Erlent

Engin hryðjuverkatengsl fundist

Þorgils Jónsson skrifar
Engin bein tengsl hafa enn fundist milli bræðranna Tamerlans og Dzhokhars Tsarnaev og tsjetsjenskra öfgasamtaka.
Engin bein tengsl hafa enn fundist milli bræðranna Tamerlans og Dzhokhars Tsarnaev og tsjetsjenskra öfgasamtaka.
Ekkert hefur enn komið fram sem bendlar bræðurna Tamerlan og Dzhokhar Tsarnaev, sem taldir eru bera ábyrgð á sprengjuárásinni í Boston, við íslömsk öfgasamtök. Ekkert er vitað um tilgang árásarinnar.

Foreldrar bræðranna segja heimsókn eldri bróðurins, Tamerlans, til rússnesku borgarinnar Makatsjkala í fyrra ekkert hafa tengst öfgahópum í Tsjetsjeníu.

„Hann var bara hér hjá mér í Makatsjkala,“ sagði Anzor Tsarnaev, faðir þeirra. „Hann svaf fram til þrjú á daginn, og ég spurði hann þá: „Komstu hingað til að sofa?““

Tsarnaev segir son sinn þó hafa komið með sér í tvær ferðir til Tsjetsjeníu þar sem þeir hittu frændfólk sitt.

FBI yfirheyrði Tamerlan við heimkomuna. Ekkert benti til tengsla við hryðjuverkastarfsemi.

Tamerlan lést eftir skotbardaga við lögreglu aðfaranótt föstudags og Dzhokhar fannst á föstudagskvöld eftir gríðarmikla leit. Hann er mikið særður og hefur enn ekki getað tjáð sig um málið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×