Loksins eru allir leikmenn í toppstandi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 31. október 2013 06:30 mynd KSÍ „Staðan á hópnum er mjög góð. Þær eru allar heilar og engin veik eða slöpp. Allir í toppstandi. Það er mjög jákvætt,“ sagði landsliðsþjálfarinn Freyr Alexandersson í samtali við Fréttablaðið í gær. Kvennalandsliðið mætir Serbum ytra í dag í undankeppni heimsmeistaramótsins 2015. Sif Atladóttur var sárt saknað í 2-0 tapinu gegn Sviss og þá fór Margrét Lára Viðarsdóttir meidd af velli í leik með Kristianstad á dögunum. Freyr segir þær hafa æft af kappi líkt og aðrir leikmenn og séu klárar. Okkar stelpur hafa verið við æfingar ytra í vikunni og hafa haft nóg fyrir stafni enda margt sem þarf að ræða og gera. „Við gerðum upp leikinn gegn Sviss á mánudaginn og fórum yfir hvað við lærðum af því verkefni,“ segir Freyr um tapið á Laugardalsvelli í fyrsta leik Íslands í riðlinum. Síðan hafi verið unnið í sóknarleiknum enda markmiðið að halda boltanum betur en tókst gegn Sviss. „Við viljum geta fært leikmenn ofar á völlinn og í betri stöður,“ segir Freyr en einnig hefur umræða um hugarfar og hvert íslenska liðið stefni verið á verkefnalistanum í Serbíu. Freyr er ánægður með viðbrögð leikmanna. „Það eru allir mjög einbeittir og gera sér grein fyrir því sem gengið hefur á síðasta árið hvað úrslit varðar. Allir vilja taka þátt í því að byrja upp á nýtt,“ segir Freyr. Þjálfarinn hélt utan til Serbíu fyrir liðna helgi ásamt Ásmundi Haraldsson, nýráðnum aðstoðarmanni sínum. Sáu þeir viðureign Serba og Dana sem lauk með 1-1 jafntefli. Óhætt er að segja að úrslitin hafi verið óvænt en Serbar höfðu áður tapað 9-0 fyrir Sviss. „Þær eru vel skipulagðar og hafa lagað það síðan í leiknum við Sviss,“ segir Freyr um andstæðinginn. Ýmislegt kom á óvart í uppstillingu Serba. Þannig lék stjörnuframherjinn Jovana Damnjanovi, sem spilar með Evrópumeisturum Wolfsburg, í stöðu vinstri bakvarðar. Vesna Smiljkovi, leikmaður ÍBV, bar fyrirliðabandið og lék í stöðu hægri bakvarðar. Vesna spilar sömuleiðis allajafna framar á vellinum. „Þær vilja vera með sóknarsinnaða bakverði. Þær spila aftarlega og loka svæðum en eru eldfljótar fram þegar þær sækja,“ segir Freyr. Danka Podovac, miðjumaður Stjörnunnar, er í lykilhlutverki á miðjunni og á að stjórna spili liðsins. Heitt hefur verið í veðri í Serbíu. Um 25 stig í upphafi vikunnar, var um 20 stig í gær og reiknað er með um 15 stiga hita í dag. Spilað verður á FK Obilic-leikvanginum í Belgrad þar sem stelpurnar okkar æfðu í gær. „Völlurinn er sléttur en grjótharður. Ég óskaði eftir því að völlurinn yrði vökvaður og mýktur fyrir leik. Það verður að koma í ljós hvort þeir verða við þeirri ósk. Við vitum hins vegar hvernig völlurinn er og við bregðumst við því.“ Leikurinn í Serbíu hefst klukkan 13 og verður fylgst með gangi mála á Vísi. Fótbolti Mest lesið „Engar svakalegar reglur hér“ Fótbolti Treyjan hans Bjarka í góðum höndum hjá Mainoo Fótbolti Lokaæfing fyrir EM tekin í þrumum og eldingum Fótbolti Biðjast afsökunar á kynningarmyndbandi Fótbolti „Þetta er svekkjandi“ Fótbolti „Mitt persónulega markmið að kveikja í stuðningsmönnum Vals“ Fótbolti „Vonbrigði að komast ekki í úrslitin í fyrra“ Fótbolti Trent lagði upp er Madrídingar komust í átta liða úrslit Fótbolti Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Handbolti „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Lokaæfing fyrir EM tekin í þrumum og eldingum „Þetta er svekkjandi“ „Engar svakalegar reglur hér“ „Vonbrigði að komast ekki í úrslitin í fyrra“ Treyjan hans Bjarka í góðum höndum hjá Mainoo „Mitt persónulega markmið að kveikja í stuðningsmönnum Vals“ Trent lagði upp er Madrídingar komust í átta liða úrslit Biðjast afsökunar á kynningarmyndbandi „Þegar allir eru tilbúnir að gefa af sér þá gerast svona hlutir“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-1 | Valur í úrslit Innkoma Caulker jákvæð: „Tekið vel á varnarhlutanum“ Klár í erfiðan slag við Ísland: „Þær eru fljótar en við erum með svipað lið“ „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ Glódís alveg búin að kveðja meiðslin og allar klárar í slag við Finna Svona var fundurinn fyrir fyrsta leik Íslands á EM Þjálfari Finna segir sitt lið þurfa að varast Sveindísi „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Fjöldi Íslendinga á EM og Tólfan slær taktinn Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Orðnar vanar hitanum án loftkælingar en fannst rigningin góð Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ EM í dag: Ánægjuleg truflun og þungu fargi létt Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Hefur haldið hreinu oftast allra og nálgast leikjametið „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Bonmatí komin til móts við spænska landsliðið Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Sjá meira
„Staðan á hópnum er mjög góð. Þær eru allar heilar og engin veik eða slöpp. Allir í toppstandi. Það er mjög jákvætt,“ sagði landsliðsþjálfarinn Freyr Alexandersson í samtali við Fréttablaðið í gær. Kvennalandsliðið mætir Serbum ytra í dag í undankeppni heimsmeistaramótsins 2015. Sif Atladóttur var sárt saknað í 2-0 tapinu gegn Sviss og þá fór Margrét Lára Viðarsdóttir meidd af velli í leik með Kristianstad á dögunum. Freyr segir þær hafa æft af kappi líkt og aðrir leikmenn og séu klárar. Okkar stelpur hafa verið við æfingar ytra í vikunni og hafa haft nóg fyrir stafni enda margt sem þarf að ræða og gera. „Við gerðum upp leikinn gegn Sviss á mánudaginn og fórum yfir hvað við lærðum af því verkefni,“ segir Freyr um tapið á Laugardalsvelli í fyrsta leik Íslands í riðlinum. Síðan hafi verið unnið í sóknarleiknum enda markmiðið að halda boltanum betur en tókst gegn Sviss. „Við viljum geta fært leikmenn ofar á völlinn og í betri stöður,“ segir Freyr en einnig hefur umræða um hugarfar og hvert íslenska liðið stefni verið á verkefnalistanum í Serbíu. Freyr er ánægður með viðbrögð leikmanna. „Það eru allir mjög einbeittir og gera sér grein fyrir því sem gengið hefur á síðasta árið hvað úrslit varðar. Allir vilja taka þátt í því að byrja upp á nýtt,“ segir Freyr. Þjálfarinn hélt utan til Serbíu fyrir liðna helgi ásamt Ásmundi Haraldsson, nýráðnum aðstoðarmanni sínum. Sáu þeir viðureign Serba og Dana sem lauk með 1-1 jafntefli. Óhætt er að segja að úrslitin hafi verið óvænt en Serbar höfðu áður tapað 9-0 fyrir Sviss. „Þær eru vel skipulagðar og hafa lagað það síðan í leiknum við Sviss,“ segir Freyr um andstæðinginn. Ýmislegt kom á óvart í uppstillingu Serba. Þannig lék stjörnuframherjinn Jovana Damnjanovi, sem spilar með Evrópumeisturum Wolfsburg, í stöðu vinstri bakvarðar. Vesna Smiljkovi, leikmaður ÍBV, bar fyrirliðabandið og lék í stöðu hægri bakvarðar. Vesna spilar sömuleiðis allajafna framar á vellinum. „Þær vilja vera með sóknarsinnaða bakverði. Þær spila aftarlega og loka svæðum en eru eldfljótar fram þegar þær sækja,“ segir Freyr. Danka Podovac, miðjumaður Stjörnunnar, er í lykilhlutverki á miðjunni og á að stjórna spili liðsins. Heitt hefur verið í veðri í Serbíu. Um 25 stig í upphafi vikunnar, var um 20 stig í gær og reiknað er með um 15 stiga hita í dag. Spilað verður á FK Obilic-leikvanginum í Belgrad þar sem stelpurnar okkar æfðu í gær. „Völlurinn er sléttur en grjótharður. Ég óskaði eftir því að völlurinn yrði vökvaður og mýktur fyrir leik. Það verður að koma í ljós hvort þeir verða við þeirri ósk. Við vitum hins vegar hvernig völlurinn er og við bregðumst við því.“ Leikurinn í Serbíu hefst klukkan 13 og verður fylgst með gangi mála á Vísi.
Fótbolti Mest lesið „Engar svakalegar reglur hér“ Fótbolti Treyjan hans Bjarka í góðum höndum hjá Mainoo Fótbolti Lokaæfing fyrir EM tekin í þrumum og eldingum Fótbolti Biðjast afsökunar á kynningarmyndbandi Fótbolti „Þetta er svekkjandi“ Fótbolti „Mitt persónulega markmið að kveikja í stuðningsmönnum Vals“ Fótbolti „Vonbrigði að komast ekki í úrslitin í fyrra“ Fótbolti Trent lagði upp er Madrídingar komust í átta liða úrslit Fótbolti Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Handbolti „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Lokaæfing fyrir EM tekin í þrumum og eldingum „Þetta er svekkjandi“ „Engar svakalegar reglur hér“ „Vonbrigði að komast ekki í úrslitin í fyrra“ Treyjan hans Bjarka í góðum höndum hjá Mainoo „Mitt persónulega markmið að kveikja í stuðningsmönnum Vals“ Trent lagði upp er Madrídingar komust í átta liða úrslit Biðjast afsökunar á kynningarmyndbandi „Þegar allir eru tilbúnir að gefa af sér þá gerast svona hlutir“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-1 | Valur í úrslit Innkoma Caulker jákvæð: „Tekið vel á varnarhlutanum“ Klár í erfiðan slag við Ísland: „Þær eru fljótar en við erum með svipað lið“ „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ Glódís alveg búin að kveðja meiðslin og allar klárar í slag við Finna Svona var fundurinn fyrir fyrsta leik Íslands á EM Þjálfari Finna segir sitt lið þurfa að varast Sveindísi „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Fjöldi Íslendinga á EM og Tólfan slær taktinn Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Orðnar vanar hitanum án loftkælingar en fannst rigningin góð Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ EM í dag: Ánægjuleg truflun og þungu fargi létt Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Hefur haldið hreinu oftast allra og nálgast leikjametið „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Bonmatí komin til móts við spænska landsliðið Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Sjá meira