Náttúruvinir settir í einangrun Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar 23. október 2013 11:37 "Ég hef greinilega verið talinn hættulegur, mér var að minnsta kosti haldið lengi inni, en þeir gáfu mér enga ástæðu fyrir því af hverju mér væri haldið þarna,“ segir Gunnsteinn. mynd/GVA „Ég var í einangrun í upp undir fjórar klukkustundir og var tekinn í yfirheyrslu sem stóð yfir í um hálftíma,“ segir Gunnsteinn Ólafsson, hrauna- og náttúruvinur, sem var handtekinn tvisvar sinnum á meðan á mótmælunum í Gálgahrauni stóð í fyrradag. „Ég hef greinilega verið talinn hættulegur, mér var að minnsta kosti haldið lengi inni, en þeir gáfu mér enga ástæðu fyrir því af hverju mér væri haldið þarna,“ segir Gunnsteinn. Gunnsteinn segir að í seinna skiptið sem hann hafi verið handtekinn hafi hann verið að taka plast af hraundrýli. Hann segir að plastinu hafi verið vafið um hraunið og hann sé vanur að tína upp rusl í Gálgahrauni, hann hafi gert það í mörg ár. En plastið hafi greinilega átt að vera hluti af merkingum vinnusvæðisins, þess vegna hafi hann hafi verið handtekinn. Hann segist allt eins eiga von á því að honum verið birt ákæra vegna þessa en honum hafi ekki verið boðið að greiða neina sekt. „Í yfirheyrslunni spurði lögreglan mig hvert ég ætlaði að fara þegar mér yrði sleppt og hvað ég ætlaði að gera í hrauninu ef ég færi þangað aftur. Ég vildi ekki svara því enda tel ég, að ég þurfi ekkert að svara lögreglunni um ferðir mínar í framtíðinni,“ segir Gunnsteinn. Gunnsteinn segir að það sé ekkert annað en valdníðsla að setja friðsama borgara í einangrun og halda þeim miklu lengur en þörf krefur. „Það var allt tekið af mér meira að segja gleraugun. Aðbúnaðurinn í klefanum var afar slæmur. Lyktin í klefanum var hræðileg, eins og límlykt. Mér leið eins og ég væri staddur á bílasprautuverkstæði,“ segir hann.Sungu ættjarðarsöngva í einangruninni Tinna Þorvalds- Önnudóttir, var einnig handtekin tvisvar. Hún segir að hún hafi sest niður í hraunið með hópi fólks en síðan hafi girðingum verið komið upp í kringum þau. Þar með voru þau innan vinnusvæðis og voru borin burt og einhver þeirra voru handtekin. Tinnu var svo sleppt og hún fór aftur upp í Gálgahraun en fór á annað svæði. Þegar jarðýtan færðist nær, var aftur girt í kringum þau. Hún hafi þá verið handtekin í annað skipti. Henni var haldið í að minnsta kosti fjórar klukkustundir í einangrun. „Það var allt tekið af mér, allt nema fötin. Meira að segja gleraugun voru tekin og ég er með fimm í mínus, svo ég sé ekkert án þeirra. Ég fékk að setja þau á mig á meðan ég sat í yfirheyrslunni.“ „Við vorum líklega um níu þarna, sem var haldið í einangrun. Ein konan byrjaði að syngja Hver á sér fegra föðurland og nokkrir tóku undir. Við sungum svo fleiri ættjarðarsöngva, á meðan við biðum eftir að verða látin laus,“ segir Tinna. Viktoría Áskelsdóttir, náttúruunnandi, mætti um klukkan 10 á mánudagsmorgun upp í Gálgahraun. „Ég var nýkomin á svæðið og var fyrir utan línuna sem verktakarnir höfðu markað sem atvinnusvæði og ég hafði ekki planað að vera handtekin, ég ætlaði bara að fá mér nesti.“ Hún lýsir því svo að lögreglumaður hafi komið upp að henni og tekið í öxlina á henni og sagt við hana að hún væri handtekin. „Ég svaraði honum að ég væri Íslendingur, ég stæði bara þarna á jörðinni og mætti alveg vera þarna.“ „Mér var boðið að gera sátt um með því að samþykkja að ég hefði gert brotleg við fyrirmæli lögreglu en ég samþykkti það ekki. Þeir slepptu síðan öllum,“ segir Viktoría. „Ég var síðan handtekin aftur, en þeir voru alltaf að færa til girðingar og stækka vinnusvæðið og ég lenti innan þess. Í seinna skiptið var mér haldið inni í hátt í fimm klukkustundir, ég var sett í hornklefa og það var afskaplega kalt þar. Þeir vissu það eflaust enda var mér boðið að fá teppi til að vefja utan um mig, en þau voru öll rök.“ „Ég hef alltaf talið að ég búi í réttarríkinu Íslandi, en ég tel ekki lengur að svo sé þegar Vegagerðin getur bara fyrirskipað að fólk sér fjarlægt þar sem það stendur á íslenskri jörðu,“ segir Viktoría.Á myndinni má sjá Viktoríu Áskelsdóttur sitja og drekka te og síðan hvar hún er borin í burtu af lögreglumönnum.Hér sést Gunnsteinn Ólafsso í járnum á milli tveggja lögreglumanna. Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Sjá meira
„Ég var í einangrun í upp undir fjórar klukkustundir og var tekinn í yfirheyrslu sem stóð yfir í um hálftíma,“ segir Gunnsteinn Ólafsson, hrauna- og náttúruvinur, sem var handtekinn tvisvar sinnum á meðan á mótmælunum í Gálgahrauni stóð í fyrradag. „Ég hef greinilega verið talinn hættulegur, mér var að minnsta kosti haldið lengi inni, en þeir gáfu mér enga ástæðu fyrir því af hverju mér væri haldið þarna,“ segir Gunnsteinn. Gunnsteinn segir að í seinna skiptið sem hann hafi verið handtekinn hafi hann verið að taka plast af hraundrýli. Hann segir að plastinu hafi verið vafið um hraunið og hann sé vanur að tína upp rusl í Gálgahrauni, hann hafi gert það í mörg ár. En plastið hafi greinilega átt að vera hluti af merkingum vinnusvæðisins, þess vegna hafi hann hafi verið handtekinn. Hann segist allt eins eiga von á því að honum verið birt ákæra vegna þessa en honum hafi ekki verið boðið að greiða neina sekt. „Í yfirheyrslunni spurði lögreglan mig hvert ég ætlaði að fara þegar mér yrði sleppt og hvað ég ætlaði að gera í hrauninu ef ég færi þangað aftur. Ég vildi ekki svara því enda tel ég, að ég þurfi ekkert að svara lögreglunni um ferðir mínar í framtíðinni,“ segir Gunnsteinn. Gunnsteinn segir að það sé ekkert annað en valdníðsla að setja friðsama borgara í einangrun og halda þeim miklu lengur en þörf krefur. „Það var allt tekið af mér meira að segja gleraugun. Aðbúnaðurinn í klefanum var afar slæmur. Lyktin í klefanum var hræðileg, eins og límlykt. Mér leið eins og ég væri staddur á bílasprautuverkstæði,“ segir hann.Sungu ættjarðarsöngva í einangruninni Tinna Þorvalds- Önnudóttir, var einnig handtekin tvisvar. Hún segir að hún hafi sest niður í hraunið með hópi fólks en síðan hafi girðingum verið komið upp í kringum þau. Þar með voru þau innan vinnusvæðis og voru borin burt og einhver þeirra voru handtekin. Tinnu var svo sleppt og hún fór aftur upp í Gálgahraun en fór á annað svæði. Þegar jarðýtan færðist nær, var aftur girt í kringum þau. Hún hafi þá verið handtekin í annað skipti. Henni var haldið í að minnsta kosti fjórar klukkustundir í einangrun. „Það var allt tekið af mér, allt nema fötin. Meira að segja gleraugun voru tekin og ég er með fimm í mínus, svo ég sé ekkert án þeirra. Ég fékk að setja þau á mig á meðan ég sat í yfirheyrslunni.“ „Við vorum líklega um níu þarna, sem var haldið í einangrun. Ein konan byrjaði að syngja Hver á sér fegra föðurland og nokkrir tóku undir. Við sungum svo fleiri ættjarðarsöngva, á meðan við biðum eftir að verða látin laus,“ segir Tinna. Viktoría Áskelsdóttir, náttúruunnandi, mætti um klukkan 10 á mánudagsmorgun upp í Gálgahraun. „Ég var nýkomin á svæðið og var fyrir utan línuna sem verktakarnir höfðu markað sem atvinnusvæði og ég hafði ekki planað að vera handtekin, ég ætlaði bara að fá mér nesti.“ Hún lýsir því svo að lögreglumaður hafi komið upp að henni og tekið í öxlina á henni og sagt við hana að hún væri handtekin. „Ég svaraði honum að ég væri Íslendingur, ég stæði bara þarna á jörðinni og mætti alveg vera þarna.“ „Mér var boðið að gera sátt um með því að samþykkja að ég hefði gert brotleg við fyrirmæli lögreglu en ég samþykkti það ekki. Þeir slepptu síðan öllum,“ segir Viktoría. „Ég var síðan handtekin aftur, en þeir voru alltaf að færa til girðingar og stækka vinnusvæðið og ég lenti innan þess. Í seinna skiptið var mér haldið inni í hátt í fimm klukkustundir, ég var sett í hornklefa og það var afskaplega kalt þar. Þeir vissu það eflaust enda var mér boðið að fá teppi til að vefja utan um mig, en þau voru öll rök.“ „Ég hef alltaf talið að ég búi í réttarríkinu Íslandi, en ég tel ekki lengur að svo sé þegar Vegagerðin getur bara fyrirskipað að fólk sér fjarlægt þar sem það stendur á íslenskri jörðu,“ segir Viktoría.Á myndinni má sjá Viktoríu Áskelsdóttur sitja og drekka te og síðan hvar hún er borin í burtu af lögreglumönnum.Hér sést Gunnsteinn Ólafsso í járnum á milli tveggja lögreglumanna.
Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Sjá meira