Enski boltinn

Manchester United minnist þeirra sem létust á Hillsborough

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mynd/Nordic Photos/Getty

Í dag eru liðin 24 ár síðan að 96 stuðningsmenn Liverpool létust í troðningi á áhorfendastæðum Hillsborough-leikvangsins í Sheffield þegar lið þeirra var að spila við Nottingham Forrest í undanúrslitum ensku bikarkeppninnar.Manchester United minnist fórnarlamba Hillsborough-slysins á heimasíðu sinni í dag þar sem félagið birtir stutt skilboð til nágranna sinna auk táknrænnar myndar þar sem nöfn þeirra 96 sem létust mynda töluna 96.„Í dag stöndum við hlið okkar frábæru nágranna í Liverpool til að minnast þeirra 96 sem fóru á völlinn til að horfa á liðið sitt spila en snéru aldrei aftur," segir í fréttinni á heimasíðu Manchester United.Í fréttinni kemur einnig fram að hugur og bænir allra hjá Manchester United séu hjá Liverpool Football Club sem og fjölskyldu og vinum þeirra sem létust.Hillsborough-slysið varð 15. apríl 1989 og er versta slysið sem hefur orðið á knattspyrnuleikvangi í sögu Bretlands. Í kjölfarið voru félög skylduð til að bjóða aðeins upp á sæti á knattspyrnuleikjum.Það er hægt að sjá myndina á heimasíðu Manchester United með því að smella hér.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.