Kanna hvort símar Alþingis voru hleraðir Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 7. desember 2013 19:18 Sérfræðingar á vegum Alþingis rannsaka nú hvort símar þingsins hafi verið hleraðir um fjögurra mánaða skeið árin 2009 og 2010. Á vefsíðunni Wired.com er greint frá því að Wikileaks hafi símaupptökur frá Alþingi undir höndum, en þar er að finna samtal sem sagt er vera á milli Julian Assange, forsprakka Wikileaks, og Chelsea Manning. Manning situr nú í fangelsi fyrir að hafa lekið gögnum bandaríkjahers til Wikileaks. Í samtalinu er notast við nöfnin Nathaniel Frank og Nobody og dregur Wired.com þá ályktun að þar sé um að ræða Assange og Manning. Áttunda mars 2010 talar Assange fyrst um að hafa komist yfir upptökur úr símum Alþingis Íslendinga. Síðar um daginn virðist hann hafa fengið staðfest að gögnin væru komin í hendur Wikileaks, en þá fullyrðir hann það við félaga sinn. Mjög alvarlegt ef satt reynist Einar Kristinn Guðfinnsson, forseti Alþingis, segist líta meintar hleranir alvarlegum augum. Hann segir sérfræðinga á vegum Alþingis rannsaka málið í samstarfi við Póst - og fjarskiptastofnun. Fljótlega verði svo ákveðið hvort óskað verði eftir lögreglurannsókn.Tenging við njósnatölvu? Tímasetningar meintra hlerana vekja sérstaka athygli, en í febrúar 2010 fannst dularfull tölva á Alþingi. Grunur lék á að tölvan hafi verið sett upp í þeim tilgangi að brjótast inn í tölvukerfi þingmanna. Þá voru getgátur uppi um að tölvan dularfulla væri á vegum Wikileaks. Kristinn Hrafnsson, talsmaður Wikileaks, gefur lítið fyrir þessar ásakanir og segir jafn fjarstæðukennt að tengja Wikileaks við njósatölvuna og gagnalekann hjá Vodafone. Þá segist hann ekki hafa heyrt um að Wikileaks hefði símaupptökur af Alþingi í fórum sínum. Tengdar fréttir Wikileaks með hljóðupptökur úr Alþingishúsinu "Við erum með síðustu 4 mánuði af hljóðupptökum úr símum Alþingis Íslendinga,“ er Julian Assange sagður hafa sagt í samtali við Chelsea Manning. 6. desember 2013 18:24 Hlerun í Alþingi: „Grafalvarlegt ef satt reynist“ Í meintu samtali Julian Assange og Chelsea Manning árið 2010 segir Assange að Wikileaks búi yfir hljóðupptökum úr símum Alþingis sem nái yfir fjögurra mánaða skeið. Á Alþingi hafa ráðamenn ekki heyrt af málinu, en ef satt er, sé það grafalvarlegt: 7. desember 2013 07:00 Ísland mun bráðna „Ég var að fá 800 blaðsíður af yfirheyrslugögnum og önnur 40 gígabit af gögnum varðandi einkavæðingu bankanna á Íslandi," telur vefsíðan Wired.com að Julian Assange hafi sagt í samtali við Chelsea Manning í mars 2010. 6. desember 2013 21:17 Mest lesið Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis Erlent Fleiri fréttir Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sjá meira
Sérfræðingar á vegum Alþingis rannsaka nú hvort símar þingsins hafi verið hleraðir um fjögurra mánaða skeið árin 2009 og 2010. Á vefsíðunni Wired.com er greint frá því að Wikileaks hafi símaupptökur frá Alþingi undir höndum, en þar er að finna samtal sem sagt er vera á milli Julian Assange, forsprakka Wikileaks, og Chelsea Manning. Manning situr nú í fangelsi fyrir að hafa lekið gögnum bandaríkjahers til Wikileaks. Í samtalinu er notast við nöfnin Nathaniel Frank og Nobody og dregur Wired.com þá ályktun að þar sé um að ræða Assange og Manning. Áttunda mars 2010 talar Assange fyrst um að hafa komist yfir upptökur úr símum Alþingis Íslendinga. Síðar um daginn virðist hann hafa fengið staðfest að gögnin væru komin í hendur Wikileaks, en þá fullyrðir hann það við félaga sinn. Mjög alvarlegt ef satt reynist Einar Kristinn Guðfinnsson, forseti Alþingis, segist líta meintar hleranir alvarlegum augum. Hann segir sérfræðinga á vegum Alþingis rannsaka málið í samstarfi við Póst - og fjarskiptastofnun. Fljótlega verði svo ákveðið hvort óskað verði eftir lögreglurannsókn.Tenging við njósnatölvu? Tímasetningar meintra hlerana vekja sérstaka athygli, en í febrúar 2010 fannst dularfull tölva á Alþingi. Grunur lék á að tölvan hafi verið sett upp í þeim tilgangi að brjótast inn í tölvukerfi þingmanna. Þá voru getgátur uppi um að tölvan dularfulla væri á vegum Wikileaks. Kristinn Hrafnsson, talsmaður Wikileaks, gefur lítið fyrir þessar ásakanir og segir jafn fjarstæðukennt að tengja Wikileaks við njósatölvuna og gagnalekann hjá Vodafone. Þá segist hann ekki hafa heyrt um að Wikileaks hefði símaupptökur af Alþingi í fórum sínum.
Tengdar fréttir Wikileaks með hljóðupptökur úr Alþingishúsinu "Við erum með síðustu 4 mánuði af hljóðupptökum úr símum Alþingis Íslendinga,“ er Julian Assange sagður hafa sagt í samtali við Chelsea Manning. 6. desember 2013 18:24 Hlerun í Alþingi: „Grafalvarlegt ef satt reynist“ Í meintu samtali Julian Assange og Chelsea Manning árið 2010 segir Assange að Wikileaks búi yfir hljóðupptökum úr símum Alþingis sem nái yfir fjögurra mánaða skeið. Á Alþingi hafa ráðamenn ekki heyrt af málinu, en ef satt er, sé það grafalvarlegt: 7. desember 2013 07:00 Ísland mun bráðna „Ég var að fá 800 blaðsíður af yfirheyrslugögnum og önnur 40 gígabit af gögnum varðandi einkavæðingu bankanna á Íslandi," telur vefsíðan Wired.com að Julian Assange hafi sagt í samtali við Chelsea Manning í mars 2010. 6. desember 2013 21:17 Mest lesið Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis Erlent Fleiri fréttir Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sjá meira
Wikileaks með hljóðupptökur úr Alþingishúsinu "Við erum með síðustu 4 mánuði af hljóðupptökum úr símum Alþingis Íslendinga,“ er Julian Assange sagður hafa sagt í samtali við Chelsea Manning. 6. desember 2013 18:24
Hlerun í Alþingi: „Grafalvarlegt ef satt reynist“ Í meintu samtali Julian Assange og Chelsea Manning árið 2010 segir Assange að Wikileaks búi yfir hljóðupptökum úr símum Alþingis sem nái yfir fjögurra mánaða skeið. Á Alþingi hafa ráðamenn ekki heyrt af málinu, en ef satt er, sé það grafalvarlegt: 7. desember 2013 07:00
Ísland mun bráðna „Ég var að fá 800 blaðsíður af yfirheyrslugögnum og önnur 40 gígabit af gögnum varðandi einkavæðingu bankanna á Íslandi," telur vefsíðan Wired.com að Julian Assange hafi sagt í samtali við Chelsea Manning í mars 2010. 6. desember 2013 21:17