"Þetta er eins og í Groundhog Day" Boði Logason skrifar 3. júlí 2013 16:05 „Við erum að vakna hérna upp á sama degi og árið 2013 eftir skelfilega ábyrgðarlausa kosningabaráttu þar sem menn svífast einskis til þess að ná atkvæðum.“ Mynd/365 „Þessi skýrsla er því miður dapurleg lesning og hún er stórfelldur áfellisdómur yfir ráðsmennskuna í Íbúðalánasjóði - þar standa reyndar upp úr árin 1999 til 2004. Þeirri ábyrgð deila Framsóknarflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn,“ sagði Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður Vinstri Grænna. Steingrímur sagði að kosningabaráttan árið 2003 hafi verið einhver dýrasta kosningabarátta Íslandssögunnar og hún hafi að mörgu leyti verið uppskriftin að hruninu. „Og hvernig voru þau loforð? Eigum við að fara yfir það? Sjálfstæðisflokkurinn lofaði gríðarlegum skattalækkunum og Framsóknarflokkurinn lofaði í húsnæðismálum. Hafið þið heyrt þetta aftur? Seðlabankinn og fleiri vöruðu við, en þetta var gert samt. Hver er staðan núna? Hvernig voru kosningarnar 2013? Sjálfstæðisflokkurinn lofar skattalækkunum og Framsóknarflokkurinn lofar í húsnæðismálum. Og seðlabankinn er byrjaður að vara við loforðum framsóknar,“ sagði Steingrímur á Alþingi í dag. Og hann hélt áfram, heitt í hamsi. „Þetta er svo fullkomin endurtekning þegar þessir flokkar ná saman og þeir tala sig inn á þjóðina, mér er annað orð ofarlega í huga, en ég ætla ekki að nota það hér, með nákvæmlega sömu formúlu nú með tíu ára millibili. Það er ástæða til að hafa af þessu stórkostlegar áhyggjur. Sporin hræða. Þau gera það heldur betur - sagan endurtekur sig.“ „Nú man ég ekki nafnið á kvikmyndinni þar sem mannauminginn vaknar alltaf aftur upp sama morguninn aftur og aftur,“ sagði hann. Og þá var kallað úr þingsal að myndin héti Groundhog Day „Já, Groundhog day. Þetta er eiginlega bara þannig. Við erum að vakna hérna upp á sama degi og árið 2013 eftir skelfilega ábyrgðarlausa kosningabaráttu þar sem menn svífast einskis til þess að ná atkvæðum og eiga algerlega eftir að vinna úr því hvað þau loforð kunna að hafa í för með sér, efnahagslega, pólitískt og fyrir landið. Þetta er mikið áhyggjuefni.“Hér fyrir neðan má sjá stiklu úr bíómyndinni Groundhog Day sem kom út árið 1993. Bill Murray fer með aðalhlutverkið. Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Erlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Fleiri fréttir Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Sjá meira
„Þessi skýrsla er því miður dapurleg lesning og hún er stórfelldur áfellisdómur yfir ráðsmennskuna í Íbúðalánasjóði - þar standa reyndar upp úr árin 1999 til 2004. Þeirri ábyrgð deila Framsóknarflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn,“ sagði Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður Vinstri Grænna. Steingrímur sagði að kosningabaráttan árið 2003 hafi verið einhver dýrasta kosningabarátta Íslandssögunnar og hún hafi að mörgu leyti verið uppskriftin að hruninu. „Og hvernig voru þau loforð? Eigum við að fara yfir það? Sjálfstæðisflokkurinn lofaði gríðarlegum skattalækkunum og Framsóknarflokkurinn lofaði í húsnæðismálum. Hafið þið heyrt þetta aftur? Seðlabankinn og fleiri vöruðu við, en þetta var gert samt. Hver er staðan núna? Hvernig voru kosningarnar 2013? Sjálfstæðisflokkurinn lofar skattalækkunum og Framsóknarflokkurinn lofar í húsnæðismálum. Og seðlabankinn er byrjaður að vara við loforðum framsóknar,“ sagði Steingrímur á Alþingi í dag. Og hann hélt áfram, heitt í hamsi. „Þetta er svo fullkomin endurtekning þegar þessir flokkar ná saman og þeir tala sig inn á þjóðina, mér er annað orð ofarlega í huga, en ég ætla ekki að nota það hér, með nákvæmlega sömu formúlu nú með tíu ára millibili. Það er ástæða til að hafa af þessu stórkostlegar áhyggjur. Sporin hræða. Þau gera það heldur betur - sagan endurtekur sig.“ „Nú man ég ekki nafnið á kvikmyndinni þar sem mannauminginn vaknar alltaf aftur upp sama morguninn aftur og aftur,“ sagði hann. Og þá var kallað úr þingsal að myndin héti Groundhog Day „Já, Groundhog day. Þetta er eiginlega bara þannig. Við erum að vakna hérna upp á sama degi og árið 2013 eftir skelfilega ábyrgðarlausa kosningabaráttu þar sem menn svífast einskis til þess að ná atkvæðum og eiga algerlega eftir að vinna úr því hvað þau loforð kunna að hafa í för með sér, efnahagslega, pólitískt og fyrir landið. Þetta er mikið áhyggjuefni.“Hér fyrir neðan má sjá stiklu úr bíómyndinni Groundhog Day sem kom út árið 1993. Bill Murray fer með aðalhlutverkið.
Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Erlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Fleiri fréttir Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Sjá meira