Enski boltinn

Nigel Clough ráðinn knattspyrnustjóri Sheffield Utd.

Stefán Árni Pálsson skrifar
Nigel Clough
Nigel Clough nordicphotos/getty
Nigel Clough hefur verið ráðinn nýr knattspyrnustjóri Sheffield United en hann gerði samning við félagið út tímabilið 2015-16.

Þessi 47 ára stjóri var rekinn frá Derby County í síðasta mánuði en er nú kominn aftur með starf.

Clough tekur við af David Weir sem var rekinn á dögunum en sá síðarnefndi var fengin til liðsins í sumar og stoppaði því stutt við.

Chris Morgan hafði stýrt liðinu undanfarna tvo leiki en nú hefur nýr knattspyrnustjóri verið ráðinn.

Liðið er í fallsæti eftir 13 umferðir með níu stig en liðið leikur í ensku C-deildinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×