Tókst hið ómögulega Ragnheiður Tryggvadóttir skrifar 30. september 2013 17:00 Atli Fannar Bjarkason tekur þátt í Meistaramánuði í annað sinn. Mynd/Gva Atli Fannar Bjarkason, aðstoðarmaður formanns Bjartrar framtíðar, tekur þátt í meistaramánuði nú í annað sinn. Hann segir auðveldara en margur heldur að breyta til en sjálfur náði hann markmiði sínu í réttstöðulyftu sem hann hafði talið ómögulegt, 180 kíló. Hann át einnig tvo kexpakka á þremur mínútum en það var þó ekki eitt af settum markmiðum. Markmiðin voru að borða ekkert nammi, engar kökur og ekkert kex þennan mánuð. Eins ætlaði ég að gera góðverk á hverjum degi, sem reyndist meira en að segja það. Svo vildi ég setja persónulegt met í réttstöðulyftu og lyfta 180 kílóum. Það tókst á þriðja degi, alveg óvart, sem var reyndar frekar fúlt. Það er samt gott að fá að koma þessu á framfæri hér því mér finnst mikilvægt að þjóðin viti hvað ég get „deddað“ miklu,“ segir Atli Fannar Bjarkason, aðstoðarmaður formanns Bjartrar framtíðar, en hann tók fyrst þátt í meistaramánuðinum á síðasta ári.Atli Fannar kom sjálfum sér á óvart þegar hann lyfti 180 kílóum á þriðja degi meistaramánaðar.MYND/ÚR EINKASAFNIEkki gekk allt jafn áreynslulaust og réttstöðulyftan og bugaðist Atli á elleftu stundu í óhollustubindindinu. „Ég var gjörsamlega aðframkominn þar sem ég sat á síðasta degi og beið eftir að klukkan slægi tólf. Klukkan tíu fór ég út í búð og keypti tvo kexpakka. Kláraði þá á þremur mínútum! Ég er svo mikið fyrir kex.“ Hann vill þó ekki viðurkenna að hafa þar með mistekist. „Nei, klukkan var orðin tólf einhvers staðar í heiminum. Mögulega á meginlandi Evrópu.“ En hvernig gekk að gera eitt góðverk á dag? „Ég held að það hafi náðst. Stundum gerði ég fleiri en eitt á dag svo það hlýtur að hafa jafnast út. Ég var til dæmis mjög duglegur að setja klink í söfnunarbauka og var fyrir vikið afar blankur þennan mánuð.“ Atli hélt utan um árangurinn með því að blogga daglega á atlifannar.wordpress.com. Til að byrja með voru færslurnar metnaðarfullar en fljótlega dró þó úr. „Þær urðu frekar leiðigjarnar. Það er nefnilega auðveldara en maður heldur að breyta til og færslurnar urðu því mjög einsleitar,“ segir hann. „Það var til dæmis mjög leiðinlegt að hafa náð réttstöðulyftunni strax. Ég ætlaði að hafa þetta svo táknrænt síðasta daginn. Þetta hefði átt að vera ómögulegt markmið. Ég var bara 72 kíló á þessum tíma. Ég er ekki einu sinni genetískt sterkur.“ Atli ætlar að vera með aftur þetta árið og bjóða kexpökkunum birginn á ný, borða hollt og skera niður fitu á markvissari hátt. Hann ætlar líka að sleppa því að drekka áfengi en hefur minnstar áhyggjur af því. „Það er ekkert mál, ég gæti gert það standandi á höndum.“ En hefur meistaramánuðurinn breytt lífsstíl Atla Fannars? „Mér finnst hann mjög góð áminning á hverju ári til þess að skerpa á hlutunum.“Atli Fannar mun blogga um árangurinn í ár eins og í fyrra. Færslurnar má lesahér Meistaramánuður Mest lesið Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda Lífið „Fólk hló og grét til skiptis“ Lífið Tíu stellingar sem örva G-blettinn Lífið Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Lífið Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Lífið Glæsihús augnlæknis til sölu Lífið Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó Menning Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Lífið Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Lífið Fleiri fréttir Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjá meira
Atli Fannar Bjarkason, aðstoðarmaður formanns Bjartrar framtíðar, tekur þátt í meistaramánuði nú í annað sinn. Hann segir auðveldara en margur heldur að breyta til en sjálfur náði hann markmiði sínu í réttstöðulyftu sem hann hafði talið ómögulegt, 180 kíló. Hann át einnig tvo kexpakka á þremur mínútum en það var þó ekki eitt af settum markmiðum. Markmiðin voru að borða ekkert nammi, engar kökur og ekkert kex þennan mánuð. Eins ætlaði ég að gera góðverk á hverjum degi, sem reyndist meira en að segja það. Svo vildi ég setja persónulegt met í réttstöðulyftu og lyfta 180 kílóum. Það tókst á þriðja degi, alveg óvart, sem var reyndar frekar fúlt. Það er samt gott að fá að koma þessu á framfæri hér því mér finnst mikilvægt að þjóðin viti hvað ég get „deddað“ miklu,“ segir Atli Fannar Bjarkason, aðstoðarmaður formanns Bjartrar framtíðar, en hann tók fyrst þátt í meistaramánuðinum á síðasta ári.Atli Fannar kom sjálfum sér á óvart þegar hann lyfti 180 kílóum á þriðja degi meistaramánaðar.MYND/ÚR EINKASAFNIEkki gekk allt jafn áreynslulaust og réttstöðulyftan og bugaðist Atli á elleftu stundu í óhollustubindindinu. „Ég var gjörsamlega aðframkominn þar sem ég sat á síðasta degi og beið eftir að klukkan slægi tólf. Klukkan tíu fór ég út í búð og keypti tvo kexpakka. Kláraði þá á þremur mínútum! Ég er svo mikið fyrir kex.“ Hann vill þó ekki viðurkenna að hafa þar með mistekist. „Nei, klukkan var orðin tólf einhvers staðar í heiminum. Mögulega á meginlandi Evrópu.“ En hvernig gekk að gera eitt góðverk á dag? „Ég held að það hafi náðst. Stundum gerði ég fleiri en eitt á dag svo það hlýtur að hafa jafnast út. Ég var til dæmis mjög duglegur að setja klink í söfnunarbauka og var fyrir vikið afar blankur þennan mánuð.“ Atli hélt utan um árangurinn með því að blogga daglega á atlifannar.wordpress.com. Til að byrja með voru færslurnar metnaðarfullar en fljótlega dró þó úr. „Þær urðu frekar leiðigjarnar. Það er nefnilega auðveldara en maður heldur að breyta til og færslurnar urðu því mjög einsleitar,“ segir hann. „Það var til dæmis mjög leiðinlegt að hafa náð réttstöðulyftunni strax. Ég ætlaði að hafa þetta svo táknrænt síðasta daginn. Þetta hefði átt að vera ómögulegt markmið. Ég var bara 72 kíló á þessum tíma. Ég er ekki einu sinni genetískt sterkur.“ Atli ætlar að vera með aftur þetta árið og bjóða kexpökkunum birginn á ný, borða hollt og skera niður fitu á markvissari hátt. Hann ætlar líka að sleppa því að drekka áfengi en hefur minnstar áhyggjur af því. „Það er ekkert mál, ég gæti gert það standandi á höndum.“ En hefur meistaramánuðurinn breytt lífsstíl Atla Fannars? „Mér finnst hann mjög góð áminning á hverju ári til þess að skerpa á hlutunum.“Atli Fannar mun blogga um árangurinn í ár eins og í fyrra. Færslurnar má lesahér
Meistaramánuður Mest lesið Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda Lífið „Fólk hló og grét til skiptis“ Lífið Tíu stellingar sem örva G-blettinn Lífið Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Lífið Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Lífið Glæsihús augnlæknis til sölu Lífið Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó Menning Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Lífið Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Lífið Fleiri fréttir Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjá meira