Fyrsti dúettinn sem vinnur Músíktilraunir Freyr Bjarnason skrifar 26. mars 2013 09:00 Andri Már Enoksson og Margrét Rán Magnúsdóttir eru í sigurhljómsveit Músíktilrauna, Vök. Mynd/Stefán Vök er fyrsti dúettinn sem vinnur Músíktilraunir í rúmlega þrjátíu ára sögu keppninnar. Hljómsveitin var stofnuð fyrir aðeins einum mánuði og hún hafði aldrei áður spilað opinberlega fyrr en hún steig á svið í Silfurbergi í Hörpu. Vök, sem spilar melódíska raftónlist, er skipuð söngkonunni og gítarleikaranum Margréti Rán Magnúsdóttur og saxófónleikaranum, tölvumanninum og bakraddasöngvaranum Andra Má Enokssyni. Margrét Rán segir þau ekki hafa tekið þátt í Músíktilraunum með það fyrir augum að sigra. "Þetta var meira svona tilraunastarfsemi og að sjá hvernig við myndum spila á fyrsta gigginu. Við stofnuðum hljómsveitina fyrir mánuði og keyrðum þetta bara í gang." Voruð þið ekki stressuð? "Það var alveg smá stress, eiginlega mikið stress en við ætluðum bara að hafa gaman af þessu og það tókst." Einsdæmi er að dúett vinni Músíktilraunir. Aðspurð segir Margrét Rán að þau hafi reyndar ætlað að fá gítarleikara til að spila með sér í keppninni en planið var samt alltaf að vera bara þau tvö vegna þess hversu vel þau vinna saman. Hún og Andri Már byrjuðu fyrir ári síðan að fikta við að spila tónlist en byrjuðu aldrei almennilega að semja saman fyrr en Músíktilraunir nálguðust. Bresku hljómsveitirnar The xx og Alt-J eru í mestu uppáhaldi hjá þeim, ásamt Portishead. Margrét Rán, sem er 21 árs, var með hinum 24 ára Andra Má í Flensborgarskólanum í Hafnarfirði þangað til hún flutti sig um set yfir í Fjölbrautaskólann í Breiðholti þar sem hún er á listabraut. Hún er uppalin á Akranesi og hún var aðeins þrettán ára þegar hún tók þátt í Músíktilraunum í öðrum dúett, Wipeout, sem spilaði háskólapönk-rokk. Sá sem var með henni í bandinu spilaði á trommur og var enn yngri, eða bara ellefu ára. "Við komumst ekki upp úr undanúrslitunum. Við vorum svo hrikalega ung," segir Margrét Rán. Fyrir sigurinn í Músíktilraunum um síðustu helgi hlaut Vök meðal annars tuttugu hljóðsverstíma. "Við ætlum núna að demba okkur í að taka upp fyrsta lagið okkar á næstu dögum. Svo förum við vonandi í næsta mánuði að gera litla EP-plötu. Það er draumurinn." Tengdar fréttir Fáar stelpur í sigurhljómsveitum Músíktilrauna Dúettinn Vök vann Músíktilraunir um helgina. Vök, sem spilar melódíska raftónlist, er skipuð söngkonunni og gítarleikaranum Margréti Rán Magnúsdóttur og saxófónleikaranum, tölvumanninum og bakraddasöngvaranum Andra Má Enokssyni. 26. mars 2013 10:00 Mest lesið Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Lífið Hætt að nota föt til að fela sig Tíska og hönnun Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Bíó og sjónvarp Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Lífið Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Lífið Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Lífið Leikkonan Diane Ladd er látin Lífið Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Lífið Aniston hefur fundið ástina á ný Lífið Fleiri fréttir „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Sjá meira
Vök er fyrsti dúettinn sem vinnur Músíktilraunir í rúmlega þrjátíu ára sögu keppninnar. Hljómsveitin var stofnuð fyrir aðeins einum mánuði og hún hafði aldrei áður spilað opinberlega fyrr en hún steig á svið í Silfurbergi í Hörpu. Vök, sem spilar melódíska raftónlist, er skipuð söngkonunni og gítarleikaranum Margréti Rán Magnúsdóttur og saxófónleikaranum, tölvumanninum og bakraddasöngvaranum Andra Má Enokssyni. Margrét Rán segir þau ekki hafa tekið þátt í Músíktilraunum með það fyrir augum að sigra. "Þetta var meira svona tilraunastarfsemi og að sjá hvernig við myndum spila á fyrsta gigginu. Við stofnuðum hljómsveitina fyrir mánuði og keyrðum þetta bara í gang." Voruð þið ekki stressuð? "Það var alveg smá stress, eiginlega mikið stress en við ætluðum bara að hafa gaman af þessu og það tókst." Einsdæmi er að dúett vinni Músíktilraunir. Aðspurð segir Margrét Rán að þau hafi reyndar ætlað að fá gítarleikara til að spila með sér í keppninni en planið var samt alltaf að vera bara þau tvö vegna þess hversu vel þau vinna saman. Hún og Andri Már byrjuðu fyrir ári síðan að fikta við að spila tónlist en byrjuðu aldrei almennilega að semja saman fyrr en Músíktilraunir nálguðust. Bresku hljómsveitirnar The xx og Alt-J eru í mestu uppáhaldi hjá þeim, ásamt Portishead. Margrét Rán, sem er 21 árs, var með hinum 24 ára Andra Má í Flensborgarskólanum í Hafnarfirði þangað til hún flutti sig um set yfir í Fjölbrautaskólann í Breiðholti þar sem hún er á listabraut. Hún er uppalin á Akranesi og hún var aðeins þrettán ára þegar hún tók þátt í Músíktilraunum í öðrum dúett, Wipeout, sem spilaði háskólapönk-rokk. Sá sem var með henni í bandinu spilaði á trommur og var enn yngri, eða bara ellefu ára. "Við komumst ekki upp úr undanúrslitunum. Við vorum svo hrikalega ung," segir Margrét Rán. Fyrir sigurinn í Músíktilraunum um síðustu helgi hlaut Vök meðal annars tuttugu hljóðsverstíma. "Við ætlum núna að demba okkur í að taka upp fyrsta lagið okkar á næstu dögum. Svo förum við vonandi í næsta mánuði að gera litla EP-plötu. Það er draumurinn."
Tengdar fréttir Fáar stelpur í sigurhljómsveitum Músíktilrauna Dúettinn Vök vann Músíktilraunir um helgina. Vök, sem spilar melódíska raftónlist, er skipuð söngkonunni og gítarleikaranum Margréti Rán Magnúsdóttur og saxófónleikaranum, tölvumanninum og bakraddasöngvaranum Andra Má Enokssyni. 26. mars 2013 10:00 Mest lesið Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Lífið Hætt að nota föt til að fela sig Tíska og hönnun Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Bíó og sjónvarp Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Lífið Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Lífið Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Lífið Leikkonan Diane Ladd er látin Lífið Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Lífið Aniston hefur fundið ástina á ný Lífið Fleiri fréttir „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Sjá meira
Fáar stelpur í sigurhljómsveitum Músíktilrauna Dúettinn Vök vann Músíktilraunir um helgina. Vök, sem spilar melódíska raftónlist, er skipuð söngkonunni og gítarleikaranum Margréti Rán Magnúsdóttur og saxófónleikaranum, tölvumanninum og bakraddasöngvaranum Andra Má Enokssyni. 26. mars 2013 10:00