Þekktir og valdamiklir menn kaupa vændi Jón Júlíus Karlsson skrifar 27. nóvember 2013 20:30 Þekktir og valdamiklir menn eru meðal þeirra sem kaupa sér vændi á Íslandi. Þetta segir kona sem stundaði vændi í Reykjavík um nokkra ára skeið. Konan vildi ekki koma fram undir nafni til að vernda fjölskyldu sína. Hún segir einnig að almenningur á Íslandi sé ekki tilbúinn fyrir opinskáa umræðu um vændi. Konan sagði sögu sína í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld og í Íslandi í dag. Konan leiddist út í vændi vegna slæmrar fjárhagsstöðu. Hún var komin í öngstræti - reikningar hlóðust upp og rafmagn hafði verið tekið af heimili hennar. Konunni bauðst færi á að bæta fjárhagsstöðu sína með því að selja líkama sinn í vændi. Hún segir allar tegundir manna leita kaupa sér vændi á Íslandi. „Þeir sem kaupa vændi eru þó yfirleitt menn sem eiga peninga. Þetta eru mikið menn í valdastöðum og þekktir menn í íslensku samfélagi. Ég var með einn kúnna sem var í sjónvarpinu í þessari viku og líka í þeirri síðustu. Ég sé hann alltaf annað slagið,“ segir konan og nefnir sláandi dæmi úr heimi vændis á Íslandi. „Það eru meira að segja feður sem leita eftir kynlífi fyrir syni sína. Drengurinn sé orðinn 16 ára gamall og nú sé kominn tími til að ,gera það' - að þetta væri frábær 16 ára afmælisgjöf. Ég sagði nei við því.“Nafngreina á þá sem kaupa kynlíf Hún segir það ólýðandi að einstaklingar sem brjóta lög og kaupa vændi séu ekki nafngreindir. „Við skiljum það ekki að það skuli vera nafnleynd á mönnum og konum sem kaupa sér aðgang að líkama annarra einstaklinga. Þetta á ekki að eiga sér stað.“ Konan telur að valdhafar í samfélaginu séu að vernda sína. „Þetta eru forstjórar, lögreglumenn, sjúkraflutningamenn og fréttamenn. Menn úr öllum áttum sem hafa hagsmuna að gæta. Það á að birta nöfn þessara manna. Skömmin er þeirra, skömmin er ekki okkar.“ Nánar má heyra sögu þessarar konu í myndbandinu hér að ofan, og í Ísland í dag-þætti kvöldsins hér fyrir neðan. Tengdar fréttir Fjöldi vændisbrota tífaldast á milli ára Sprenging hefur orðið í fjölda brota vegna kaupa á vændi. Brotafjöldi hefur tífaldast í ár ef miðað er við síðasta ár. 26. nóvember 2013 19:11 Íslenskir feður kaupa vændi fyrir syni sína Kona á miðjum aldri sem fór að stunda vændi fyrir nokkrum árum verður í viðtali við í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. Konan er nú hætt og segist aldrei ætla að selja líkama sinn aftur. 27. nóvember 2013 16:05 Seldi blíðu sína á Laugaveginum: 21 fyrir dóm vegna vændiskaupa Þingfesting í máli 21 meints vændiskaupanda fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Þinghaldið var lokað. Mennirnir eru taldir hafa greitt fyrir vændi hjá konu í húsi við Laugaveg. 26. nóvember 2013 16:13 Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Erlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Innlent Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Erlent Þrír karlmenn handteknir fyrir þjófnað í Laugarneshverfi Innlent Fleiri fréttir Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír karlmenn handteknir fyrir þjófnað í Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi Sjá meira
Þekktir og valdamiklir menn eru meðal þeirra sem kaupa sér vændi á Íslandi. Þetta segir kona sem stundaði vændi í Reykjavík um nokkra ára skeið. Konan vildi ekki koma fram undir nafni til að vernda fjölskyldu sína. Hún segir einnig að almenningur á Íslandi sé ekki tilbúinn fyrir opinskáa umræðu um vændi. Konan sagði sögu sína í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld og í Íslandi í dag. Konan leiddist út í vændi vegna slæmrar fjárhagsstöðu. Hún var komin í öngstræti - reikningar hlóðust upp og rafmagn hafði verið tekið af heimili hennar. Konunni bauðst færi á að bæta fjárhagsstöðu sína með því að selja líkama sinn í vændi. Hún segir allar tegundir manna leita kaupa sér vændi á Íslandi. „Þeir sem kaupa vændi eru þó yfirleitt menn sem eiga peninga. Þetta eru mikið menn í valdastöðum og þekktir menn í íslensku samfélagi. Ég var með einn kúnna sem var í sjónvarpinu í þessari viku og líka í þeirri síðustu. Ég sé hann alltaf annað slagið,“ segir konan og nefnir sláandi dæmi úr heimi vændis á Íslandi. „Það eru meira að segja feður sem leita eftir kynlífi fyrir syni sína. Drengurinn sé orðinn 16 ára gamall og nú sé kominn tími til að ,gera það' - að þetta væri frábær 16 ára afmælisgjöf. Ég sagði nei við því.“Nafngreina á þá sem kaupa kynlíf Hún segir það ólýðandi að einstaklingar sem brjóta lög og kaupa vændi séu ekki nafngreindir. „Við skiljum það ekki að það skuli vera nafnleynd á mönnum og konum sem kaupa sér aðgang að líkama annarra einstaklinga. Þetta á ekki að eiga sér stað.“ Konan telur að valdhafar í samfélaginu séu að vernda sína. „Þetta eru forstjórar, lögreglumenn, sjúkraflutningamenn og fréttamenn. Menn úr öllum áttum sem hafa hagsmuna að gæta. Það á að birta nöfn þessara manna. Skömmin er þeirra, skömmin er ekki okkar.“ Nánar má heyra sögu þessarar konu í myndbandinu hér að ofan, og í Ísland í dag-þætti kvöldsins hér fyrir neðan.
Tengdar fréttir Fjöldi vændisbrota tífaldast á milli ára Sprenging hefur orðið í fjölda brota vegna kaupa á vændi. Brotafjöldi hefur tífaldast í ár ef miðað er við síðasta ár. 26. nóvember 2013 19:11 Íslenskir feður kaupa vændi fyrir syni sína Kona á miðjum aldri sem fór að stunda vændi fyrir nokkrum árum verður í viðtali við í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. Konan er nú hætt og segist aldrei ætla að selja líkama sinn aftur. 27. nóvember 2013 16:05 Seldi blíðu sína á Laugaveginum: 21 fyrir dóm vegna vændiskaupa Þingfesting í máli 21 meints vændiskaupanda fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Þinghaldið var lokað. Mennirnir eru taldir hafa greitt fyrir vændi hjá konu í húsi við Laugaveg. 26. nóvember 2013 16:13 Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Erlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Innlent Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Erlent Þrír karlmenn handteknir fyrir þjófnað í Laugarneshverfi Innlent Fleiri fréttir Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír karlmenn handteknir fyrir þjófnað í Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi Sjá meira
Fjöldi vændisbrota tífaldast á milli ára Sprenging hefur orðið í fjölda brota vegna kaupa á vændi. Brotafjöldi hefur tífaldast í ár ef miðað er við síðasta ár. 26. nóvember 2013 19:11
Íslenskir feður kaupa vændi fyrir syni sína Kona á miðjum aldri sem fór að stunda vændi fyrir nokkrum árum verður í viðtali við í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. Konan er nú hætt og segist aldrei ætla að selja líkama sinn aftur. 27. nóvember 2013 16:05
Seldi blíðu sína á Laugaveginum: 21 fyrir dóm vegna vændiskaupa Þingfesting í máli 21 meints vændiskaupanda fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Þinghaldið var lokað. Mennirnir eru taldir hafa greitt fyrir vændi hjá konu í húsi við Laugaveg. 26. nóvember 2013 16:13