Enski boltinn

Solskjær kaupir ungan Norðmann frá Man. Utd

Dæhli í leik gegn Chelsea. Hann þótti eiga bjarta framtíð fyrir sér hjá United og salan kemur mörgum á óvart.
Dæhli í leik gegn Chelsea. Hann þótti eiga bjarta framtíð fyrir sér hjá United og salan kemur mörgum á óvart.
Man. Utd hefur selt einn af sínum efnilegri leikmönnum, Mats Dæhli, aftur til Noregs. Það er Ole Gunnar Solskjær sem hefur keypt hann til Molde á 1,5 milljónir punda.

Talið er að United hafi sett klausu í samninginn um að geta keypt Dæhli aftur ef félagið hafi áhuga á því.

Dæhli er 18 ára gamall og var keyptur frá Lyn fyrir tveim árum síðan. Þar áður var strákurinn í herbúðum Stabæk.

"Ég vildi kaupa hann fyrir tveim árum síðan en þá hafði United líka áhuga. Ég ráðlagði honum þá að fara þangað. Ég sagði líka að hann gæti komið aftur til Noregs og það hefur hann nú gert og er reynslunni ríkari," sagði Solskjær.

Dæhli hafði staðið sig vel með unglingaliði United en vildi fá að spila fullorðinsbolta og það fær hann að gera hjá Molde.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×