Markmið geta breytt lífsgæðum Elín Albertsdóttir skrifar 30. september 2013 20:00 Þorsteinn Kári Jónsson, einn upphafsmanna Meistaramánaðar, stýrir nýjum þáttum um Meistaramánuð á Stöð 2 MYND/PJETUR Þorsteinn Kári er umsjónarmaður sjónvarpsþáttarins Meistaramánuður sem frumsýndur var á Stöð 2 síðastliðinn fimmtudag. „Ég vinn þessa þætti með Karen Kjartansdóttur fréttamanni en þeir verða sex talsins. Við fáum sérfræðinga til að ræða um ýmis atriði varðandi sjálfsskoðun, skipulagningu og markmiðasetningu. Við spyrjum til dæmis hvað þarf að tileinka sér til að setja sér skýrari og betri markmið. Einnig ætlum við að fylgjast með þátttakendum í Meistaramánuði. Vonandi fáum við skemmtilegar reynslusögur,“ svarar Þorsteinn þegar hann er spurður út í þættina. Meðal viðmælenda í fyrsta þættinum voru tvær ungar og hugrakkar stúlkur, önnur glímir við geðhvörf en hin hjartasjúkdóm. „Við spurðum þær hvernig þær nýta sér Meistaramánuðinn með því að setja sér ákveðin markmið. Þá er rætt við fólk um þau takmörk að verða betri manneskjur og ná betri takti í lífinu,“ segir Þorsteinn. Þorsteinn og vinur hans, Magnús Berg Magnússon, voru í námi á sama tíma í Kaupmannahöfn. Þeir ræddu oft um hvernig þeir gætu breytt lífi sínu til betri vegar til að ná meiri einbeitingu í námi, til dæmis með því að borða hollari mat, vakna fyrr á morgnana, sleppa áfengisdrykkju um helgar og þess háttar. „Einn daginn tókum við þá ákvörðun að gera eitthvað róttækt í málunum og skora hvor á annan í einn mánuð. Við ákváðum að vakna klukkan hálfsex á morgnana og fara út að hlaupa en ég hafði ekki hreyft mig lengi á þessum tíma. Tappinn var settur í flöskuna og við breyttum mataræðinu til betri vegar. Á nokkrum dögum fundum við mikinn mun á okkur. Maður mætti úthvíldur, hress, kátur og orkumikill í skólann. Það var ótrúlegt hversu miklu við komum í verk fyrir hádegi. Þegar maður fer að reyna á sig, ögra sér og gera kröfur til sín verður það smátt og smátt auðvelt og kemst upp í vana. Það sem er svo áhugavert við þetta er að þessir þrjátíu dagar duga til að breyta lífsviðhorfinu til betri vegar,“ segir Þorsteinn. Hann segist hafa verið mikill b-maður og þess vegna sé það skemmtilegt hversu vel honum tókst að stilla líkamsklukku sína upp á nýtt. „Ef maður er skipulagður og heiðarlegur við sjálfan sig er ótrúlegt hversu hægt er að áorka á stuttum tíma. Ég er mun betur á mig kominn líkamlega en ég var þótt ég hafi aldrei hugsað þetta sem megrun. Með aukinni hreyfingu og betra mataræði kemur hitt af sjálfu sér.“ Meistaramánuður snýst þó ekkert endilega um hreyfingu eða mataræði heldur alls kyns áskoranir. „Það er ákveðið hópefli sem fer í gang í Meistaramánuðinum en markmiðin geta verið mismunandi; lesa fleiri bækur, læra að elda, nota tannþráð á hverjum degi, fara í myndlistarnám eða bara láta gamla drauma rætast.“ Meistaramánuður Mest lesið Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda Lífið „Fólk hló og grét til skiptis“ Lífið Tíu stellingar sem örva G-blettinn Lífið Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Lífið Glæsihús augnlæknis til sölu Lífið Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Lífið Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó Menning Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Lífið Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Lífið Fleiri fréttir Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Sjá meira
Þorsteinn Kári er umsjónarmaður sjónvarpsþáttarins Meistaramánuður sem frumsýndur var á Stöð 2 síðastliðinn fimmtudag. „Ég vinn þessa þætti með Karen Kjartansdóttur fréttamanni en þeir verða sex talsins. Við fáum sérfræðinga til að ræða um ýmis atriði varðandi sjálfsskoðun, skipulagningu og markmiðasetningu. Við spyrjum til dæmis hvað þarf að tileinka sér til að setja sér skýrari og betri markmið. Einnig ætlum við að fylgjast með þátttakendum í Meistaramánuði. Vonandi fáum við skemmtilegar reynslusögur,“ svarar Þorsteinn þegar hann er spurður út í þættina. Meðal viðmælenda í fyrsta þættinum voru tvær ungar og hugrakkar stúlkur, önnur glímir við geðhvörf en hin hjartasjúkdóm. „Við spurðum þær hvernig þær nýta sér Meistaramánuðinn með því að setja sér ákveðin markmið. Þá er rætt við fólk um þau takmörk að verða betri manneskjur og ná betri takti í lífinu,“ segir Þorsteinn. Þorsteinn og vinur hans, Magnús Berg Magnússon, voru í námi á sama tíma í Kaupmannahöfn. Þeir ræddu oft um hvernig þeir gætu breytt lífi sínu til betri vegar til að ná meiri einbeitingu í námi, til dæmis með því að borða hollari mat, vakna fyrr á morgnana, sleppa áfengisdrykkju um helgar og þess háttar. „Einn daginn tókum við þá ákvörðun að gera eitthvað róttækt í málunum og skora hvor á annan í einn mánuð. Við ákváðum að vakna klukkan hálfsex á morgnana og fara út að hlaupa en ég hafði ekki hreyft mig lengi á þessum tíma. Tappinn var settur í flöskuna og við breyttum mataræðinu til betri vegar. Á nokkrum dögum fundum við mikinn mun á okkur. Maður mætti úthvíldur, hress, kátur og orkumikill í skólann. Það var ótrúlegt hversu miklu við komum í verk fyrir hádegi. Þegar maður fer að reyna á sig, ögra sér og gera kröfur til sín verður það smátt og smátt auðvelt og kemst upp í vana. Það sem er svo áhugavert við þetta er að þessir þrjátíu dagar duga til að breyta lífsviðhorfinu til betri vegar,“ segir Þorsteinn. Hann segist hafa verið mikill b-maður og þess vegna sé það skemmtilegt hversu vel honum tókst að stilla líkamsklukku sína upp á nýtt. „Ef maður er skipulagður og heiðarlegur við sjálfan sig er ótrúlegt hversu hægt er að áorka á stuttum tíma. Ég er mun betur á mig kominn líkamlega en ég var þótt ég hafi aldrei hugsað þetta sem megrun. Með aukinni hreyfingu og betra mataræði kemur hitt af sjálfu sér.“ Meistaramánuður snýst þó ekkert endilega um hreyfingu eða mataræði heldur alls kyns áskoranir. „Það er ákveðið hópefli sem fer í gang í Meistaramánuðinum en markmiðin geta verið mismunandi; lesa fleiri bækur, læra að elda, nota tannþráð á hverjum degi, fara í myndlistarnám eða bara láta gamla drauma rætast.“
Meistaramánuður Mest lesið Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda Lífið „Fólk hló og grét til skiptis“ Lífið Tíu stellingar sem örva G-blettinn Lífið Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Lífið Glæsihús augnlæknis til sölu Lífið Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Lífið Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó Menning Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Lífið Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Lífið Fleiri fréttir Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Sjá meira