Gunnar Bragi færði styrkina í tal Þorbjörn Þórðarson skrifar 11. desember 2013 12:18 Gunnar Bragi Sveinsson, utanríkisráðherra. Gunnar Bragi Sveinsson, utanríkisráðherra, beitti sér fyrir því að þeir IPA-styrkir sem þegar hefðu verið áveðnir yrðu greiddir þrátt fyrir að aðildarviðræðum hefði verið hætt og viðræðuhópar leystir upp. Þannig beitti ráðherrann Gunnar Bragi sér fyrir styrkjum sem hann var í prinsippinu andsnúinn. Þetta kemur fram í svari utanríkisráðuneytisins við fyrirspurn. Viðbrögð utanríkisráðherra við ákvörðun framkvæmdastjórnar ESB vegna IPA-styrkja hafa vakið viðbrögð í ljósi þess sem ráðherrann hafði áður sagt um styrkina, en hann hafði sagt á þingi að Ísland ætti að hafna styrkjunum og m.a kallað þá „glerperlur og eldvatn,“ sjá hér.ESB innan heimilda við afturköllun styrkja Framkvæmdastjórn ESB var innan lagaheimilda að afturkalla styrkina þar sem þeir eru aðeins í gildi fyrir ríki í aðildarviðræðum/aðlögunarviðræðum. Ísland er ekki í virkum viðræðum við ESB eftir að ríkisstjórnin stöðvaði viðræðurnar og ráðherrann leysti samninganefndirnar upp. Báðar ákvarðanir voru teknar án samþykkis Alþingis, en viðræður við sambandið grundvölluðust á þingsályktun frá 2009. Framkvæmdastjórninni ber að gæta fjárhagslegra hagsmuna sambandsins til hins ítrasta, samkvæmt reglugerðum sem gilda um styrkina sjálfa annars vegar og um fjárhagsaðstoð sambandsins hins vegar. Í síðustu viku sendi fréttastofan svohljóðandi fyrirspurn á Urði Gunnarsdóttur upplýsingafulltrúa ráðuneytisins og Margréti Gísladótttur aðstoðarmann Gunnars Braga:„Fyrirspurn frá Stöð 2 vegna ákvörðunar framkvæmdastjórnar ESB að draga til baka IPA-styrki og yfirlýsingu utanríkisráðuneytisins frá sl. þriðjudagskvöldi:Var einhvern tímann sent bréf til framkvæmdastjórnarinnar vegna IPA-styrkjanna? Eða færði utanríkisráðherra það einhvern tímann í tal við fulltrúa ESB að biðja um að þessum IPA-verkefnum yrði haldið áfram?“Štefan Füle, stækkunarstjóri, ESB. Urður Gunnarsdóttir, talsmaður utanríkisráðuneytis, segir að samráð Gunnars Braga við Füle í júní á þessu ári hafi ekki gefið „ástæðu til annars en að ætla að verkefni sem hafin væru myndu halda áfram.“Urður Gunnarsdóttir, upplýsingafulltrúi ráðuneytisins, segir að ráðherrann hafi rætt þetta við Štefan Füle, stækkunarstjóra ESB.„Frá því að ríkisstjórnin tók við í maí sl. hafa utanríkisráðuneytið og utanríkisráðherra átt í viðtækum samskiptum við embættismenn og ráðamenn Evrópusambandsins. Á fundi utanríkisráðherra og stækkunarstjóra ESB í júní, þar sem utanríkisráðherra tilkynnti um hlé á aðildarviðræðum, var rætt um framhald IPA-styrkjanna. Þar var ákveðið að embættismenn okkar og ESB myndu fara í sameiningu yfir þau verkefni sem væru hafin og í gangi. Það samráð gaf ekki ástæðu til annars en að ætla að verkefni sem hafin væru myndu halda áfram,“ segir Urður Gunnarsdóttir. Ekki má skilja svarið á annan veg en að Gunnar Bragi hafi talað fyrir því að styrkir sem þegar hefðu verið ákveðnir yrðu greiddir. Það þýðir í reynd að ráðherrann Gunnar Bragi leit á það sem skyldu sína að beita sér fyrir því að Ísland þæði styrki sem þingmaðurinn Gunnar Bragi var andsnúinn. Slíkt er ekki nýtt af nálinni í íslenskum stjórnmálum. Ekki er farið nánar út í það í svarinu hvað „víðtæk samskipti“ þýðir, en almennt má ætla að þar sé vísað til bréfasamskipta og símtala embættismanna. Ekki liggja hins vegar fyrir nánari gögn um fundi ráðherrans með stækkunarstjóranum og því ekki hægt að glöggva sig á því nákvæmlega með hvaða hætti ráðherrann talaði fyrir því að IPA-verkefnin yrðu á áætlun. Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Fleiri fréttir Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Sjá meira
Gunnar Bragi Sveinsson, utanríkisráðherra, beitti sér fyrir því að þeir IPA-styrkir sem þegar hefðu verið áveðnir yrðu greiddir þrátt fyrir að aðildarviðræðum hefði verið hætt og viðræðuhópar leystir upp. Þannig beitti ráðherrann Gunnar Bragi sér fyrir styrkjum sem hann var í prinsippinu andsnúinn. Þetta kemur fram í svari utanríkisráðuneytisins við fyrirspurn. Viðbrögð utanríkisráðherra við ákvörðun framkvæmdastjórnar ESB vegna IPA-styrkja hafa vakið viðbrögð í ljósi þess sem ráðherrann hafði áður sagt um styrkina, en hann hafði sagt á þingi að Ísland ætti að hafna styrkjunum og m.a kallað þá „glerperlur og eldvatn,“ sjá hér.ESB innan heimilda við afturköllun styrkja Framkvæmdastjórn ESB var innan lagaheimilda að afturkalla styrkina þar sem þeir eru aðeins í gildi fyrir ríki í aðildarviðræðum/aðlögunarviðræðum. Ísland er ekki í virkum viðræðum við ESB eftir að ríkisstjórnin stöðvaði viðræðurnar og ráðherrann leysti samninganefndirnar upp. Báðar ákvarðanir voru teknar án samþykkis Alþingis, en viðræður við sambandið grundvölluðust á þingsályktun frá 2009. Framkvæmdastjórninni ber að gæta fjárhagslegra hagsmuna sambandsins til hins ítrasta, samkvæmt reglugerðum sem gilda um styrkina sjálfa annars vegar og um fjárhagsaðstoð sambandsins hins vegar. Í síðustu viku sendi fréttastofan svohljóðandi fyrirspurn á Urði Gunnarsdóttur upplýsingafulltrúa ráðuneytisins og Margréti Gísladótttur aðstoðarmann Gunnars Braga:„Fyrirspurn frá Stöð 2 vegna ákvörðunar framkvæmdastjórnar ESB að draga til baka IPA-styrki og yfirlýsingu utanríkisráðuneytisins frá sl. þriðjudagskvöldi:Var einhvern tímann sent bréf til framkvæmdastjórnarinnar vegna IPA-styrkjanna? Eða færði utanríkisráðherra það einhvern tímann í tal við fulltrúa ESB að biðja um að þessum IPA-verkefnum yrði haldið áfram?“Štefan Füle, stækkunarstjóri, ESB. Urður Gunnarsdóttir, talsmaður utanríkisráðuneytis, segir að samráð Gunnars Braga við Füle í júní á þessu ári hafi ekki gefið „ástæðu til annars en að ætla að verkefni sem hafin væru myndu halda áfram.“Urður Gunnarsdóttir, upplýsingafulltrúi ráðuneytisins, segir að ráðherrann hafi rætt þetta við Štefan Füle, stækkunarstjóra ESB.„Frá því að ríkisstjórnin tók við í maí sl. hafa utanríkisráðuneytið og utanríkisráðherra átt í viðtækum samskiptum við embættismenn og ráðamenn Evrópusambandsins. Á fundi utanríkisráðherra og stækkunarstjóra ESB í júní, þar sem utanríkisráðherra tilkynnti um hlé á aðildarviðræðum, var rætt um framhald IPA-styrkjanna. Þar var ákveðið að embættismenn okkar og ESB myndu fara í sameiningu yfir þau verkefni sem væru hafin og í gangi. Það samráð gaf ekki ástæðu til annars en að ætla að verkefni sem hafin væru myndu halda áfram,“ segir Urður Gunnarsdóttir. Ekki má skilja svarið á annan veg en að Gunnar Bragi hafi talað fyrir því að styrkir sem þegar hefðu verið ákveðnir yrðu greiddir. Það þýðir í reynd að ráðherrann Gunnar Bragi leit á það sem skyldu sína að beita sér fyrir því að Ísland þæði styrki sem þingmaðurinn Gunnar Bragi var andsnúinn. Slíkt er ekki nýtt af nálinni í íslenskum stjórnmálum. Ekki er farið nánar út í það í svarinu hvað „víðtæk samskipti“ þýðir, en almennt má ætla að þar sé vísað til bréfasamskipta og símtala embættismanna. Ekki liggja hins vegar fyrir nánari gögn um fundi ráðherrans með stækkunarstjóranum og því ekki hægt að glöggva sig á því nákvæmlega með hvaða hætti ráðherrann talaði fyrir því að IPA-verkefnin yrðu á áætlun.
Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Fleiri fréttir Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Sjá meira