Enski boltinn

Mignolet nálgast Liverpool

Stefán Árni Pálsson skrifar
Simon Mignolet á leiðinni til Liverpool
Simon Mignolet á leiðinni til Liverpool Mynd / Getty Images

Enska knattspyrnufélagið Liverpool vonast til að geta klófest markvörðinn Simon Mignolet frá Sunderland.

Liverpool hefur nú þegar boðið sjö milljónir punda í leikmanninn en forráðarmenn Sunderland vilja fá um tíu milljónir punda fyrir þennan belgíska markvörð.

Brendan Rodgers, knattspyrnustjóri Liverpool, vill ólmur fá markvörðinn til liðsins en Pepe Reina, aðalmarkvörður Liverpool, hefur sýnt áhuga á að fara til Barcelona.

Victor Valdes, markvörður Barcelona, mun yfirgefa spænsku meistarana í síðasta lagi eftir næsta tímabil og leitar liðið að nýjum markverði. Spánverjinn Pepe Reina gæti því endað hjá Barcelona.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×