Stærsti listaverkavefur Íslands opnaður Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 26. nóvember 2013 14:05 Á síðunni er til dæmis hægt að fræðast um verkið Odelscape eftir Erró. Listasafn Reykjavíkur fagnar tímamótum í dag þegar tæplega níu þúsund listaverk í eigu safnsins verða gerð aðgengileg á vefsíðunni safneign.listasafnreykjavikur.is. Á síðunni er hægt að nálgast myndir og upplýsingar um verk eftir íslenska listamenn frá aldamótunum 1900 til ársins 2013. Þar er jafnframt hægt að skoða götukort með upplýsingum um útilistaverk í Reykjavík. Þá hafa listfræðingar skrifað fróðleik um valin verk á síðunni. „Það er afar ánægjulegt að geta boðið fólki að nálgast stóran hluta af listaverkum í eigu Listasafns Reykjavíkur á vefnum. Listaverkin hafa með þessu verið færð út fyrir veggi safnsins og til almennings. Vefsíðan býður upp á mikla möguleika til að fræðast og njóta myndlistar og getur jafnframt verið áhrifamikið tæki í kennslu,“ segir Hafþór Yngvason, safnstjóri Listasafns Reykjavíkur.Vefurinn auðveldar aðgengi að íslenskri myndlist og er ætlað að auka áhuga á þessum mikilvæga menningararfi þjóðarinnar. Vefsíðan býður jafnframt upp á nýja möguleika til að njóta myndlistar og fræðast um íslenska listasögu. Verkefnið hefur verið í þróun í fjögur ár og liggur mikil skráningar-og þróunarvinna að baki því samkvæmt fréttatilkynningu frá Listasafni Reykjavíkur. Vefsíðan er að hluta til unnin í samstarfi við DCA (stafræn endurgerð á samtímalist) sem er verkefni á vegum Evrópusambandsins en það miðar að því að gera menningararf Evrópu aðgengilegan á vefnum Europeana.eu. Listasafn Reykjavíkur er stærsta listasafn landsins en safneignin telur alls um sautján þúsund verk og samanstendur af almennri listaverkaeign eftir fjölda innlendra og erlendra listamanna, Errósafni, Kjarvalssafni og Ásmundarsafni. Þessi söfn hafa ýmist orðið til fyrir stórmannlegar gjafir listamanna og einstaklinga eða kaup á listaverkum. Öll verk eftir íslenska listamenn eru nú til sýnis á nýju vefsíðunni nema hluti af teikningum í eigu safnsins. Menning Mest lesið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Lífið Bay segir skilið við Smith Lífið Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Listasafn Reykjavíkur fagnar tímamótum í dag þegar tæplega níu þúsund listaverk í eigu safnsins verða gerð aðgengileg á vefsíðunni safneign.listasafnreykjavikur.is. Á síðunni er hægt að nálgast myndir og upplýsingar um verk eftir íslenska listamenn frá aldamótunum 1900 til ársins 2013. Þar er jafnframt hægt að skoða götukort með upplýsingum um útilistaverk í Reykjavík. Þá hafa listfræðingar skrifað fróðleik um valin verk á síðunni. „Það er afar ánægjulegt að geta boðið fólki að nálgast stóran hluta af listaverkum í eigu Listasafns Reykjavíkur á vefnum. Listaverkin hafa með þessu verið færð út fyrir veggi safnsins og til almennings. Vefsíðan býður upp á mikla möguleika til að fræðast og njóta myndlistar og getur jafnframt verið áhrifamikið tæki í kennslu,“ segir Hafþór Yngvason, safnstjóri Listasafns Reykjavíkur.Vefurinn auðveldar aðgengi að íslenskri myndlist og er ætlað að auka áhuga á þessum mikilvæga menningararfi þjóðarinnar. Vefsíðan býður jafnframt upp á nýja möguleika til að njóta myndlistar og fræðast um íslenska listasögu. Verkefnið hefur verið í þróun í fjögur ár og liggur mikil skráningar-og þróunarvinna að baki því samkvæmt fréttatilkynningu frá Listasafni Reykjavíkur. Vefsíðan er að hluta til unnin í samstarfi við DCA (stafræn endurgerð á samtímalist) sem er verkefni á vegum Evrópusambandsins en það miðar að því að gera menningararf Evrópu aðgengilegan á vefnum Europeana.eu. Listasafn Reykjavíkur er stærsta listasafn landsins en safneignin telur alls um sautján þúsund verk og samanstendur af almennri listaverkaeign eftir fjölda innlendra og erlendra listamanna, Errósafni, Kjarvalssafni og Ásmundarsafni. Þessi söfn hafa ýmist orðið til fyrir stórmannlegar gjafir listamanna og einstaklinga eða kaup á listaverkum. Öll verk eftir íslenska listamenn eru nú til sýnis á nýju vefsíðunni nema hluti af teikningum í eigu safnsins.
Menning Mest lesið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Lífið Bay segir skilið við Smith Lífið Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira