Gunnar Bragi færði styrkina í tal Þorbjörn Þórðarson skrifar 11. desember 2013 12:18 Gunnar Bragi Sveinsson, utanríkisráðherra. Gunnar Bragi Sveinsson, utanríkisráðherra, beitti sér fyrir því að þeir IPA-styrkir sem þegar hefðu verið áveðnir yrðu greiddir þrátt fyrir að aðildarviðræðum hefði verið hætt og viðræðuhópar leystir upp. Þannig beitti ráðherrann Gunnar Bragi sér fyrir styrkjum sem hann var í prinsippinu andsnúinn. Þetta kemur fram í svari utanríkisráðuneytisins við fyrirspurn. Viðbrögð utanríkisráðherra við ákvörðun framkvæmdastjórnar ESB vegna IPA-styrkja hafa vakið viðbrögð í ljósi þess sem ráðherrann hafði áður sagt um styrkina, en hann hafði sagt á þingi að Ísland ætti að hafna styrkjunum og m.a kallað þá „glerperlur og eldvatn,“ sjá hér.ESB innan heimilda við afturköllun styrkja Framkvæmdastjórn ESB var innan lagaheimilda að afturkalla styrkina þar sem þeir eru aðeins í gildi fyrir ríki í aðildarviðræðum/aðlögunarviðræðum. Ísland er ekki í virkum viðræðum við ESB eftir að ríkisstjórnin stöðvaði viðræðurnar og ráðherrann leysti samninganefndirnar upp. Báðar ákvarðanir voru teknar án samþykkis Alþingis, en viðræður við sambandið grundvölluðust á þingsályktun frá 2009. Framkvæmdastjórninni ber að gæta fjárhagslegra hagsmuna sambandsins til hins ítrasta, samkvæmt reglugerðum sem gilda um styrkina sjálfa annars vegar og um fjárhagsaðstoð sambandsins hins vegar. Í síðustu viku sendi fréttastofan svohljóðandi fyrirspurn á Urði Gunnarsdóttur upplýsingafulltrúa ráðuneytisins og Margréti Gísladótttur aðstoðarmann Gunnars Braga:„Fyrirspurn frá Stöð 2 vegna ákvörðunar framkvæmdastjórnar ESB að draga til baka IPA-styrki og yfirlýsingu utanríkisráðuneytisins frá sl. þriðjudagskvöldi:Var einhvern tímann sent bréf til framkvæmdastjórnarinnar vegna IPA-styrkjanna? Eða færði utanríkisráðherra það einhvern tímann í tal við fulltrúa ESB að biðja um að þessum IPA-verkefnum yrði haldið áfram?“Štefan Füle, stækkunarstjóri, ESB. Urður Gunnarsdóttir, talsmaður utanríkisráðuneytis, segir að samráð Gunnars Braga við Füle í júní á þessu ári hafi ekki gefið „ástæðu til annars en að ætla að verkefni sem hafin væru myndu halda áfram.“Urður Gunnarsdóttir, upplýsingafulltrúi ráðuneytisins, segir að ráðherrann hafi rætt þetta við Štefan Füle, stækkunarstjóra ESB.„Frá því að ríkisstjórnin tók við í maí sl. hafa utanríkisráðuneytið og utanríkisráðherra átt í viðtækum samskiptum við embættismenn og ráðamenn Evrópusambandsins. Á fundi utanríkisráðherra og stækkunarstjóra ESB í júní, þar sem utanríkisráðherra tilkynnti um hlé á aðildarviðræðum, var rætt um framhald IPA-styrkjanna. Þar var ákveðið að embættismenn okkar og ESB myndu fara í sameiningu yfir þau verkefni sem væru hafin og í gangi. Það samráð gaf ekki ástæðu til annars en að ætla að verkefni sem hafin væru myndu halda áfram,“ segir Urður Gunnarsdóttir. Ekki má skilja svarið á annan veg en að Gunnar Bragi hafi talað fyrir því að styrkir sem þegar hefðu verið ákveðnir yrðu greiddir. Það þýðir í reynd að ráðherrann Gunnar Bragi leit á það sem skyldu sína að beita sér fyrir því að Ísland þæði styrki sem þingmaðurinn Gunnar Bragi var andsnúinn. Slíkt er ekki nýtt af nálinni í íslenskum stjórnmálum. Ekki er farið nánar út í það í svarinu hvað „víðtæk samskipti“ þýðir, en almennt má ætla að þar sé vísað til bréfasamskipta og símtala embættismanna. Ekki liggja hins vegar fyrir nánari gögn um fundi ráðherrans með stækkunarstjóranum og því ekki hægt að glöggva sig á því nákvæmlega með hvaða hætti ráðherrann talaði fyrir því að IPA-verkefnin yrðu á áætlun. Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
Gunnar Bragi Sveinsson, utanríkisráðherra, beitti sér fyrir því að þeir IPA-styrkir sem þegar hefðu verið áveðnir yrðu greiddir þrátt fyrir að aðildarviðræðum hefði verið hætt og viðræðuhópar leystir upp. Þannig beitti ráðherrann Gunnar Bragi sér fyrir styrkjum sem hann var í prinsippinu andsnúinn. Þetta kemur fram í svari utanríkisráðuneytisins við fyrirspurn. Viðbrögð utanríkisráðherra við ákvörðun framkvæmdastjórnar ESB vegna IPA-styrkja hafa vakið viðbrögð í ljósi þess sem ráðherrann hafði áður sagt um styrkina, en hann hafði sagt á þingi að Ísland ætti að hafna styrkjunum og m.a kallað þá „glerperlur og eldvatn,“ sjá hér.ESB innan heimilda við afturköllun styrkja Framkvæmdastjórn ESB var innan lagaheimilda að afturkalla styrkina þar sem þeir eru aðeins í gildi fyrir ríki í aðildarviðræðum/aðlögunarviðræðum. Ísland er ekki í virkum viðræðum við ESB eftir að ríkisstjórnin stöðvaði viðræðurnar og ráðherrann leysti samninganefndirnar upp. Báðar ákvarðanir voru teknar án samþykkis Alþingis, en viðræður við sambandið grundvölluðust á þingsályktun frá 2009. Framkvæmdastjórninni ber að gæta fjárhagslegra hagsmuna sambandsins til hins ítrasta, samkvæmt reglugerðum sem gilda um styrkina sjálfa annars vegar og um fjárhagsaðstoð sambandsins hins vegar. Í síðustu viku sendi fréttastofan svohljóðandi fyrirspurn á Urði Gunnarsdóttur upplýsingafulltrúa ráðuneytisins og Margréti Gísladótttur aðstoðarmann Gunnars Braga:„Fyrirspurn frá Stöð 2 vegna ákvörðunar framkvæmdastjórnar ESB að draga til baka IPA-styrki og yfirlýsingu utanríkisráðuneytisins frá sl. þriðjudagskvöldi:Var einhvern tímann sent bréf til framkvæmdastjórnarinnar vegna IPA-styrkjanna? Eða færði utanríkisráðherra það einhvern tímann í tal við fulltrúa ESB að biðja um að þessum IPA-verkefnum yrði haldið áfram?“Štefan Füle, stækkunarstjóri, ESB. Urður Gunnarsdóttir, talsmaður utanríkisráðuneytis, segir að samráð Gunnars Braga við Füle í júní á þessu ári hafi ekki gefið „ástæðu til annars en að ætla að verkefni sem hafin væru myndu halda áfram.“Urður Gunnarsdóttir, upplýsingafulltrúi ráðuneytisins, segir að ráðherrann hafi rætt þetta við Štefan Füle, stækkunarstjóra ESB.„Frá því að ríkisstjórnin tók við í maí sl. hafa utanríkisráðuneytið og utanríkisráðherra átt í viðtækum samskiptum við embættismenn og ráðamenn Evrópusambandsins. Á fundi utanríkisráðherra og stækkunarstjóra ESB í júní, þar sem utanríkisráðherra tilkynnti um hlé á aðildarviðræðum, var rætt um framhald IPA-styrkjanna. Þar var ákveðið að embættismenn okkar og ESB myndu fara í sameiningu yfir þau verkefni sem væru hafin og í gangi. Það samráð gaf ekki ástæðu til annars en að ætla að verkefni sem hafin væru myndu halda áfram,“ segir Urður Gunnarsdóttir. Ekki má skilja svarið á annan veg en að Gunnar Bragi hafi talað fyrir því að styrkir sem þegar hefðu verið ákveðnir yrðu greiddir. Það þýðir í reynd að ráðherrann Gunnar Bragi leit á það sem skyldu sína að beita sér fyrir því að Ísland þæði styrki sem þingmaðurinn Gunnar Bragi var andsnúinn. Slíkt er ekki nýtt af nálinni í íslenskum stjórnmálum. Ekki er farið nánar út í það í svarinu hvað „víðtæk samskipti“ þýðir, en almennt má ætla að þar sé vísað til bréfasamskipta og símtala embættismanna. Ekki liggja hins vegar fyrir nánari gögn um fundi ráðherrans með stækkunarstjóranum og því ekki hægt að glöggva sig á því nákvæmlega með hvaða hætti ráðherrann talaði fyrir því að IPA-verkefnin yrðu á áætlun.
Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira