Innlent

Fiskþurrkunarfyrirtæki gefur þjálfunartæki

Jóhanna Margrét Einarsdóttir skrifar
Nýtt þjálfunartæki á Grensás
Nýtt þjálfunartæki á Grensás
Forsvarsmenn fiskþurrkunarfyrirtækisins Klofnings  á Suðureyri hafa fært sjúkraþjálfun Landspítala á Grensásdeild nýtt þjálfunartæki að gjöf.

Tildrögin voru þau að Jón Víðir Njálsson verkstjóri og Sigurður Ólafsson, fyrrverandi framleiðslustjóri Klofnings, hafa báðir verið í endurhæfingu á Grensás.

Um er að ræða svokallað NUSTEP alhliða þjálfunartæki fyrir handleggi og fætur og nýtist bæði fyrir styrktar- og þolþjálfun.

Tækið  er sérstaklega hannað fyrir þá sem þurfa að sitja við þjálfun og  hentar mjög vel fyrir fatlaða. Aðgengi að tækinu er mjög gott og auðvelt er að flytja sig úr hjólastól í það.

í tilkynningu frá Landspítalanum segir að þjálfunartækið komi í góðar þarfir en langflestir sjúklingar deildarinnar geta nýtt sér það.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×