Erlent

Berbrjósta bleyttu biskupinn

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
Leonard var í miðjum fyrirlestri þegar konurnar hlupu að honum með vatnsflöskur í hönd.
Leonard var í miðjum fyrirlestri þegar konurnar hlupu að honum með vatnsflöskur í hönd.
Berbrjósta mótmælendur úr baráttusamtökunum FEMEN ruddust inn á fyrirlestur belgíska erkibiskupsins Andre-Joseph Leonard við ULB-háskólann í Brussel og gegnbleyttu hann.

Leonard var í miðjum fyrirlestri um guðlast þegar konurnar hlupu að honum með vatnsflöskur í hönd og létu bunurnar dynja á honum.

Voru þær með því að mótmæla ummælum erkibiskupsins um samkynhneigð, en hann hefur fordæmt hana opinberlega.

Í yfirlýsingu samtakanna segir að þau fordæmi trúaráróður sem felur í sér fordóma gegn samkynhneigð og skerðingu kvenfrelsis.

Konurnar létu bunurnar dynja á biskupnum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×