Hraunavinir funduðu með bæjarstjóra Garðabæjar Valur Grettisson skrifar 29. október 2013 09:00 Gunnar Einarsson, bæjarstjóri Garðabæjar, ræddi við Hraunavini. Fréttablaðið/Valli „Það gerðist nú ekki mikið,“ segir Reynir Ingibjartsson, einn af forsvarsmönnum Hraunavina sem fóru á fund bæjarstjóra Garðabæjar, Gunnars Einarssonar, í ráðhúsi Garðabæjar í gær. Þar komu Hraunavinir sjónarmiðum sínum áleiðis auk þess sem honum var afhent mótmælabréf. „Þar var handtökunni og meðferð mótmælenda í hrauninu mótmælt, og að ekki skuli vera hinkrað eftir dómsmálinu sem nú stendur yfir,“ segir Reynir en fyrirtaka fór fram í málinu sem um ræðir í gær. Þar var málinu frestað til 19. nóvember þar sem enn er verið að fjalla um það hvort samtökin Hraunavinir eigi lögvarða hagsmuni í málinu. Mótmælendur fóru niður í Gálgahraun/Garðahraun í gærmorgun en þá var þeim tilkynnt af verkstjóra Íslenskra aðalverktaka, sem sjá um framkvæmdirnar, að einhver óprúttinn aðili hefði sett möl í bensíntanka vinnuvélanna á svæðinu. Hraunavinir sverja það af sér og segja það ekki þeirra málstað til framdráttar. Lögreglan hefur ekki rætt við Hraunavini vegna málsins en fyrstu vinnuvélarnar voru komnar í gagnið fyrir hádegi og þær síðustu síðdegis samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni. „Það er enginn sem mælir fyrir skemmdarverkum þarna í hrauninu og við leggjumst alfarið gegn slíkum aðferðum,“ segir Reynir um atvikið. Bréf Hraunavina verður tekið fyrir á bæjarráðsfundi Garðabæjar í dag en meðal mótmæla sem var komið á framfæri var bréf sem Ragnhildur Jónsdóttir afhenti bæjarstjóranum. Þar talaði hún fyrir hönd álfa í hrauninu en að sögn Reynis er gömul álfakirkja örstutt frá framkvæmdunum. Hann segir raunar áhöld um það hvort kletturinn sem um ræðir sé forn álfakirkja, „en Ragnhildur gekk rakleiðis að steininum og sá þar álfa,“ útskýrir hann en kirkjan er kölluð Ófeigskirkja. Hann segir að sitt sýnist hverjum varðandi álfa, en bendir á að áður hafi menn lagt lykkju á framkvæmdaleið vegna slíkra kletta. Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Fleiri fréttir Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Sjá meira
„Það gerðist nú ekki mikið,“ segir Reynir Ingibjartsson, einn af forsvarsmönnum Hraunavina sem fóru á fund bæjarstjóra Garðabæjar, Gunnars Einarssonar, í ráðhúsi Garðabæjar í gær. Þar komu Hraunavinir sjónarmiðum sínum áleiðis auk þess sem honum var afhent mótmælabréf. „Þar var handtökunni og meðferð mótmælenda í hrauninu mótmælt, og að ekki skuli vera hinkrað eftir dómsmálinu sem nú stendur yfir,“ segir Reynir en fyrirtaka fór fram í málinu sem um ræðir í gær. Þar var málinu frestað til 19. nóvember þar sem enn er verið að fjalla um það hvort samtökin Hraunavinir eigi lögvarða hagsmuni í málinu. Mótmælendur fóru niður í Gálgahraun/Garðahraun í gærmorgun en þá var þeim tilkynnt af verkstjóra Íslenskra aðalverktaka, sem sjá um framkvæmdirnar, að einhver óprúttinn aðili hefði sett möl í bensíntanka vinnuvélanna á svæðinu. Hraunavinir sverja það af sér og segja það ekki þeirra málstað til framdráttar. Lögreglan hefur ekki rætt við Hraunavini vegna málsins en fyrstu vinnuvélarnar voru komnar í gagnið fyrir hádegi og þær síðustu síðdegis samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni. „Það er enginn sem mælir fyrir skemmdarverkum þarna í hrauninu og við leggjumst alfarið gegn slíkum aðferðum,“ segir Reynir um atvikið. Bréf Hraunavina verður tekið fyrir á bæjarráðsfundi Garðabæjar í dag en meðal mótmæla sem var komið á framfæri var bréf sem Ragnhildur Jónsdóttir afhenti bæjarstjóranum. Þar talaði hún fyrir hönd álfa í hrauninu en að sögn Reynis er gömul álfakirkja örstutt frá framkvæmdunum. Hann segir raunar áhöld um það hvort kletturinn sem um ræðir sé forn álfakirkja, „en Ragnhildur gekk rakleiðis að steininum og sá þar álfa,“ útskýrir hann en kirkjan er kölluð Ófeigskirkja. Hann segir að sitt sýnist hverjum varðandi álfa, en bendir á að áður hafi menn lagt lykkju á framkvæmdaleið vegna slíkra kletta.
Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Fleiri fréttir Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Sjá meira