Innlent

Byggðasamlag á móti sameiningu heilbrigðisstofnana

Jóhanna Margrét Einarsdóttir skrifar
Húnvetningar telja að nóg hafi verið skorið niður hjá Heilbrigðisstofnuninni á Blönduósi.
Húnvetningar telja að nóg hafi verið skorið niður hjá Heilbrigðisstofnuninni á Blönduósi.
Það má búast við ennafrekari  skerðingu á þjónustu og starfsemi Heilbrigðisstofnunarinnar á Blönduósi sem þegar er komin að þolmörkum bæði rekstrar- og þjónustulega, segir í ályktun Byggðasamlags um menningu um atvinnumál í Austur-Húnavatnssýslu.



Byggðasamlagið leggst eindregið gegn áformum velferðarráðuneytisins  um sameiningar heilbrigðisstofnana á Norðurlandi og skorar á heilbrigðisráðherra að taka þær til endurskoðunar.

 Í ályktuninni segir  að á undanförnum árum hafa áform um sameiningar verið kynntar án þess að tekist hafi að sýna fram á hagræðingu eða bætta þjónustu.  Heilbrigðisstofnunin hafi á undanförnum árum þurft að taka á sig mikinn samdrátt í fjárveitingum með tilheyrandi áhrifum á þjónustuna og ekki síst á starfsfólk heilbrigðisstofnunarinnar.



Stjórn byggðasamlagsins vill minna stjórnvöld á að samkvæmt nýbirtri skýrslu Hagfræðistofnunnar Háskóla Íslands, Breytingar á fjölda ríkisstarfsmanna í kjölfar efnahagshrunsins, kemur fram að í Húnavatnssýslum og Skagafirði hefur orðið hlutfallslega mesta fækkun starfa. Þetta gerist á sama tíma og stjórnvöldum má vera ljós veik staða þessara byggða sem birst hefur mönnum um langa hríð.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×