Enski boltinn

Phil Neville leggur skóna á hilluna

Neville í leik gegn sínum gömlu félögum í vetur.
Neville í leik gegn sínum gömlu félögum í vetur.

Phil Neville, fyrrum leikmaður Man. Utd og enska landsliðsins, hefur staðfest að hann sé búinn að leggja skóna á hilluna. Þessi yfirlýsing hefur legið í loftinu.

Hinn 36 ára gamli Neville tilkynnti í apríl að hann myndi hætta hjá Everton í sumar og var ekki við öðru búist en að hann myndi hætta.

"Í hjarta mínu vissi ég að ég myndi ekki spila aftur," sagði Neville.

Þessi fyrrum fjölhæfi leikmaður ætlar að snúa sér að þjálfun en hann er í þjálfarateymi enska U-21 árs liðsins sem er fallið úr leik á HM.

Neville mun einnig sinna sjónvarpsstörfum fyrir BBC en eldri bróðir hans, Gary, hefur slegið í gegn í sjónvarpinu síðan hann lagði skóna á hilluna.

Neville lék 505 leiki í efstu deild og spilaði þess utan 59 landsleiki fyrir enska landsliðið. Hans fyrsti leikur í efstu deild var árið 1995 er Man. Utd lagði Man. City, 3-0.

Neville vann sex Englandsmeistaratitla og þrjá bikarmeistaratitla. Hann var einnig í liði Man. Utd sem vann Meistaradeildina árið 1999.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×