hönnuðanna sem sýndu á tískuvikunni munu gráir tónar og leður vera áberandi næsta haust.
Gráminn ræður ríkjum
