Fjöldi vændisbrota tífaldast á milli ára Jón Júlíus Karlsson skrifar 26. nóvember 2013 19:11 Sprenging hefur orðið í fjölda brota vegna kaupa á vændi. Brotafjöldi hefur tífaldast í ár ef miðað er við síðasta ár. Þingfesting fór fram í 21 máli í Héraðsdómi Reykjavíkur vegna meintra kaupa á vændi og tilrauna til vændiskaupa. Örfáir þeirra sem ákærðir eru mættu fyrir dóm í dag. Fyrir skömmu var einnig nokkur fjöldi mála tekin fyrir í Héraðsdómi Reykjaness vegna svipaðra brota. Ný lög tóku gildi árið 2009 þar sem kaup á vændi var gert ólöglegt. Sá sem gerist sekur um slíkt getur átt yfir höfði sér allt að eins árs fangelsi og skal sæta sektum.Fjöldi brota vegna vændiskaupa.Algjör sprenging hefur orðið í fjölda vændismála í ár og er fjöldi þeirra á fyrstu níu mánuðum ársins nærri þrefalt fleiri en á fjögurra ára tímabili eftir að lögin voru sett 2009. Fjögur brot vegna vændiskaupa rötuðu inn á borð Ríkislögreglustjóra árið 2009. Árið eftir höfðu þau margfaldast og voru 24 talsins. Nokkuð dró úr fjöldanum árið 2011 en jókst á ný á síðasta ári. Í lok árs 2012 var fjöldi brota vegna vændiskaupa alls 49 talsins. Á fyrstu níu mánuðum ársins hefur fjöldi brota tífaldast á milli ára. 136 brot vegna vændiskaupa hafa komið inn á borð ríkislögreglustjóra. Fjöldi þeirra mála sem fer alla leið inn í dómssal hefur einnig aukist. Eins og sjá má á meðfylgjandi skýringamynd þá hefur fjöldi ákæra vegna kaupa á vændi aukist mikið á þessu ári. 37 ákærur hafa verið gefnar út í ár samanborið við 15, árin þrjú þar á undan. Það var á Laugarvegi, helstu verslunargötu Íslendinga, þar sem umfangsmikil vændisstarfssemi fór fram. Mennirnir sem mættu fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur í dag voru samkvæmt heimildum fréttastofu á öllum aldri og keyptu vændi af einni og sömu konunni. Fréttastofa Stöðvar 2 mun halda áfram að fjalla um vændi á Íslandi næstu daga. Tengdar fréttir Seldi blíðu sína á Laugaveginum: 21 fyrir dóm vegna vændiskaupa Þingfesting í máli 21 meints vændiskaupanda fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Þinghaldið var lokað. Mennirnir eru taldir hafa greitt fyrir vændi hjá konu í húsi við Laugaveg. 26. nóvember 2013 16:13 Mest lesið Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Fleiri fréttir Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Sjá meira
Sprenging hefur orðið í fjölda brota vegna kaupa á vændi. Brotafjöldi hefur tífaldast í ár ef miðað er við síðasta ár. Þingfesting fór fram í 21 máli í Héraðsdómi Reykjavíkur vegna meintra kaupa á vændi og tilrauna til vændiskaupa. Örfáir þeirra sem ákærðir eru mættu fyrir dóm í dag. Fyrir skömmu var einnig nokkur fjöldi mála tekin fyrir í Héraðsdómi Reykjaness vegna svipaðra brota. Ný lög tóku gildi árið 2009 þar sem kaup á vændi var gert ólöglegt. Sá sem gerist sekur um slíkt getur átt yfir höfði sér allt að eins árs fangelsi og skal sæta sektum.Fjöldi brota vegna vændiskaupa.Algjör sprenging hefur orðið í fjölda vændismála í ár og er fjöldi þeirra á fyrstu níu mánuðum ársins nærri þrefalt fleiri en á fjögurra ára tímabili eftir að lögin voru sett 2009. Fjögur brot vegna vændiskaupa rötuðu inn á borð Ríkislögreglustjóra árið 2009. Árið eftir höfðu þau margfaldast og voru 24 talsins. Nokkuð dró úr fjöldanum árið 2011 en jókst á ný á síðasta ári. Í lok árs 2012 var fjöldi brota vegna vændiskaupa alls 49 talsins. Á fyrstu níu mánuðum ársins hefur fjöldi brota tífaldast á milli ára. 136 brot vegna vændiskaupa hafa komið inn á borð ríkislögreglustjóra. Fjöldi þeirra mála sem fer alla leið inn í dómssal hefur einnig aukist. Eins og sjá má á meðfylgjandi skýringamynd þá hefur fjöldi ákæra vegna kaupa á vændi aukist mikið á þessu ári. 37 ákærur hafa verið gefnar út í ár samanborið við 15, árin þrjú þar á undan. Það var á Laugarvegi, helstu verslunargötu Íslendinga, þar sem umfangsmikil vændisstarfssemi fór fram. Mennirnir sem mættu fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur í dag voru samkvæmt heimildum fréttastofu á öllum aldri og keyptu vændi af einni og sömu konunni. Fréttastofa Stöðvar 2 mun halda áfram að fjalla um vændi á Íslandi næstu daga.
Tengdar fréttir Seldi blíðu sína á Laugaveginum: 21 fyrir dóm vegna vændiskaupa Þingfesting í máli 21 meints vændiskaupanda fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Þinghaldið var lokað. Mennirnir eru taldir hafa greitt fyrir vændi hjá konu í húsi við Laugaveg. 26. nóvember 2013 16:13 Mest lesið Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Fleiri fréttir Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Sjá meira
Seldi blíðu sína á Laugaveginum: 21 fyrir dóm vegna vændiskaupa Þingfesting í máli 21 meints vændiskaupanda fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Þinghaldið var lokað. Mennirnir eru taldir hafa greitt fyrir vændi hjá konu í húsi við Laugaveg. 26. nóvember 2013 16:13