Fótbolti

Gylfi Sigurðsson í eldlínunni

Gylfi Sigurðsson - MYND/AFP
Gylfi Sigurðsson - MYND/AFP
Gylfi Sigurðsson og félagar verða í eldlínunni kl. 15.00 í dag þegar Tottenham tekur á móti Aston Villa í ensku úrvalsdeildinni.

Íslendingar bíða spenntir eftir að sjá Gylfa spila eftir landsleikjahléið þar sem hann spilaði stórkostlega með íslenska karla landsliðinu. Gylfi skoraði eitt mark gegn Kýpur hérna heima og lagði upp markið sem Kolbeinn Sigþórsson skoraði gegn Noregi í Osló.

Gylfi hefur einnig verið funheitur með Tottenham upp á síðkastið og skoraði meðal annars eina mark liðsins gegn Chelsea í lok september.

Á morgun verður dregið um hvaða lið mætast í umspilsleikjunum um laus sæti á heimsmeistaramótið í Brasilíu. Ísland getur mætt Portúgal, Grikklandi, Króatíu og Úkraínu og fara leikirnir fram 15. og 19. nóvember.

Alfreð Finnbogason, leikmaður Heerenveen, skoraði fyrir sitt lið í gær gegn Vitesse og þá skoraði Kolbeinn Sigþórsson, leikmaður Ajax, jöfnunarmark gegn FC Twente. Strákarnir halda sér á tánum fyrir komandi verkefni með íslenska landsliðinu sem er það mikilvægasta sem það hefur tekið þátt í.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×