Nigella bætist í hóp beittustu viðtala Opruh Ólöf Skaftadóttir skrifar 13. desember 2013 11:06 Myndir/Getty Í réttarhöldunum yfir Nigellu Lawson í vikunni kom meðal annars fram að matseljan fræga hefur skrifað undir samning við spjallþáttadrottninguna Opruh Winfrey. Nigella ætlar að koma fram í opinskáu viðtali við hana snemma á næsta ári, þar sem hún mun rjúfa þögnina sem snýr að hjónabandi hennar og skilnaði við safnarann og galleríistann Charles Saatchi, orðrómana um fíkniefnaneyslu, sambandið við aðstoðarkonurnar Elisabetta og Francesca Grillo og dómsmálið sem hefur verið á forsíðum allra blaða í heimalandi matseljunnar frægu, Bretlandi og þótt víðar væri leitað. Þar sem einhver bið er eftir viðtalinu, er tilvalið að rifja upp einhver þau opinskáustu og beittustu viðtöl sem Oprah hefur tekið í gegnum árin.1. Þegar Lindsay Lohan játaði fíkn sína Lindsay Lohan settist niður með Opruh í ágúst á þessu ári til þess að „deila sannleikanum“ eftir að hún kom úr áfengis- og vímuefnameðferð. Stjarnan umdeilda talaði um sjálfa sig sem fíkil og lýsti stormasömu sambandi sínu við foreldrana. Hún ræddi um vont orðspor sem hún hafði skapað sér í kvikmyndabransanum og hvernig hún vonaðist til þess að snúa því við. „Svo lengi sem ég er hreinskilin við sjálfa mig og vinn vinnuna mína, er ekkert sem stendur í vegi fyrir því. Ég er minn versti óvinur og ég veit það.“2. Þegar Rihanna opnaði sig um ofbeldisfullt samband við Chris Brown Söngkonan Rihanna, oftar en ekki kölluð Riri, átti tilfinningaþrungna stund í viðtali við Opruh sem hún fór í á síðasta ári. Hún brotnaði niður þegar hún talaði um samband sitt við Chris Brown. Söngkonan sem hafði áður verið orðfá um árásina sem hún varð fyrir af hendi þáverandi kærasta síns, í febrúar 2009, rauf loksins þögnina. Hún sagðist upplifa „reiði, særindi og svik. Þetta var niðurlægjandi. Ég missti besta vin minn.“3. Þegar Lanca Armstrong viðurkenndi svindliðÍ janúar 2013 viðurkenndi hjólreiðamaðurinn við Opruh að hafa notað ólögleg lyf á ferlinum. Hann viðurkenndi að ferill hans væri byggður á „stórri lygi sem ég endurtók.“ Hann viðurkenndi einnig að hafa lagt aðra í einelti og kallaði sjálfan sig „hálfvita en mannvin.“ Í kjölfarið missti hann alla sjö meistaratitla sína í Tour de France og varð auk þess að skila bronsverðlaunum sínum frá Ólympíuleikunum í Sydney árið 2000.4. Þegar Michael Jackson ræddi um lýtaaðgerðirnar í fyrsta sinn Árið 1993 fór Micheal Jackson með Opruh í túr um Neverland-búgarðinn hans. Yfir 100 milljónir horfðu á viðtalið, en Elizabeth Taylor kom sem gestur í þáttinn. Hann opnaði sig með breytinguna á húðlit sínum, listamannaeðlið og slúðursögurnar. „Ég er með húðsjúkdóm sem eyðir litarefnum í húðinni, ég get ekkert að því gert. Ókei?“ lét hann hafa eftir sér. „En, þegar fólk býr til sögur um mig um að ég vilji ekki vera sá sem ég er, það særir mig... Það er vandamál í mínu lífi, ég get ekki stjórnað því.“5. Og þegar Tom Cruise hoppaði á sófanum Hver getur gleymt stundinni þegar Hollywood-leikarinn lýsti yfir ást sinni á Katie Holmes, með því að hoppa á sófanum hjá Opruh, árið 2005? Myndbandið fór sem eldur í sinu um netheima, og er af mörgum talin stundin þegar almenningsálit á Cruise hóf að breytast. Tom og Katie eru hætt saman, en þessari yfirlýsingu verður seint gleymt. Mest lesið Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Lífið Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Lífið Ása Ninna kveður Bylgjuna Lífið Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Lífið Vók Ofurmenni slaufað Gagnrýni „Við viljum alls ekki fá of marga“ Lífið Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Lífið „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Lífið Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina Lífið Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron Lífið Fleiri fréttir Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Rene Kirby er látinn Pamela smellti kossi á Neeson Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Skotheld og skemmtileg hlauparáð Devin Booker á Íslandi Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Ein heitasta söngkona landsins á lausu Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Gaf eistum kærastans gælunafn „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Sjá meira
Í réttarhöldunum yfir Nigellu Lawson í vikunni kom meðal annars fram að matseljan fræga hefur skrifað undir samning við spjallþáttadrottninguna Opruh Winfrey. Nigella ætlar að koma fram í opinskáu viðtali við hana snemma á næsta ári, þar sem hún mun rjúfa þögnina sem snýr að hjónabandi hennar og skilnaði við safnarann og galleríistann Charles Saatchi, orðrómana um fíkniefnaneyslu, sambandið við aðstoðarkonurnar Elisabetta og Francesca Grillo og dómsmálið sem hefur verið á forsíðum allra blaða í heimalandi matseljunnar frægu, Bretlandi og þótt víðar væri leitað. Þar sem einhver bið er eftir viðtalinu, er tilvalið að rifja upp einhver þau opinskáustu og beittustu viðtöl sem Oprah hefur tekið í gegnum árin.1. Þegar Lindsay Lohan játaði fíkn sína Lindsay Lohan settist niður með Opruh í ágúst á þessu ári til þess að „deila sannleikanum“ eftir að hún kom úr áfengis- og vímuefnameðferð. Stjarnan umdeilda talaði um sjálfa sig sem fíkil og lýsti stormasömu sambandi sínu við foreldrana. Hún ræddi um vont orðspor sem hún hafði skapað sér í kvikmyndabransanum og hvernig hún vonaðist til þess að snúa því við. „Svo lengi sem ég er hreinskilin við sjálfa mig og vinn vinnuna mína, er ekkert sem stendur í vegi fyrir því. Ég er minn versti óvinur og ég veit það.“2. Þegar Rihanna opnaði sig um ofbeldisfullt samband við Chris Brown Söngkonan Rihanna, oftar en ekki kölluð Riri, átti tilfinningaþrungna stund í viðtali við Opruh sem hún fór í á síðasta ári. Hún brotnaði niður þegar hún talaði um samband sitt við Chris Brown. Söngkonan sem hafði áður verið orðfá um árásina sem hún varð fyrir af hendi þáverandi kærasta síns, í febrúar 2009, rauf loksins þögnina. Hún sagðist upplifa „reiði, særindi og svik. Þetta var niðurlægjandi. Ég missti besta vin minn.“3. Þegar Lanca Armstrong viðurkenndi svindliðÍ janúar 2013 viðurkenndi hjólreiðamaðurinn við Opruh að hafa notað ólögleg lyf á ferlinum. Hann viðurkenndi að ferill hans væri byggður á „stórri lygi sem ég endurtók.“ Hann viðurkenndi einnig að hafa lagt aðra í einelti og kallaði sjálfan sig „hálfvita en mannvin.“ Í kjölfarið missti hann alla sjö meistaratitla sína í Tour de France og varð auk þess að skila bronsverðlaunum sínum frá Ólympíuleikunum í Sydney árið 2000.4. Þegar Michael Jackson ræddi um lýtaaðgerðirnar í fyrsta sinn Árið 1993 fór Micheal Jackson með Opruh í túr um Neverland-búgarðinn hans. Yfir 100 milljónir horfðu á viðtalið, en Elizabeth Taylor kom sem gestur í þáttinn. Hann opnaði sig með breytinguna á húðlit sínum, listamannaeðlið og slúðursögurnar. „Ég er með húðsjúkdóm sem eyðir litarefnum í húðinni, ég get ekkert að því gert. Ókei?“ lét hann hafa eftir sér. „En, þegar fólk býr til sögur um mig um að ég vilji ekki vera sá sem ég er, það særir mig... Það er vandamál í mínu lífi, ég get ekki stjórnað því.“5. Og þegar Tom Cruise hoppaði á sófanum Hver getur gleymt stundinni þegar Hollywood-leikarinn lýsti yfir ást sinni á Katie Holmes, með því að hoppa á sófanum hjá Opruh, árið 2005? Myndbandið fór sem eldur í sinu um netheima, og er af mörgum talin stundin þegar almenningsálit á Cruise hóf að breytast. Tom og Katie eru hætt saman, en þessari yfirlýsingu verður seint gleymt.
Mest lesið Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Lífið Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Lífið Ása Ninna kveður Bylgjuna Lífið Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Lífið Vók Ofurmenni slaufað Gagnrýni „Við viljum alls ekki fá of marga“ Lífið Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Lífið „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Lífið Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina Lífið Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron Lífið Fleiri fréttir Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Rene Kirby er látinn Pamela smellti kossi á Neeson Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Skotheld og skemmtileg hlauparáð Devin Booker á Íslandi Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Ein heitasta söngkona landsins á lausu Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Gaf eistum kærastans gælunafn „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Sjá meira
Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“