„Þetta er ekki réttarríki“ Elísabet Hall skrifar 21. október 2013 18:44 Ómar Ragnarsson Hraunavinir mótmæltu vegaframkvæmdum við Gálgahraun í dag með því að leggjast á jörðina fyrir framan vinnuvélarnar. Fjöldi náttúruverndarsinna voru fjarlægðir af vettvangi og fluttir í fangaklefa þar sem þeir biðu eftir lögfræðiaðstoð. Reynir Ingibjartsson, formaður Hraunavina, segir samstöðuna mikla og þau hafi fullan rétt á að mótmæla vegaframkvæmdunum friðsamlega og það hafi aðeins verið lögreglan sem hafi látið ófriðlega. „Við bara mættum á svæðið sjálfboðaliðarnir eins og við höfum gert undanfarnar vikur og síðan birtast hérna lögreglumenn og stærðarinnar grafa. Hér hafa síðan staðið yfir handtökur og fólk borið í burtu. Við teljum okkur vera hérna í fullum rétti. Við erum hreinlega að verja lögin í landinu. Það eru fleiri lögreglumenn hérna en mótmælendur sem eru að verja landið. Ég hefði aldrei trúað því að það kæmi til atburða eins og þessa hérna. Þetta eru verðmæti fyrir komandi kynslóðir og við erum að reyna að passa það.“ Farið var fram á lögbann við lagningu vegarins en því var synjað á þeim forsendum að þau fjögur umhverfissamtök sem fóru fram á það hefðu ekki aðild að málinu. Hafa samtökin kært úrskurð héraðsdóms um að ekki skuli leitað ráðgefandi álits EFTA-dómstólsins um hvort þau eigi hagsmuna að gæta. Ómar Ragnarsson segir ótrúlegt að gripið sé til aðgerða gagnvart mótmælendum á meðan niðurstaða dómstóla liggi ekki fyrir. Ég skil ekki af hverju það er ekki hægt að bíða eftir niðurstöðu Hæstaréttar þessu máli. Mér finnst fáránlegt að koma hér með sveit manna sem byrjar að handtaka fólk vegna þess málið er ennþá í gangi. Þetta er ótrúleg tímasetning að bíða ekki eftir hæstaréttarúrskurði og þetta er ekki réttarríki sem við lifum í ef þetta á að vera svona. Um leið og jarðýta fer hingað inn á hraunið þá verður það ekki aftur tekið. Og það er kannski það sem er ætlunin, að valda nógu miklum skemmdum á hrauninu svo ekki verði aftur snúið.“ Og Ómar var svo skömmu síðar fluttur í fangaklefa eftir að hafa neitað að færa sig af svæðinu. Sumir mótmælendur létu sér þó ekki segjast og voru mætti aftur seinna um daginn eftir að losna úr fangaklefum og færðir aftur í hald lögreglu seinna um daginn. Aðspurður hvort lögregla hafi gengið harkalega fram við handtökuna sagði Ómar svo ekki hafa verið: „Nei, þvert á móti þá var það þannig að ég hefði aldrei getað ímyndað mér það þegar ég var yngri að íslenska lögrelgan ætti eftir að bera mig á höndum sér.“ Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Fleiri fréttir „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Sjá meira
Hraunavinir mótmæltu vegaframkvæmdum við Gálgahraun í dag með því að leggjast á jörðina fyrir framan vinnuvélarnar. Fjöldi náttúruverndarsinna voru fjarlægðir af vettvangi og fluttir í fangaklefa þar sem þeir biðu eftir lögfræðiaðstoð. Reynir Ingibjartsson, formaður Hraunavina, segir samstöðuna mikla og þau hafi fullan rétt á að mótmæla vegaframkvæmdunum friðsamlega og það hafi aðeins verið lögreglan sem hafi látið ófriðlega. „Við bara mættum á svæðið sjálfboðaliðarnir eins og við höfum gert undanfarnar vikur og síðan birtast hérna lögreglumenn og stærðarinnar grafa. Hér hafa síðan staðið yfir handtökur og fólk borið í burtu. Við teljum okkur vera hérna í fullum rétti. Við erum hreinlega að verja lögin í landinu. Það eru fleiri lögreglumenn hérna en mótmælendur sem eru að verja landið. Ég hefði aldrei trúað því að það kæmi til atburða eins og þessa hérna. Þetta eru verðmæti fyrir komandi kynslóðir og við erum að reyna að passa það.“ Farið var fram á lögbann við lagningu vegarins en því var synjað á þeim forsendum að þau fjögur umhverfissamtök sem fóru fram á það hefðu ekki aðild að málinu. Hafa samtökin kært úrskurð héraðsdóms um að ekki skuli leitað ráðgefandi álits EFTA-dómstólsins um hvort þau eigi hagsmuna að gæta. Ómar Ragnarsson segir ótrúlegt að gripið sé til aðgerða gagnvart mótmælendum á meðan niðurstaða dómstóla liggi ekki fyrir. Ég skil ekki af hverju það er ekki hægt að bíða eftir niðurstöðu Hæstaréttar þessu máli. Mér finnst fáránlegt að koma hér með sveit manna sem byrjar að handtaka fólk vegna þess málið er ennþá í gangi. Þetta er ótrúleg tímasetning að bíða ekki eftir hæstaréttarúrskurði og þetta er ekki réttarríki sem við lifum í ef þetta á að vera svona. Um leið og jarðýta fer hingað inn á hraunið þá verður það ekki aftur tekið. Og það er kannski það sem er ætlunin, að valda nógu miklum skemmdum á hrauninu svo ekki verði aftur snúið.“ Og Ómar var svo skömmu síðar fluttur í fangaklefa eftir að hafa neitað að færa sig af svæðinu. Sumir mótmælendur létu sér þó ekki segjast og voru mætti aftur seinna um daginn eftir að losna úr fangaklefum og færðir aftur í hald lögreglu seinna um daginn. Aðspurður hvort lögregla hafi gengið harkalega fram við handtökuna sagði Ómar svo ekki hafa verið: „Nei, þvert á móti þá var það þannig að ég hefði aldrei getað ímyndað mér það þegar ég var yngri að íslenska lögrelgan ætti eftir að bera mig á höndum sér.“
Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Fleiri fréttir „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Sjá meira