Hraunavinir funduðu með bæjarstjóra Garðabæjar Valur Grettisson skrifar 29. október 2013 09:00 Gunnar Einarsson, bæjarstjóri Garðabæjar, ræddi við Hraunavini. Fréttablaðið/Valli „Það gerðist nú ekki mikið,“ segir Reynir Ingibjartsson, einn af forsvarsmönnum Hraunavina sem fóru á fund bæjarstjóra Garðabæjar, Gunnars Einarssonar, í ráðhúsi Garðabæjar í gær. Þar komu Hraunavinir sjónarmiðum sínum áleiðis auk þess sem honum var afhent mótmælabréf. „Þar var handtökunni og meðferð mótmælenda í hrauninu mótmælt, og að ekki skuli vera hinkrað eftir dómsmálinu sem nú stendur yfir,“ segir Reynir en fyrirtaka fór fram í málinu sem um ræðir í gær. Þar var málinu frestað til 19. nóvember þar sem enn er verið að fjalla um það hvort samtökin Hraunavinir eigi lögvarða hagsmuni í málinu. Mótmælendur fóru niður í Gálgahraun/Garðahraun í gærmorgun en þá var þeim tilkynnt af verkstjóra Íslenskra aðalverktaka, sem sjá um framkvæmdirnar, að einhver óprúttinn aðili hefði sett möl í bensíntanka vinnuvélanna á svæðinu. Hraunavinir sverja það af sér og segja það ekki þeirra málstað til framdráttar. Lögreglan hefur ekki rætt við Hraunavini vegna málsins en fyrstu vinnuvélarnar voru komnar í gagnið fyrir hádegi og þær síðustu síðdegis samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni. „Það er enginn sem mælir fyrir skemmdarverkum þarna í hrauninu og við leggjumst alfarið gegn slíkum aðferðum,“ segir Reynir um atvikið. Bréf Hraunavina verður tekið fyrir á bæjarráðsfundi Garðabæjar í dag en meðal mótmæla sem var komið á framfæri var bréf sem Ragnhildur Jónsdóttir afhenti bæjarstjóranum. Þar talaði hún fyrir hönd álfa í hrauninu en að sögn Reynis er gömul álfakirkja örstutt frá framkvæmdunum. Hann segir raunar áhöld um það hvort kletturinn sem um ræðir sé forn álfakirkja, „en Ragnhildur gekk rakleiðis að steininum og sá þar álfa,“ útskýrir hann en kirkjan er kölluð Ófeigskirkja. Hann segir að sitt sýnist hverjum varðandi álfa, en bendir á að áður hafi menn lagt lykkju á framkvæmdaleið vegna slíkra kletta. Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Fleiri fréttir „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Sjá meira
„Það gerðist nú ekki mikið,“ segir Reynir Ingibjartsson, einn af forsvarsmönnum Hraunavina sem fóru á fund bæjarstjóra Garðabæjar, Gunnars Einarssonar, í ráðhúsi Garðabæjar í gær. Þar komu Hraunavinir sjónarmiðum sínum áleiðis auk þess sem honum var afhent mótmælabréf. „Þar var handtökunni og meðferð mótmælenda í hrauninu mótmælt, og að ekki skuli vera hinkrað eftir dómsmálinu sem nú stendur yfir,“ segir Reynir en fyrirtaka fór fram í málinu sem um ræðir í gær. Þar var málinu frestað til 19. nóvember þar sem enn er verið að fjalla um það hvort samtökin Hraunavinir eigi lögvarða hagsmuni í málinu. Mótmælendur fóru niður í Gálgahraun/Garðahraun í gærmorgun en þá var þeim tilkynnt af verkstjóra Íslenskra aðalverktaka, sem sjá um framkvæmdirnar, að einhver óprúttinn aðili hefði sett möl í bensíntanka vinnuvélanna á svæðinu. Hraunavinir sverja það af sér og segja það ekki þeirra málstað til framdráttar. Lögreglan hefur ekki rætt við Hraunavini vegna málsins en fyrstu vinnuvélarnar voru komnar í gagnið fyrir hádegi og þær síðustu síðdegis samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni. „Það er enginn sem mælir fyrir skemmdarverkum þarna í hrauninu og við leggjumst alfarið gegn slíkum aðferðum,“ segir Reynir um atvikið. Bréf Hraunavina verður tekið fyrir á bæjarráðsfundi Garðabæjar í dag en meðal mótmæla sem var komið á framfæri var bréf sem Ragnhildur Jónsdóttir afhenti bæjarstjóranum. Þar talaði hún fyrir hönd álfa í hrauninu en að sögn Reynis er gömul álfakirkja örstutt frá framkvæmdunum. Hann segir raunar áhöld um það hvort kletturinn sem um ræðir sé forn álfakirkja, „en Ragnhildur gekk rakleiðis að steininum og sá þar álfa,“ útskýrir hann en kirkjan er kölluð Ófeigskirkja. Hann segir að sitt sýnist hverjum varðandi álfa, en bendir á að áður hafi menn lagt lykkju á framkvæmdaleið vegna slíkra kletta.
Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Fleiri fréttir „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Sjá meira