Níutíu og níu tónleikar að baki 11. nóvember 2013 22:00 Gerrit Schuil Fréttablaðið/Anton Brink Fimmta veturinn í röð er boðið upp á hádegistónleikana „Ljáðu okkur eyra“ í Fríkirkjunni í Reykjavík. Það var píanóleikarinn og hljómsveitarstjórinn Gerrit Schuil sem ákvað að efna til þessarar tónleikaraðar haustið 2009 og hefur hann alla tíð síðan verið listrænn stjórnandi tónleikanna. „Tónleikarnir voru þá hugsaðir sem eins konar andlag tónlistarinnar í því dapurlega andrúmslofti sem ríkti á Íslandi fyrstu misserin eftir efnahagshrunið 2008, stund með tónlist heimsins til að lyfta andanum og vekja mönnum kjark,“ segir Gerrit um tónleikaröðina. „Síðan hefur þjóðin fengið að líta betri daga en hádegistónleikarnir eru enn á sínum stað yfir veturinn og miðla vikulega þeim auði sem verðbréfamarkaðir heimsins treysta sé seint til að skrá og færa til vísitölu“ segir Gerrit, jafnframt. Níutíu og níu tónleikar eru að baki og tónleikar númer eitt hundrað verða í þessari viku, miðvikudaginn 13. nóvember, kl. 12:15 í Fríkirkjunni í Reykjavík og standa í hálftíma. Á þessum tímamótum syngur Ágúst Ólafsson við undirleik Gerrits Schuil sönglög eftir Franz Schubert, sum lítt kunn en önnur alþekkt. Þeir Ágúst Ólafsson og Gerrit Schuil hafa lengi unnið saman að list ljóðasöngsins og unnið þar mörg afrek. Fyrir túlkun sína á þremur ljóðaflokkum Schuberts á Listahátíð í Reykjavík 2010 hlutu þeir Íslensku tónlistarverðlaunin með umsögninni: „Áhrífaríkur flutningur þeirra á þessum helstu ljóðaflokkum tónbókmenntanna er þeim sem á hlýddu ógleymanleg stund.“ Menning Mest lesið Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Lífið Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Lífið „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Lífið Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Bíó og sjónvarp Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Lífið Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Tónlist Fáklædd og flott á dreglinum Tíska og hönnun Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Lífið Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Lífið Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Fleiri fréttir Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
Fimmta veturinn í röð er boðið upp á hádegistónleikana „Ljáðu okkur eyra“ í Fríkirkjunni í Reykjavík. Það var píanóleikarinn og hljómsveitarstjórinn Gerrit Schuil sem ákvað að efna til þessarar tónleikaraðar haustið 2009 og hefur hann alla tíð síðan verið listrænn stjórnandi tónleikanna. „Tónleikarnir voru þá hugsaðir sem eins konar andlag tónlistarinnar í því dapurlega andrúmslofti sem ríkti á Íslandi fyrstu misserin eftir efnahagshrunið 2008, stund með tónlist heimsins til að lyfta andanum og vekja mönnum kjark,“ segir Gerrit um tónleikaröðina. „Síðan hefur þjóðin fengið að líta betri daga en hádegistónleikarnir eru enn á sínum stað yfir veturinn og miðla vikulega þeim auði sem verðbréfamarkaðir heimsins treysta sé seint til að skrá og færa til vísitölu“ segir Gerrit, jafnframt. Níutíu og níu tónleikar eru að baki og tónleikar númer eitt hundrað verða í þessari viku, miðvikudaginn 13. nóvember, kl. 12:15 í Fríkirkjunni í Reykjavík og standa í hálftíma. Á þessum tímamótum syngur Ágúst Ólafsson við undirleik Gerrits Schuil sönglög eftir Franz Schubert, sum lítt kunn en önnur alþekkt. Þeir Ágúst Ólafsson og Gerrit Schuil hafa lengi unnið saman að list ljóðasöngsins og unnið þar mörg afrek. Fyrir túlkun sína á þremur ljóðaflokkum Schuberts á Listahátíð í Reykjavík 2010 hlutu þeir Íslensku tónlistarverðlaunin með umsögninni: „Áhrífaríkur flutningur þeirra á þessum helstu ljóðaflokkum tónbókmenntanna er þeim sem á hlýddu ógleymanleg stund.“
Menning Mest lesið Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Lífið Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Lífið „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Lífið Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Bíó og sjónvarp Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Lífið Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Tónlist Fáklædd og flott á dreglinum Tíska og hönnun Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Lífið Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Lífið Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Fleiri fréttir Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira